Viðskipti innlent

Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi

Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu.

Viðskipti innlent

Rúmur þriðjungur beri illa skuldir sínar

Umtalsverðar skammtímaskuldir hafa safnast upp hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og í árslok 2020 voru þær allt að 25 milljarðar króna umfram það sem eðlilegt var. Erfitt getur reynst að vinna á þessum skuldum nema með frekari lántöku eða nýju eigin fé.

Viðskipti innlent

Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á

1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi.

Viðskipti innlent

Maskína og MMR verða að Maskínu

Maskína og MMR sameinast þann 1. janúar 2022 undir hatti Maskínu. Með sameiningunni verður til eitt öflugasta rannsóknarfyrirtæki landsins sem mun kappkosta að mæta gæðakröfum íslenskra fyrirtækja og stofnana, eins og segir í tilkynningu.

Viðskipti innlent

Vilja ekki fá alla til sín á gaml­árs­dag

Björgunarsveitirnar búast við góðri flugeldasölu í ár og hefur sala farið mjög vel af stað í desember. Vel gekk í fyrra og upplifa björgunarsveitarmenn aftur svipaða stemningu í samfélaginu nú þegar tveir stærstu söludagarnir eru fram undan.

Viðskipti innlent

Ís­lands­banki styttir opnunar­tíma

Frá og með áramótum opna flest útibú Íslandsbanka ekki fyrr en klukkan 10:00 og loka klukkan 16:00. Á Egilsstöðum og Ísafirði verður opið milli 11:00 og 15:00 og á Reyðarfirði í aðeins þrjá klukkutíma milli 12:00 og 15:00.

Viðskipti innlent

Milljarða tjón vegna saknæmrar háttsemi dómara

Íslenska ríkið og bandaríska flugvélaleigan ALC hafa verið dæmt til að greiða Isavia 2,5 milljarða króna í tengslum við deilu Isavia og ALC um yfirráð yfir flugvél flugfélagsins sáluga Wow air. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að dómari við Héraðsdóm Reykjanes hafi komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni.

Viðskipti innlent

Há­skólinn og FS kaupa Bænda­höllina fyrir 4,9 milljarða

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 

Viðskipti innlent

Skeljungur stefnir að sölu fast­eigna fyrir 8,8 milljarða

Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna.

Viðskipti innlent