Torfbæir og stemningsmyndir 14. júní 2004 00:01 "Við höfum verið í tvö ár að undirbúa þessa opnun," segir María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, en myndavefur safnsins hefur verið opnaður. Á vefnum má nú finna um 3000 ljósmyndir en að sögn Maríu mun þeim fjölga verulega á næstu mánuðum og stefnan er sett á 10.000 myndir í árslok. "Það er metnaður okkar að auka þjónustuna við almenning og bregðast við kröfum nútímans." Á vefnum má nú finna myndir eftir þrjá ljósmyndara, þá Tempest Anderson, Magnús Ólafsson, Gunnar Rúnar Ólafsson og Andrés Kolbeinsson. "Í eigu safnsins eru um 40 myndasöfn og myndirnar eru á aðra milljón," segir María og bætir því við að almenningi er boðið að festa kaup á myndum sem eru í eigu safnsins. "Þetta er mjög ódýr en jafnframt falleg og skemmtileg myndlist. Myndirnar á vefnum eru frá lokum 19. aldar fram til 1960 og eru fjölbreytilegar. Sem dæmi má nefna mynd tekna árið 1890 af börnum við torfbæi í Þingholtunum og stemningsmynd frá Austurstræti upp úr 1960." María segir Ljósmyndasafnið gegna margvíslegu hlutverki ásamt því að varðveita ljósmyndaeign Reykjavíkurborgar og halda utan um myndasöfnin. Safnið heldur þrjár sýningar árlega og leggur mikið upp úr þjónustu við almenning. "Sýningin sem við erum með núna er á finnskum samtímaljósmyndum en það er í tengslum við Listahátíð. Í haust opnar sýningin "Fyrir og eftir" en á henni verður borin saman ljósmyndatækni fyrr á tímum og nú. Áður fyrr var málað ofan í ljósmyndir til að fegra fólkið en nú notum við einfaldlega photoshop. Á sýningunni verður þetta borðið saman en tilhneigingin er alltaf að fegra," segir María. Ótrúleg breyting hefur orðið á starfsemi safnsins eftir að það flutti úr Borgartúninu í Grófarhúsið í Tryggvagötu. "Nú erum við í sama húsi og tvö önnur söfn ásamt því að vera í návist við Listasafn Reykjavíkur," segir María og bætir því við að fjöldi gesta hafi margfaldast, farið úr þúsund gestum á ári í tíu þúsund. Ljósmyndavefurinn verður opnaður í dag og er slóðin ljosmyndasafnreykjavikur.is. Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Við höfum verið í tvö ár að undirbúa þessa opnun," segir María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, en myndavefur safnsins hefur verið opnaður. Á vefnum má nú finna um 3000 ljósmyndir en að sögn Maríu mun þeim fjölga verulega á næstu mánuðum og stefnan er sett á 10.000 myndir í árslok. "Það er metnaður okkar að auka þjónustuna við almenning og bregðast við kröfum nútímans." Á vefnum má nú finna myndir eftir þrjá ljósmyndara, þá Tempest Anderson, Magnús Ólafsson, Gunnar Rúnar Ólafsson og Andrés Kolbeinsson. "Í eigu safnsins eru um 40 myndasöfn og myndirnar eru á aðra milljón," segir María og bætir því við að almenningi er boðið að festa kaup á myndum sem eru í eigu safnsins. "Þetta er mjög ódýr en jafnframt falleg og skemmtileg myndlist. Myndirnar á vefnum eru frá lokum 19. aldar fram til 1960 og eru fjölbreytilegar. Sem dæmi má nefna mynd tekna árið 1890 af börnum við torfbæi í Þingholtunum og stemningsmynd frá Austurstræti upp úr 1960." María segir Ljósmyndasafnið gegna margvíslegu hlutverki ásamt því að varðveita ljósmyndaeign Reykjavíkurborgar og halda utan um myndasöfnin. Safnið heldur þrjár sýningar árlega og leggur mikið upp úr þjónustu við almenning. "Sýningin sem við erum með núna er á finnskum samtímaljósmyndum en það er í tengslum við Listahátíð. Í haust opnar sýningin "Fyrir og eftir" en á henni verður borin saman ljósmyndatækni fyrr á tímum og nú. Áður fyrr var málað ofan í ljósmyndir til að fegra fólkið en nú notum við einfaldlega photoshop. Á sýningunni verður þetta borðið saman en tilhneigingin er alltaf að fegra," segir María. Ótrúleg breyting hefur orðið á starfsemi safnsins eftir að það flutti úr Borgartúninu í Grófarhúsið í Tryggvagötu. "Nú erum við í sama húsi og tvö önnur söfn ásamt því að vera í návist við Listasafn Reykjavíkur," segir María og bætir því við að fjöldi gesta hafi margfaldast, farið úr þúsund gestum á ári í tíu þúsund. Ljósmyndavefurinn verður opnaður í dag og er slóðin ljosmyndasafnreykjavikur.is.
Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira