Ólgandi menning í Hafnarfirði 14. júní 2004 00:01 "Á Björtum dögum í ár eru um sextíu viðburðir, og það eru bæði viðburðir sem við höfum fóstrað og ýtt úr vör en líka er mjög mikið um listamenn sem hafa komið til okkar og viljað vera með," segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. Bjartir dagar eru lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar. Hátíðin hefst í dag, stendur í hálfa aðra viku með fjölbreytilegum menningarviðburðum á hverjum einasta degi og lýkur á Jónsmessukvöldi með heljarmikilli útiskemmtun í Hellisgerði. "Eins og í fyrra leggjum við sérstaka áherslu á að vera með menningu fyrir ungt fólk. Gamla bókasafnið kemur þar inn af miklum krafti með fjölmarga tónleika þar sem heyrast allar tegundir af tónlist, bæði popp, rokk, raf, metal, djass og klassík. Síðan stendur Gamla bókasafnið líka fyrir útitónleikum 22. júní." Setning Bjartra daga verður í dag klukkan tvö fyrir framan bókasafnið, það er að segja nýja safnið sem er á Strandgötu 1. Að setningu lokinni verða opnaðar sjö sýningar af ýmsum toga víða um bæinn. Þar á meðal má nefna sýningu í gamla Gúttó, Góðtemplarafélagshúsinu gamla, þar sem Góðtemplarareglan í Hafnarfirði ætlar meðal annars að setja upp stúkufund eins og þeir tíðkuðust hér áður fyrr. "Einnig verður í dag frumsýnd í Bæjarbíói ný íslensk kvikmynd sem heitir Konunglegt bros og er eftir Gunnar B. Guðmundsson. Hann er sá sami og gerði Karamellukvikmyndina og er mikil menningarsprauta hér í Hafnarfirði." Myndin fjallar um fjöltæknilistamanninn Friðrik Friðriksson, en fjöltæknilist hans felst í því að láta konur verða ástfangnar af sér. "Allir leikskólarnir í bænum taka líka þátt í hátíðinni með því að skreyta stofnun eða fyrirtæki með verkum sínum. Hverjum leikskóla hefur verið úthlutað einu fyrirtæki eða stofnun til að skreyta, og það verður mjög skrautlegt að fara um bæinn." Í kvöld verður svo öllum boðið á tónleika í Hafnarborg þar sem karlakórinn Þrestir og Kvennakór Hafnarfjarðar taka sig saman og leyfa öllum að syngja með. Dagskrá Bjartra daga er birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðar, sem er hafnarfjordur.is Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Á Björtum dögum í ár eru um sextíu viðburðir, og það eru bæði viðburðir sem við höfum fóstrað og ýtt úr vör en líka er mjög mikið um listamenn sem hafa komið til okkar og viljað vera með," segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. Bjartir dagar eru lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar. Hátíðin hefst í dag, stendur í hálfa aðra viku með fjölbreytilegum menningarviðburðum á hverjum einasta degi og lýkur á Jónsmessukvöldi með heljarmikilli útiskemmtun í Hellisgerði. "Eins og í fyrra leggjum við sérstaka áherslu á að vera með menningu fyrir ungt fólk. Gamla bókasafnið kemur þar inn af miklum krafti með fjölmarga tónleika þar sem heyrast allar tegundir af tónlist, bæði popp, rokk, raf, metal, djass og klassík. Síðan stendur Gamla bókasafnið líka fyrir útitónleikum 22. júní." Setning Bjartra daga verður í dag klukkan tvö fyrir framan bókasafnið, það er að segja nýja safnið sem er á Strandgötu 1. Að setningu lokinni verða opnaðar sjö sýningar af ýmsum toga víða um bæinn. Þar á meðal má nefna sýningu í gamla Gúttó, Góðtemplarafélagshúsinu gamla, þar sem Góðtemplarareglan í Hafnarfirði ætlar meðal annars að setja upp stúkufund eins og þeir tíðkuðust hér áður fyrr. "Einnig verður í dag frumsýnd í Bæjarbíói ný íslensk kvikmynd sem heitir Konunglegt bros og er eftir Gunnar B. Guðmundsson. Hann er sá sami og gerði Karamellukvikmyndina og er mikil menningarsprauta hér í Hafnarfirði." Myndin fjallar um fjöltæknilistamanninn Friðrik Friðriksson, en fjöltæknilist hans felst í því að láta konur verða ástfangnar af sér. "Allir leikskólarnir í bænum taka líka þátt í hátíðinni með því að skreyta stofnun eða fyrirtæki með verkum sínum. Hverjum leikskóla hefur verið úthlutað einu fyrirtæki eða stofnun til að skreyta, og það verður mjög skrautlegt að fara um bæinn." Í kvöld verður svo öllum boðið á tónleika í Hafnarborg þar sem karlakórinn Þrestir og Kvennakór Hafnarfjarðar taka sig saman og leyfa öllum að syngja með. Dagskrá Bjartra daga er birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðar, sem er hafnarfjordur.is
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira