Viðskipti innlent

Til marks um hve mikil­vægt Iceland-málið er talið vera

Það að fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hlýði á munnlegan málflutning í deilu íslenskra yfirvaldra og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er talið til marks um hversu mikilvægt málið er talið vera. Vonast er til þess að niðurstaðan verði fordæmisgefandi.

Viðskipti innlent

Munu kynna verk­efnin á fjár­festa­degi StartUp SuperN­ova

Tíu teymi sem þátt hafa tekið í viðskiptahraðli Startup SuperNova munu kynna verkefni sín á sérstökum fjárfestadegi næstkomandi föstudag. Viðskiptahraðalinn stendur yfir í fimm vikur og er markmiðið að hraða framgangi þeirra fyrirtækja sem taka þátt og gera þau fjárfestingarhæf að hraðlinum loknum.

Viðskipti innlent

Fullnaðar­sigur Ís­lands í nammi­deilu við Dani

Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009.

Viðskipti innlent

Búast þurfi við sveiflum á eldsneytisverði eftir miklar lækkanir: „Það þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert“

Bensínverð hefur lækkað hratt hér á landi undanfarna mánuði en lítið svigrúm er til frekari lækkana að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Lítið þurfi til að verð breytist umtalsvert og ólíklegt að tímabil óvissu renni sitt skeið í bráð. Orkukreppa í Evrópu og stríðið í Úkraínu spili áfram hlutverk og ómögulegt að segja til um hvenær verðþróun fer aftur í eðlilegt horf. 

Viðskipti innlent

Eiríkur nýr samskiptastjóri Hugverkastofunnar

Eiríkur Sigurðsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Hann var áður forstöðumaður samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík. Eiríkur tekur við stöðu samskiptastjóra af Jóni Gunnarssyni sem hefur hafið störf við Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) í Alicante.

Viðskipti innlent

Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina

Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn.

Viðskipti innlent

Gestur tekur við af Rúnari hjá PCC BakkiSilicon

Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna og Elkem, hefur verið ráðinn nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi.

Viðskipti innlent

Mountain Dew í dósum snýr aftur

Mountain Dew í dósum er komið aftur í búðir eftir fimm ára fjarveru. Fyrstu dósirnar lentu í verslunum í vikunni og það er aldrei að vita hvort fleiri nýjungar séu væntanlegar á næstu mánuðum. 

Viðskipti innlent