Þrjár Tapas uppskriftir 14. júní 2004 00:01 Pan con tomate, ajo y jamón -- Brauð með tómati, hvítlauk og skinku Brauðsneiðar Hvítlaukur Tómatur Sneiðar af reyktri skinku Best er að pönnusteikja brauðið en einnig er hægt að rista það. Meðan það er enn heitt er hvítlauknum nuddað á það þangað til hvítlauksbragð kemur. Síðan er brauðinu nuddað upp úr hálfum tómatnum. Svo er saltað eftir smekki, en ekki of mikið, örlítið af olíu hellt yfir og loks er einni skinkusneið skellt á brauðsneiðina. Tortilla de patatas - Kartöflueggjakaka Kartöflur Einn laukur Fjögur egg Olía Salt Flysjaðu kartöflurnar og sneiddu þær í mjög þunnar sneiðar. Skerðu laukinn í mjög litla bita og bættu honum við kartöflurnar. Þessu er svo skellt á pönnu og steikt með mikilli olíu á lágum hita. Eftir steikinguna verður að ná allri olíu úr blöndunni. Hrærðu eggin í annarri skál og blandaðu þeim svo við kartöflublönduna. Láttu það vera í skálinni í nokkrar mínútur svo kartöflurnar nái að liggja vel í eggjunum. Hitaðu pönnu með einni teskeið af olíu og helltu blöndunni í pönnuna á lágum hita og leyfðu henni að hleypa. Síðan er henni snúið við á pönnunni og steikt í smá tíma og síðan sett beint á diskinn. Gambas al Pil Pil - Snarkandi rækjur Rækjur Paprika Hvítlaukur Chili pipar Olía Settu olíu, hvítlauk og chili piparinn í litla pönnu. Hafðu hita á þangað til pannan er orðin vel heit. Bættu rækjum og papriku við og eldaðu þangað til rækjurnar eru orðnar bleikar og þær farnar að snúa upp á sig. Berðu strax fram meðan rýkur enn úr réttinum með brauði til að hafa með sósunni. Matur Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Pan con tomate, ajo y jamón -- Brauð með tómati, hvítlauk og skinku Brauðsneiðar Hvítlaukur Tómatur Sneiðar af reyktri skinku Best er að pönnusteikja brauðið en einnig er hægt að rista það. Meðan það er enn heitt er hvítlauknum nuddað á það þangað til hvítlauksbragð kemur. Síðan er brauðinu nuddað upp úr hálfum tómatnum. Svo er saltað eftir smekki, en ekki of mikið, örlítið af olíu hellt yfir og loks er einni skinkusneið skellt á brauðsneiðina. Tortilla de patatas - Kartöflueggjakaka Kartöflur Einn laukur Fjögur egg Olía Salt Flysjaðu kartöflurnar og sneiddu þær í mjög þunnar sneiðar. Skerðu laukinn í mjög litla bita og bættu honum við kartöflurnar. Þessu er svo skellt á pönnu og steikt með mikilli olíu á lágum hita. Eftir steikinguna verður að ná allri olíu úr blöndunni. Hrærðu eggin í annarri skál og blandaðu þeim svo við kartöflublönduna. Láttu það vera í skálinni í nokkrar mínútur svo kartöflurnar nái að liggja vel í eggjunum. Hitaðu pönnu með einni teskeið af olíu og helltu blöndunni í pönnuna á lágum hita og leyfðu henni að hleypa. Síðan er henni snúið við á pönnunni og steikt í smá tíma og síðan sett beint á diskinn. Gambas al Pil Pil - Snarkandi rækjur Rækjur Paprika Hvítlaukur Chili pipar Olía Settu olíu, hvítlauk og chili piparinn í litla pönnu. Hafðu hita á þangað til pannan er orðin vel heit. Bættu rækjum og papriku við og eldaðu þangað til rækjurnar eru orðnar bleikar og þær farnar að snúa upp á sig. Berðu strax fram meðan rýkur enn úr réttinum með brauði til að hafa með sósunni.
Matur Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira