Draugur í Morgunblaðshúsinu 14. júní 2004 00:01 Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu. Nýja myndin er aftur á móti draugasaga sem gerist að miklu leyti í Morgunblaðshúsinu. "Þetta er íslensk draugasaga en það fer nú meira fyrir gamanseminni en hryllingi og spennu," segir Grímur í gegnum símann frá Prag þar sem hann er að klára tveggja ára nám í kvikmyndagerð. "Ég var sjálfur að vinna sem öryggisvörður í Morgunblaðinu. Þá sagði yfirmaður minn að ég þyrfti að fylgjast sérstaklega vel með mönnum sem ættu það til að vaða inn og rífa kjaft við ritstjórann. Þá varð til í höfðinu á mér persóna sem var föst í Kalda stríðinu. Hann heitir Hreggviður og honum finnst Mogginn vera orðinn allt of frjálslyndur og að blaðið hafi svikið sjónarmið öfgahægrimanna." Hreggviður svarar einum leiðara ritstjórans en deyr svo áður en greinin fær birtingu. Eftir að ritstjórinn fréttir af andláti Hreggviðs í lyftu Morgunblaðshússins telur hann best að birta ekki grein hans. Hreggviður var þó í lifanda lífi stríðsmaður Kalda stríðsins og eyddi ævi sinni í að berjast á móti kommúnismanum. Áður fyrr taldi hann ritstjórann til bandamanna en snérist svo gegn honum. "Hann gengur því aftur og vill fá greinina birta," útskýrir Grímur. "Hann byrjar að ásækja ritstjórann á heimili hans og svo blandast miðlar inn í spilið. Sú spurning vaknar upp um hvort þjóðin sé ekki að láta stjórnast af skoðunum sem heyra sögunni til þegar dauðir menn hafa enn áhrif á pólitík." Í myndinni heitir ritstjórinn Sturlaugur og er að söng Gríms blanda af þeim Styrmi Gunnarssyni og Matthíasi Jóhannessyni, er víst klæddur eins og Matthías en er með einkennandi gleraugu Styrmis á nefinu. "Menn geta lesið það sem þeir vilja úr þessu. Það er smá vinstrislikja í þessu, smá ádeila," viðurkennir Grímur að lokum sem fékk leyfi Hallgríms Geirssonar til þess að skjóta myndina í Morgunblaðshúsinu eftir að blaðamenn fóru heim á kvöldin. Myndin er sýnd í Háskólabíó. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir, Ívar Örn Sverrisson, Þorvarður Helgason og Þorsteinn Guðmundsson. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu. Nýja myndin er aftur á móti draugasaga sem gerist að miklu leyti í Morgunblaðshúsinu. "Þetta er íslensk draugasaga en það fer nú meira fyrir gamanseminni en hryllingi og spennu," segir Grímur í gegnum símann frá Prag þar sem hann er að klára tveggja ára nám í kvikmyndagerð. "Ég var sjálfur að vinna sem öryggisvörður í Morgunblaðinu. Þá sagði yfirmaður minn að ég þyrfti að fylgjast sérstaklega vel með mönnum sem ættu það til að vaða inn og rífa kjaft við ritstjórann. Þá varð til í höfðinu á mér persóna sem var föst í Kalda stríðinu. Hann heitir Hreggviður og honum finnst Mogginn vera orðinn allt of frjálslyndur og að blaðið hafi svikið sjónarmið öfgahægrimanna." Hreggviður svarar einum leiðara ritstjórans en deyr svo áður en greinin fær birtingu. Eftir að ritstjórinn fréttir af andláti Hreggviðs í lyftu Morgunblaðshússins telur hann best að birta ekki grein hans. Hreggviður var þó í lifanda lífi stríðsmaður Kalda stríðsins og eyddi ævi sinni í að berjast á móti kommúnismanum. Áður fyrr taldi hann ritstjórann til bandamanna en snérist svo gegn honum. "Hann gengur því aftur og vill fá greinina birta," útskýrir Grímur. "Hann byrjar að ásækja ritstjórann á heimili hans og svo blandast miðlar inn í spilið. Sú spurning vaknar upp um hvort þjóðin sé ekki að láta stjórnast af skoðunum sem heyra sögunni til þegar dauðir menn hafa enn áhrif á pólitík." Í myndinni heitir ritstjórinn Sturlaugur og er að söng Gríms blanda af þeim Styrmi Gunnarssyni og Matthíasi Jóhannessyni, er víst klæddur eins og Matthías en er með einkennandi gleraugu Styrmis á nefinu. "Menn geta lesið það sem þeir vilja úr þessu. Það er smá vinstrislikja í þessu, smá ádeila," viðurkennir Grímur að lokum sem fékk leyfi Hallgríms Geirssonar til þess að skjóta myndina í Morgunblaðshúsinu eftir að blaðamenn fóru heim á kvöldin. Myndin er sýnd í Háskólabíó. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir, Ívar Örn Sverrisson, Þorvarður Helgason og Þorsteinn Guðmundsson.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira