Hef verið latur að sýna á Íslandi 14. júní 2004 00:01 "Þetta er eins konar yfirlit yfir það sem ég hef veirð að fást við í myndlist frá upphafi, svona alveg frá því ég var ellefu ára gamall," segir Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, um stóra sýningu sem hann opnar í Hafnarhúsinu í kvöld. Á seinni árum hefur Þorvaldur verið þekktari sem rithöfundur hér á landi en myndlistarmaður, þótt upphaflega hafi hann lagt af stað sem myndlistarmaður. "Þetta er sýningin sem ég hefði átt að halda fyrir löngu, því ég hef verið latur við að sýna á Íslandi. En ég hef sýnt mjög mikið erlendis síðustu 14 til 15 árin," segir hann, og bætir því við að ástæðuna fyrir þessu misræmi sé líklega að finna í því að þar sem hann skrifar á íslensku liggi beint við að starfa hér á landi sem rithöfundur, en myndlistin sé hins vegar alþjóðlegt tungumál og því geti hann leyft sér að hafa stærri vettvang fyrir hana. "Við undirbúningsvinnuna að þessari sýningu komu í ljós, fyrir mig að minnsta kosti, skýrari tengingar milli myndlistarmannsins og rithöfundarins en ég hafði gert mér grein fyrir." Sýningin tekur yfir fimm sali í húsinu og Þorvaldur segist spenntur fyrir viðbrögðunum, ekki síst við nýju verki sem hann hefur unnið samstarfi við Icelandair. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Þetta er eins konar yfirlit yfir það sem ég hef veirð að fást við í myndlist frá upphafi, svona alveg frá því ég var ellefu ára gamall," segir Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, um stóra sýningu sem hann opnar í Hafnarhúsinu í kvöld. Á seinni árum hefur Þorvaldur verið þekktari sem rithöfundur hér á landi en myndlistarmaður, þótt upphaflega hafi hann lagt af stað sem myndlistarmaður. "Þetta er sýningin sem ég hefði átt að halda fyrir löngu, því ég hef verið latur við að sýna á Íslandi. En ég hef sýnt mjög mikið erlendis síðustu 14 til 15 árin," segir hann, og bætir því við að ástæðuna fyrir þessu misræmi sé líklega að finna í því að þar sem hann skrifar á íslensku liggi beint við að starfa hér á landi sem rithöfundur, en myndlistin sé hins vegar alþjóðlegt tungumál og því geti hann leyft sér að hafa stærri vettvang fyrir hana. "Við undirbúningsvinnuna að þessari sýningu komu í ljós, fyrir mig að minnsta kosti, skýrari tengingar milli myndlistarmannsins og rithöfundarins en ég hafði gert mér grein fyrir." Sýningin tekur yfir fimm sali í húsinu og Þorvaldur segist spenntur fyrir viðbrögðunum, ekki síst við nýju verki sem hann hefur unnið samstarfi við Icelandair.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira