Hagvöxturinn á fleygiferð 12. júní 2004 00:01 Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs þessa árs mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hagvöxtur var þó svipaður á síðasta ársfjórðungi, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Verðbólga er einnig að aukast en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 á síðustu tólf mánuðum. Jafngildir það níu prósenta verðbólgu á ári. "Verðbólgan hefur farið á meira skrið en við reiknuðum með fyrr í vetur," segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Að sögn Birgis Ísleifs hafa vextir verið hækkaðir tvisvar síðastliðinn mánuð. "Við sögðum jafnframt að búast mætti við að bankinn hækkaði stýrivexti fljótlega aftur ef nýjar upplýsingar gæfu ekki vísbendingu um betri verðbólguhorfur." Birgir Ísleifur bendir á að hagvöxturinn sé einnig á mikilli fleygiferð. "Einkaneysla og fjárfestingar eru miklar þannig að það er bólga í öllum tölum enn sem komið er." Birgir Ísleifur á þó von á að heldur muni draga úr verðbólgu þegar líður á árið. "Við sjáum að tveir þriðju af þessari verðbólgu skýrast af tveimur þáttum, olíuverði og hækkun á húsnæðisverði," segir Birgir Ísleifur. "Olíuverð er þegar byrjað að lækka og vonandi heldur sú þróun áfram. Þá getur þessi mikla hækkun á húsnæðisverði staðið í einhverju sambandi við skipulagsbreytingar á lánum Íbúðalánasjóðs þannig að hugsanlegt er að meira jafnvægi komist á þann markað þegar frá líður. Gengið hefur einnig verið að hækka aðeins og það vinnur á móti verðbólgunni." Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs einkenndist af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum, segir í Hagtíðindum. Einkaneysla jókst um 8 prósent og fjárfesting talin hafa vaxið um 17 prósent milli ára. Greining Íslandsbanka telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku, þar sem á sama tímabili varð samdráttur í kaupmætti launa. Þrátt fyrir talsverða aukningu fjárfestinga segir greiningin vöxtinn nokkuð minni en mælst hafi á síðustu ársfjórðungum og bendir á að meginástæða vaxtarins sé fjárfesting í stóriðju. Þá hafi fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs þessa árs mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hagvöxtur var þó svipaður á síðasta ársfjórðungi, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Verðbólga er einnig að aukast en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 á síðustu tólf mánuðum. Jafngildir það níu prósenta verðbólgu á ári. "Verðbólgan hefur farið á meira skrið en við reiknuðum með fyrr í vetur," segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Að sögn Birgis Ísleifs hafa vextir verið hækkaðir tvisvar síðastliðinn mánuð. "Við sögðum jafnframt að búast mætti við að bankinn hækkaði stýrivexti fljótlega aftur ef nýjar upplýsingar gæfu ekki vísbendingu um betri verðbólguhorfur." Birgir Ísleifur bendir á að hagvöxturinn sé einnig á mikilli fleygiferð. "Einkaneysla og fjárfestingar eru miklar þannig að það er bólga í öllum tölum enn sem komið er." Birgir Ísleifur á þó von á að heldur muni draga úr verðbólgu þegar líður á árið. "Við sjáum að tveir þriðju af þessari verðbólgu skýrast af tveimur þáttum, olíuverði og hækkun á húsnæðisverði," segir Birgir Ísleifur. "Olíuverð er þegar byrjað að lækka og vonandi heldur sú þróun áfram. Þá getur þessi mikla hækkun á húsnæðisverði staðið í einhverju sambandi við skipulagsbreytingar á lánum Íbúðalánasjóðs þannig að hugsanlegt er að meira jafnvægi komist á þann markað þegar frá líður. Gengið hefur einnig verið að hækka aðeins og það vinnur á móti verðbólgunni." Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs einkenndist af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum, segir í Hagtíðindum. Einkaneysla jókst um 8 prósent og fjárfesting talin hafa vaxið um 17 prósent milli ára. Greining Íslandsbanka telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku, þar sem á sama tímabili varð samdráttur í kaupmætti launa. Þrátt fyrir talsverða aukningu fjárfestinga segir greiningin vöxtinn nokkuð minni en mælst hafi á síðustu ársfjórðungum og bendir á að meginástæða vaxtarins sé fjárfesting í stóriðju. Þá hafi fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira