Draugur í Morgunblaðshúsinu 14. júní 2004 00:01 Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu. Nýja myndin er aftur á móti draugasaga sem gerist að miklu leyti í Morgunblaðshúsinu. "Þetta er íslensk draugasaga en það fer nú meira fyrir gamanseminni en hryllingi og spennu," segir Grímur í gegnum símann frá Prag þar sem hann er að klára tveggja ára nám í kvikmyndagerð. "Ég var sjálfur að vinna sem öryggisvörður í Morgunblaðinu. Þá sagði yfirmaður minn að ég þyrfti að fylgjast sérstaklega vel með mönnum sem ættu það til að vaða inn og rífa kjaft við ritstjórann. Þá varð til í höfðinu á mér persóna sem var föst í Kalda stríðinu. Hann heitir Hreggviður og honum finnst Mogginn vera orðinn allt of frjálslyndur og að blaðið hafi svikið sjónarmið öfgahægrimanna." Hreggviður svarar einum leiðara ritstjórans en deyr svo áður en greinin fær birtingu. Eftir að ritstjórinn fréttir af andláti Hreggviðs í lyftu Morgunblaðshússins telur hann best að birta ekki grein hans. Hreggviður var þó í lifanda lífi stríðsmaður Kalda stríðsins og eyddi ævi sinni í að berjast á móti kommúnismanum. Áður fyrr taldi hann ritstjórann til bandamanna en snérist svo gegn honum. "Hann gengur því aftur og vill fá greinina birta," útskýrir Grímur. "Hann byrjar að ásækja ritstjórann á heimili hans og svo blandast miðlar inn í spilið. Sú spurning vaknar upp um hvort þjóðin sé ekki að láta stjórnast af skoðunum sem heyra sögunni til þegar dauðir menn hafa enn áhrif á pólitík." Í myndinni heitir ritstjórinn Sturlaugur og er að söng Gríms blanda af þeim Styrmi Gunnarssyni og Matthíasi Jóhannessyni, er víst klæddur eins og Matthías en er með einkennandi gleraugu Styrmis á nefinu. "Menn geta lesið það sem þeir vilja úr þessu. Það er smá vinstrislikja í þessu, smá ádeila," viðurkennir Grímur að lokum sem fékk leyfi Hallgríms Geirssonar til þess að skjóta myndina í Morgunblaðshúsinu eftir að blaðamenn fóru heim á kvöldin. Myndin er sýnd í Háskólabíó. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir, Ívar Örn Sverrisson, Þorvarður Helgason og Þorsteinn Guðmundsson. Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu. Nýja myndin er aftur á móti draugasaga sem gerist að miklu leyti í Morgunblaðshúsinu. "Þetta er íslensk draugasaga en það fer nú meira fyrir gamanseminni en hryllingi og spennu," segir Grímur í gegnum símann frá Prag þar sem hann er að klára tveggja ára nám í kvikmyndagerð. "Ég var sjálfur að vinna sem öryggisvörður í Morgunblaðinu. Þá sagði yfirmaður minn að ég þyrfti að fylgjast sérstaklega vel með mönnum sem ættu það til að vaða inn og rífa kjaft við ritstjórann. Þá varð til í höfðinu á mér persóna sem var föst í Kalda stríðinu. Hann heitir Hreggviður og honum finnst Mogginn vera orðinn allt of frjálslyndur og að blaðið hafi svikið sjónarmið öfgahægrimanna." Hreggviður svarar einum leiðara ritstjórans en deyr svo áður en greinin fær birtingu. Eftir að ritstjórinn fréttir af andláti Hreggviðs í lyftu Morgunblaðshússins telur hann best að birta ekki grein hans. Hreggviður var þó í lifanda lífi stríðsmaður Kalda stríðsins og eyddi ævi sinni í að berjast á móti kommúnismanum. Áður fyrr taldi hann ritstjórann til bandamanna en snérist svo gegn honum. "Hann gengur því aftur og vill fá greinina birta," útskýrir Grímur. "Hann byrjar að ásækja ritstjórann á heimili hans og svo blandast miðlar inn í spilið. Sú spurning vaknar upp um hvort þjóðin sé ekki að láta stjórnast af skoðunum sem heyra sögunni til þegar dauðir menn hafa enn áhrif á pólitík." Í myndinni heitir ritstjórinn Sturlaugur og er að söng Gríms blanda af þeim Styrmi Gunnarssyni og Matthíasi Jóhannessyni, er víst klæddur eins og Matthías en er með einkennandi gleraugu Styrmis á nefinu. "Menn geta lesið það sem þeir vilja úr þessu. Það er smá vinstrislikja í þessu, smá ádeila," viðurkennir Grímur að lokum sem fékk leyfi Hallgríms Geirssonar til þess að skjóta myndina í Morgunblaðshúsinu eftir að blaðamenn fóru heim á kvöldin. Myndin er sýnd í Háskólabíó. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir, Ívar Örn Sverrisson, Þorvarður Helgason og Þorsteinn Guðmundsson.
Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira