Dansa berfætt úti í garði 14. júní 2004 00:01 "Það er eitthvað við það þegar fólk kemur saman til að dansa og syngja allan daginn," segir leikarinn Björn Thors glaðbeittur þegar blaðamaður fær hann til að stíga út úr blómastemningunni í Austurbæ. Þar standa nú yfir æfingar á söngleiknum Hárinu þar sem Björn bregður sér í hlutverk eðaltöffarans Bergers. "Við vorum nokkrir listamenn sem vildum skapa okkar eigið tækifæri og vinna við eitthvað skemmtilegt í sumar," segir Björn en auk þess að leika í Hárinu er hann jafnframt einn af framleiðendum sýningarinnar. "Hárið er fantasöngleikur og í allri umræðunni um stríðið í heiminum og frelsi einstaklingsins töldum við að nú væri rétti tíminn til að setja verkið upp. Þetta er mikið sumarverk og við höfum tekið nokkrar æfingar úti í góða veðrinu í garðinum á bak við Austurbæ. Þar höfum við verið að hoppa um berfætt í fimleikaæfingum og hitinn og svitinn hjálpar okkur til að komast í rétta stemningu." Björn útskrifaðist sem leikari fyrir ári síðan og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikferillinn byrjar vel því Björn er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár. "Þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hafa leitt mig í gegnum þetta í rólegheitunum og sagt mér ýmsar skemmtilegar sögur úr leikhúsinu," segir Björn, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. "Ég hef verið að leika síðan ég var unglingur en í Græna landinu fannst mér ég allt í einu skynja hversu mikil áhrif leikhúsið getur haft út fyrir sviðið. Sýningin er gefandi en líka svolítið erfið og þarna upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að eiga langt í land með að koma mér út úr verkinu þegar framkallið er búið." Aðeins tvær sýningar eru eftir á Græna landinu í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með Birni Thors í framtíðinni ættu ekki að láta Hárið fram hjá sér fara í sumar en söngleikurinn sívinsæli verður frumsýndur þann 9. júlí í Austurbæ. Miðasalan hefst á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á mbl.is. Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Það er eitthvað við það þegar fólk kemur saman til að dansa og syngja allan daginn," segir leikarinn Björn Thors glaðbeittur þegar blaðamaður fær hann til að stíga út úr blómastemningunni í Austurbæ. Þar standa nú yfir æfingar á söngleiknum Hárinu þar sem Björn bregður sér í hlutverk eðaltöffarans Bergers. "Við vorum nokkrir listamenn sem vildum skapa okkar eigið tækifæri og vinna við eitthvað skemmtilegt í sumar," segir Björn en auk þess að leika í Hárinu er hann jafnframt einn af framleiðendum sýningarinnar. "Hárið er fantasöngleikur og í allri umræðunni um stríðið í heiminum og frelsi einstaklingsins töldum við að nú væri rétti tíminn til að setja verkið upp. Þetta er mikið sumarverk og við höfum tekið nokkrar æfingar úti í góða veðrinu í garðinum á bak við Austurbæ. Þar höfum við verið að hoppa um berfætt í fimleikaæfingum og hitinn og svitinn hjálpar okkur til að komast í rétta stemningu." Björn útskrifaðist sem leikari fyrir ári síðan og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikferillinn byrjar vel því Björn er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár. "Þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hafa leitt mig í gegnum þetta í rólegheitunum og sagt mér ýmsar skemmtilegar sögur úr leikhúsinu," segir Björn, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. "Ég hef verið að leika síðan ég var unglingur en í Græna landinu fannst mér ég allt í einu skynja hversu mikil áhrif leikhúsið getur haft út fyrir sviðið. Sýningin er gefandi en líka svolítið erfið og þarna upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að eiga langt í land með að koma mér út úr verkinu þegar framkallið er búið." Aðeins tvær sýningar eru eftir á Græna landinu í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með Birni Thors í framtíðinni ættu ekki að láta Hárið fram hjá sér fara í sumar en söngleikurinn sívinsæli verður frumsýndur þann 9. júlí í Austurbæ. Miðasalan hefst á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á mbl.is.
Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira