Viðskipti

Taka flugið til Tyrk­lands

Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember.

Viðskipti innlent

Mikill fjöldi fyrir­tækja með ó­full­nægjandi netvarnir

Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir nýja Evróputilskipun um netöryggi setja ríkari skyldur á stjórnendur stofnanna og fyrirtækja að tryggja að fram fari áhættumat á netöryggi. Gert er ráð fyrir að innleiðingu ljúki á Íslandi 2026.  Hér á landi er talið að lítið sé vitað um fjölda netárása á ári. 

Viðskipti innlent

Alma til Pipars\TBWA

Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið Ölmu Finnbogadóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum, til starfa í samskipta- og almannatengsladeild stofunnar.

Viðskipti innlent

Loks opnað fyrir um­sóknir um hlutdeildarlán

Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum.

Viðskipti innlent

Indó lækkar líka vexti

Sparisjóðurinn Indó hefur ákveðið að lækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki vexti sína þegar Seðlabankinnn gerir það, alveg eins og það er eðlilegt að hækka vexti þegar stýrivextir hækka.

Viðskipti innlent

Ert þú á leið í fram­kvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja?

Framkvæmdaráðgjöf BYKO hefur verið starfrækt um fimm ára skeið en hún er samstarfsverkefni BYKO og Gísla Álfgeirssonar hjá Heildstæðri hönnun. Í framkvæmdaráðgjöfinni er Gísli viðskiptavinum BYKO innan handa frá upphafi framkvæmda og auðveldar þeim lífið með alhliða ráðgjöf og gagnlegum ráðum í tengslum við stórar sem smáar framkvæmdir heima fyrir eða í bústaðnum.

Samstarf