Ólgandi menning í Hafnarfirði 14. júní 2004 00:01 "Á Björtum dögum í ár eru um sextíu viðburðir, og það eru bæði viðburðir sem við höfum fóstrað og ýtt úr vör en líka er mjög mikið um listamenn sem hafa komið til okkar og viljað vera með," segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. Bjartir dagar eru lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar. Hátíðin hefst í dag, stendur í hálfa aðra viku með fjölbreytilegum menningarviðburðum á hverjum einasta degi og lýkur á Jónsmessukvöldi með heljarmikilli útiskemmtun í Hellisgerði. "Eins og í fyrra leggjum við sérstaka áherslu á að vera með menningu fyrir ungt fólk. Gamla bókasafnið kemur þar inn af miklum krafti með fjölmarga tónleika þar sem heyrast allar tegundir af tónlist, bæði popp, rokk, raf, metal, djass og klassík. Síðan stendur Gamla bókasafnið líka fyrir útitónleikum 22. júní." Setning Bjartra daga verður í dag klukkan tvö fyrir framan bókasafnið, það er að segja nýja safnið sem er á Strandgötu 1. Að setningu lokinni verða opnaðar sjö sýningar af ýmsum toga víða um bæinn. Þar á meðal má nefna sýningu í gamla Gúttó, Góðtemplarafélagshúsinu gamla, þar sem Góðtemplarareglan í Hafnarfirði ætlar meðal annars að setja upp stúkufund eins og þeir tíðkuðust hér áður fyrr. "Einnig verður í dag frumsýnd í Bæjarbíói ný íslensk kvikmynd sem heitir Konunglegt bros og er eftir Gunnar B. Guðmundsson. Hann er sá sami og gerði Karamellukvikmyndina og er mikil menningarsprauta hér í Hafnarfirði." Myndin fjallar um fjöltæknilistamanninn Friðrik Friðriksson, en fjöltæknilist hans felst í því að láta konur verða ástfangnar af sér. "Allir leikskólarnir í bænum taka líka þátt í hátíðinni með því að skreyta stofnun eða fyrirtæki með verkum sínum. Hverjum leikskóla hefur verið úthlutað einu fyrirtæki eða stofnun til að skreyta, og það verður mjög skrautlegt að fara um bæinn." Í kvöld verður svo öllum boðið á tónleika í Hafnarborg þar sem karlakórinn Þrestir og Kvennakór Hafnarfjarðar taka sig saman og leyfa öllum að syngja með. Dagskrá Bjartra daga er birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðar, sem er hafnarfjordur.is Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Á Björtum dögum í ár eru um sextíu viðburðir, og það eru bæði viðburðir sem við höfum fóstrað og ýtt úr vör en líka er mjög mikið um listamenn sem hafa komið til okkar og viljað vera með," segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. Bjartir dagar eru lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar. Hátíðin hefst í dag, stendur í hálfa aðra viku með fjölbreytilegum menningarviðburðum á hverjum einasta degi og lýkur á Jónsmessukvöldi með heljarmikilli útiskemmtun í Hellisgerði. "Eins og í fyrra leggjum við sérstaka áherslu á að vera með menningu fyrir ungt fólk. Gamla bókasafnið kemur þar inn af miklum krafti með fjölmarga tónleika þar sem heyrast allar tegundir af tónlist, bæði popp, rokk, raf, metal, djass og klassík. Síðan stendur Gamla bókasafnið líka fyrir útitónleikum 22. júní." Setning Bjartra daga verður í dag klukkan tvö fyrir framan bókasafnið, það er að segja nýja safnið sem er á Strandgötu 1. Að setningu lokinni verða opnaðar sjö sýningar af ýmsum toga víða um bæinn. Þar á meðal má nefna sýningu í gamla Gúttó, Góðtemplarafélagshúsinu gamla, þar sem Góðtemplarareglan í Hafnarfirði ætlar meðal annars að setja upp stúkufund eins og þeir tíðkuðust hér áður fyrr. "Einnig verður í dag frumsýnd í Bæjarbíói ný íslensk kvikmynd sem heitir Konunglegt bros og er eftir Gunnar B. Guðmundsson. Hann er sá sami og gerði Karamellukvikmyndina og er mikil menningarsprauta hér í Hafnarfirði." Myndin fjallar um fjöltæknilistamanninn Friðrik Friðriksson, en fjöltæknilist hans felst í því að láta konur verða ástfangnar af sér. "Allir leikskólarnir í bænum taka líka þátt í hátíðinni með því að skreyta stofnun eða fyrirtæki með verkum sínum. Hverjum leikskóla hefur verið úthlutað einu fyrirtæki eða stofnun til að skreyta, og það verður mjög skrautlegt að fara um bæinn." Í kvöld verður svo öllum boðið á tónleika í Hafnarborg þar sem karlakórinn Þrestir og Kvennakór Hafnarfjarðar taka sig saman og leyfa öllum að syngja með. Dagskrá Bjartra daga er birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðar, sem er hafnarfjordur.is
Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira