Hluti af þjóðarsálinni 14. júní 2004 00:01 Tapas er eitt af því sem einkennir spænska matargerð og hefur gert það í mörg hundruð ár. Orðið tapas þýðir í raun og veru að hylja en þetta eru smáréttir sem eru borðaðir á krám og veitingahúsum fyrir hádegismat og kvöldmat til að seðja sárasta hungrið. Ekki eru allir á eitt sáttir hvaðan tapas kemur og eru margar tilgátur til um uppruna þess. Sumir halda því fram að fyrsta tapasið hafi verið sneið af skinku sem var borin fram ofan á glasi af sérrí til að halda flugum úr sérríinu. Þá uppgötvuðu barþjónar að viðskiptavinirnir urðu svengri vegna seltu í skinkunni og þannig varð hefðin til. Aðrir segja að Alfonso tíundi, konungur Spánar, sem uppi var á 13. öld hafi þurft að fá sér matarbita með víni á milli máltíða vegna veikinda. Þegar Alfonso batnaði skipaði hann svo fyrir að vín væri aldrei borið á borð án matar. Enn aðrir halda því fram að bændur og verkamenn hafi þurft að fá sér smá matarbita á milli máltíða til að geta haldið út í vinnu og þannig hafi tapas orðið til en lengi má deila um hver hefur rétt fyrir sér. Tapas rekur uppruna sinn til Andalúsíu héraðs í Suður Spáni og er þar hægt að taka sem sjálfsagðan hlut að fá frítt tapas með drykk sem pantaður er. Á flestum öðrum stöðum þarf að borga fyrir tapas og er hægt að fá bæði heita og kalda rétti. Tapas getur verðið jafn einfaldur réttur og skál af ólívum og saltaðar kartöfluflögur og allt upp í matarmikilli rétti eins og ýmsa rækjurétti og fylltar kartöflur. Tapas er aðallega til þess að gefa maganum eitthvað annað en vín og bjór svo fólk verði ekki of hífað. Margir siðir fylgja þessari hefð og er það til dæmis regla í borginni Granada að henda servíettunni á gólfið á barnum ef þér líkar tapasinn sem þér er boðið. Tapas er hægt að finna á hvaða stað sem er á Spáni og sum önnur lönd hafa einnig tekið upp þennan sið. Tapas er aðallega félagslegur hlutur nú til dags og á milli máltíð skellir fólk sér á bar eða veitingastað til að hitta vini og kunningja til að rífast, spjalla eða jafnvel daðra og tapas er það sem heldur þeim gangandi. Að fara út og fá sér tapas er frábært tækifæri til að finna púlsinn á þjóðfélaginu og kynnast menningunni almennilega. Best er náttúrlega að fara á tapas rölt og rölta á milli margra staða. Bestu tapas barirnir eru í háskólabæjum og stærri borgum. Nú er sumrið heilsar er um að gera að halda veislu með suðrænni stemmingu. Góð hugmynd er að halda tapas partí. Réttirnir þurfa ekki að vera flóknir heldur bara nógu margir og fjölbreyttir. Bjóddu fólki upp á brauð með tómötum og hvítlauk, ekta spænska eggjaköku og brauð með hráskinku ásamt Sangriu og það fer enginn leiður heim. Matur Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Tapas er eitt af því sem einkennir spænska matargerð og hefur gert það í mörg hundruð ár. Orðið tapas þýðir í raun og veru að hylja en þetta eru smáréttir sem eru borðaðir á krám og veitingahúsum fyrir hádegismat og kvöldmat til að seðja sárasta hungrið. Ekki eru allir á eitt sáttir hvaðan tapas kemur og eru margar tilgátur til um uppruna þess. Sumir halda því fram að fyrsta tapasið hafi verið sneið af skinku sem var borin fram ofan á glasi af sérrí til að halda flugum úr sérríinu. Þá uppgötvuðu barþjónar að viðskiptavinirnir urðu svengri vegna seltu í skinkunni og þannig varð hefðin til. Aðrir segja að Alfonso tíundi, konungur Spánar, sem uppi var á 13. öld hafi þurft að fá sér matarbita með víni á milli máltíða vegna veikinda. Þegar Alfonso batnaði skipaði hann svo fyrir að vín væri aldrei borið á borð án matar. Enn aðrir halda því fram að bændur og verkamenn hafi þurft að fá sér smá matarbita á milli máltíða til að geta haldið út í vinnu og þannig hafi tapas orðið til en lengi má deila um hver hefur rétt fyrir sér. Tapas rekur uppruna sinn til Andalúsíu héraðs í Suður Spáni og er þar hægt að taka sem sjálfsagðan hlut að fá frítt tapas með drykk sem pantaður er. Á flestum öðrum stöðum þarf að borga fyrir tapas og er hægt að fá bæði heita og kalda rétti. Tapas getur verðið jafn einfaldur réttur og skál af ólívum og saltaðar kartöfluflögur og allt upp í matarmikilli rétti eins og ýmsa rækjurétti og fylltar kartöflur. Tapas er aðallega til þess að gefa maganum eitthvað annað en vín og bjór svo fólk verði ekki of hífað. Margir siðir fylgja þessari hefð og er það til dæmis regla í borginni Granada að henda servíettunni á gólfið á barnum ef þér líkar tapasinn sem þér er boðið. Tapas er hægt að finna á hvaða stað sem er á Spáni og sum önnur lönd hafa einnig tekið upp þennan sið. Tapas er aðallega félagslegur hlutur nú til dags og á milli máltíð skellir fólk sér á bar eða veitingastað til að hitta vini og kunningja til að rífast, spjalla eða jafnvel daðra og tapas er það sem heldur þeim gangandi. Að fara út og fá sér tapas er frábært tækifæri til að finna púlsinn á þjóðfélaginu og kynnast menningunni almennilega. Best er náttúrlega að fara á tapas rölt og rölta á milli margra staða. Bestu tapas barirnir eru í háskólabæjum og stærri borgum. Nú er sumrið heilsar er um að gera að halda veislu með suðrænni stemmingu. Góð hugmynd er að halda tapas partí. Réttirnir þurfa ekki að vera flóknir heldur bara nógu margir og fjölbreyttir. Bjóddu fólki upp á brauð með tómötum og hvítlauk, ekta spænska eggjaköku og brauð með hráskinku ásamt Sangriu og það fer enginn leiður heim.
Matur Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira