
Viðskipti erlent

Náðarstundin nálgast hjá Chrysler
Chrysler-bílaverksmiðjurnar hafa nú aðeins þrjá daga til að ná samkomulagi við starfsfólk sitt og lánardrottna um hagræðingu sem nægir til að halda þeim á floti.

Milljarðamæringum Bretlands fækkar
Kreppan hefur gengið nokkuð á auðæfi ríkustu manna Bretlands samkvæmt árlegum lista yfir ríka þar í landi sem birt er í sunnudagsútgáfu Lundúnablaðsins Times í morgun.

Kolsvart ár í bókum Nomura
Nomura Holdings, umsvifamesta fjármálafyrirtæki Japans, tapaði 709,4 milljörðum jena, jafnvirði 950 milljarða íslenskra króna, í fyrra. Hrun á fjármálamörkuðum og kaup á þrotabúi bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í Asíu, Evrópu og Mið-Austurlöndum skömmu eftir þrot bankans í september brenndu gat í bækur fyrirtækisins.

Enn djúp kreppa í Bretlandi
Breska hagkerfið dróst saman um 1,9 prósent á fyrsta fjórungi ársins, samkvæmt gögnum bresku hagstofunnar. Niðurstaðan er 0,4 prósentustigum svartari en spáð var. Til samanburðar nam samdrátturinn 1,6 prósentum á síðasta fjórðungi í fyrra.

Hafa tapað 9 milljörðum á Debenhamshlutum
Reikna má með að HSBC bankinn hafi tapað um 9 milljörðum kr. á því að bíða ekki tæpan mánuð með að setja rúmlega 13% fyrrum hlut Baugs í Debenhams í sölu. Bankinn setti hlutinn í sölu síðustu mánaðarmót með verðmiðann 40-45 pens.

Chrysler hefur viku til að semja um kaup á Fiat
Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler hefur nú eina viku til að ná samningum um kaup á ítölsku Fiat-verksmiðjunum til að styrkja stöðu sína. Bandaríkjastjórn hefur veitt frest til mánaðamóta til að ganga frá kaupunum en verði ekki af þeim er hætt við að Chrysler glati opinberum styrkjum sínum sem haldið hafa verksmiðjunum gangandi síðan í fyrra.

Bretland ekki í jafnvægi fyrr en 2032
Skuldastaða Bretlands verður ekki komin í eðlilegt horf fyrr en árið 2032, eða eftir 23 ár. Þetta segja hagfræðingar bresku hagfræðistofnunarinnar IFS.

Halli á vöruskiptum í Japan
Halli var á vöruskiptum Japana í mars, sá fyrsti sem sést hefur þar í landi í 28 ár. Þrátt fyrir þetta voru vöruskipti jákvæð um ellefu milljarða jena í mánuðinum. Það jafngildir 14,6 milljörðum íslenskra króna.

Efnahagskerfi Rússa dregst saman
Rússar neyðast til að draga einkaneyslu og rússnesk stjórnvöld þurfa draga gríðarlega úr útgjöldum vegna rekstrar ríkisins. Þetta segir Alexei Kudrin, fjármálaráðherra landsins. Efnahagskerfi Rússlands dróst saman um 9,5% fyrstu þrjá mánuði ársins.

Samdrætti spáð í Þýskalandi
Von er á yfir 6% samdrætti í efnahagslífi Þýskalands ef spár helstu sérfræðinga og þýska fjármálaráðuneytisins ná fram að ganga. Talið er að samdrátturinn nái hámarki 2010. Þá er 10% atvinnuleysi spáð á sama tímabili.

Bresk stjórnvöld boða 50% hátekjuskatt
Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands boðaði 50% hátekjuskatt í framsöguræðu sinni um bresku fjárlögin í dag. Á skatturinn að aðstoða breska ríkið við að ná endum saman en lántaka ríkisins í kreppunni hefur slegið öll met.

Morgan Stanley eyðilagði uppgjörsveisluna
Eftir röð af góðum uppgjörum bandarísku stórbankanna í vikunni kom Morgan Stanley með sitt eftir fjórða ársfjóðung og eyðilagði veisluna.

Svörtustu fjárlög í sögu Breta
Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands kynnir í hádeginu svörtustu fjárlög sem Bretar hafa séð í mannsaldur eða meira.

Líknarsamtök fá helming af fé sínu úr Kaupþingi
Bresku barna líknarsamtökin Naomi House munu fá helming af þeim 5,7 milljónum punda sem þau áttu inn í Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi endurgreidd eða sem svarar til um 500 miljóna kr.

Yahoo boðar uppsagnir fimm prósenta
Hugbúnaðarfyrirtækið Yahoo hefur boðað uppsagnir sem nema fimm prósentum starfsmanna þess. Ástæða þessa er fyrst og fremst samdráttur í auglýsingatekjum á fyrsta fjórðungi ársins en auk uppsagnanna hyggjast stjórnendur fyrirtækisins draga úr rekstrarkostnaði eins og kostur er. Hlutabréf í Yahoo hækkuðu um 4,5 prósent þegar fréttir bárust af væntanlegum niðurskurðaraðgerðum.

Bankastjórar og stjórn FIH með 400 milljónir í laun
Laun bankastjóra og stjórnar FIH bankans í Danmörku námu 18,3 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða rúmlega 400 milljónum kr. Sem kunnugt er af fréttum er FIH nú í eigu íslenska ríkisins í gegnum veð sem Seðlabankinn tók í bankanum fyrir láni til Kaupþings skömmu áður en Kaupþing komst í þrot s.l. haust.

Verðmiði AGS á bankatapinu er 500.000 milljarðar
Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) mun tap bankanna í Vesturheimi í fjármálakreppunni nema um 4.000 milljörðum dollara eða vel rúmlega 500.000 milljörðum kr.

Samningur Bermúda og Norðurlandanna gleður OECD
Samningur Bermúda við Norðurlöndin, þar á meðal Íslands, um skipti á upplýsingum til að koma í veg fyrir skattsvik hefur vakið gleði hjá OECD. Samtökin segja að þetta sé enn eitt skrefið til að styrkja alþjóðlega viðleitni þeirra til að setja samræmda stefnu í þessu málum.

Moody´s dregur úr lánstraustinu hjá Buffet
Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunina hjá Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélagi auðjöfursins Warren Buffet, úr AAA og niður í AA2 eða um tvö þrep.

Rússar of blankir til að kaupa ný jakkaföt á Lenin
Fjármálakreppan hefur leikið Rússland svo grátt að stjórnvöld þar í landi hafa ekki lengur efni á nýjum jakkafötum handa Lenin þar sem hann liggur smurður í opinni líkkistu sinni við Rauða torgið.

Stýrivextir aldrei lægri í sögu Svíþjóðar
Seðlabanki Svíþjóðar hefur lækkað stýrivexti úr 1% og niður í 0,5%. Hafa stýrivextir aldrei verið lægri í sögu landsins. Og seðlabankastjórinn gerir ráð fyrir að hugsanlega muni þetta vaxtastig gilda allt fram til ársins 2011.

Íslensku bankarnir ollu mettapi norska tryggingarsjóðsins
Íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir, ollu því að tryggingarsjóður bankainnistæðna í Noregi skilaði mettapi á síðasta ári. Alls nam tap sjóðsins á árinu 1,8 milljörðum norskra kr. eða sem svarar til rúmlega 34 milljarða kr.

BBC segir yfirtöku Straums á West Ham ólíklega
Fram kemur í frétt á vefsíðu BBC í dag að ólíklegt þyki að Straumur muni yfirtaka fótboltafélagið West Ham sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar. Samkvæmt BBC komu tveir kaupendur að félaginu fram á sjónarsviðið um helgina. Annar er frá Miðausturlöndum og hinn frá Austurlöndum fjær.

Icelandair skrefi nær að eignast hlut í CSA
Icelandair komst skrefi nær því í dag að eignast hlut í tékkneska flugfélaginu Czech Airlines (CSA).

Hagnaður Bank of America langt yfir væntingum
Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins í dag. Hagnaður bankans reyndist vera langt yfir væntingum greinenda og sérfræðinga. Bankinn er sá fjórði af stórbönkum Bandaríkjanna sem skilar góðu uppgjöri það sem af er ári.

Fékk 270 milljónir í starfslok hjá Glitni/BN Bank í Noregi
Morten Björnsson sem lét af störfum hjá BN Bank, áður Glitni, í Noregi eftir áramótin fékk starfslokasamning upp á 14 milljónir norskra kr. eða um 270 milljónir kr.

Sveitarstjórnir fá innistæður til baka úr íslensku bönkunum
Breskar sveitarstjórnir og aðrir opinberir aðilar í Bretlandi sem áttu innistæður inn í íslensku bönkunum þegar þeir hrundu s.l. haust muni fá megnið af innistæðunum endurgreiddar. Í BBC segir að hugsanlega náist að endurgreiða allt að 90% af þessum innistæðum.

Brytinn Jeeves snýr aftur í netheima
Leitarvélin Ask.com hefur verið uppfærð og er brytinn Jeeves aftur snúinn til netheima. Jeeves, þekkt persóna úr sjónvarpsþáttunum Woster & Jeeves, var/er eitt af opinberum andlitum leitarvélarinnar.

Kreppan veldur uppsveiflu í reiðhjólasölu í Bretlandi
Ein af afleiðingum fjármálakreppunnar í Bretlandi er stóraukin sala á reiðhjólum þar í landi. Meðal þeirra sem njóta góðs af uppsveiflunni er Pashley Cycles sem fyrirtækið hefur framleitt reiðhjól í yfir 80 ár.

Exxon stærst bandarískra fyrirtækja á ný
Olíu- og gasframleiðandinn Exxon Mobil hefur endurheimt toppsætið á lista Fortune yfir 500 stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Verslunarkeðjunni Wal-Mart, sem vermt hefur fyrsta sætið síðasta árið, var velt úr sessi og skipar hún nú annað sætið.