Dansinn dunar á leiksviðinu 14. júní 2004 00:01 "Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu. Hún hefur ásamt Katrínu Ingvadóttur, dansara hjá Íslenska dansflokknum, skipulagt dansleikhúskeppni sem haldin er í annað sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Við höfum lengi haft áhuga á því að leggja saman krafta okkar, Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur, sem erum saman til húsa í Borgarleikhúsinu. Við erum í samstarfi til dæmis um Línu Langsokk og Chicago, en þetta er meira hugsað fyrir danshöfundana." Samkeppnin var auglýst í lok árs 2003 og í febrúar voru valdar níu hugmyndir til þátttöku í keppninni. Hvert verk má vera tíu mínútur að lengd. "Þessi tíu mínútna verk liggja vel við höggi bæði fyrir Dansflokkinn og Leikfélagið. Þetta er líka spennandi form að glíma við." Verkin í ár og höfundar þeirra eru eftirfarandi: "Dagur í frystihúsinu" er eftir Höllu Ólafsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur, "Sjá augu þín eins og mín, systir" er eftir þær Arnbjörgu Hlíf, Ólöfu Sigríði og Örnu Guðnýju Valsdætur, "Hamlett" nefnist verk eftir Berg Þór Ingólfsson, "Detached" er eftir Peter Anderson, "Flugur" eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, "Bravó elskan" eftir Birnu Hafsteni og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, "Augnablik" er eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, "X2" eftir Rebekku Austmann Ingimundardóttur og loks "Komið og dansið: A Found Object" eftir Stefán Jónsson og Jón Atla Jónasson. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru danshöfundarnir hreint ekki eingöngu fólk sem hefur hingað til verið þekkt fyrir dansfimi eða aðra þátttöku í danslistum af hvaða tagi sem er. "Þarna tekur þátt fólk sem kemur kannski meira úr leiklistaráttinni heldur en dansinum. Ég held að þessi keppni sé einmitt fínt tækifæri fyrir marga til að spreyta sig á þessu." Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu. Hún hefur ásamt Katrínu Ingvadóttur, dansara hjá Íslenska dansflokknum, skipulagt dansleikhúskeppni sem haldin er í annað sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Við höfum lengi haft áhuga á því að leggja saman krafta okkar, Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur, sem erum saman til húsa í Borgarleikhúsinu. Við erum í samstarfi til dæmis um Línu Langsokk og Chicago, en þetta er meira hugsað fyrir danshöfundana." Samkeppnin var auglýst í lok árs 2003 og í febrúar voru valdar níu hugmyndir til þátttöku í keppninni. Hvert verk má vera tíu mínútur að lengd. "Þessi tíu mínútna verk liggja vel við höggi bæði fyrir Dansflokkinn og Leikfélagið. Þetta er líka spennandi form að glíma við." Verkin í ár og höfundar þeirra eru eftirfarandi: "Dagur í frystihúsinu" er eftir Höllu Ólafsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur, "Sjá augu þín eins og mín, systir" er eftir þær Arnbjörgu Hlíf, Ólöfu Sigríði og Örnu Guðnýju Valsdætur, "Hamlett" nefnist verk eftir Berg Þór Ingólfsson, "Detached" er eftir Peter Anderson, "Flugur" eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, "Bravó elskan" eftir Birnu Hafsteni og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, "Augnablik" er eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, "X2" eftir Rebekku Austmann Ingimundardóttur og loks "Komið og dansið: A Found Object" eftir Stefán Jónsson og Jón Atla Jónasson. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru danshöfundarnir hreint ekki eingöngu fólk sem hefur hingað til verið þekkt fyrir dansfimi eða aðra þátttöku í danslistum af hvaða tagi sem er. "Þarna tekur þátt fólk sem kemur kannski meira úr leiklistaráttinni heldur en dansinum. Ég held að þessi keppni sé einmitt fínt tækifæri fyrir marga til að spreyta sig á þessu."
Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira