Viðskipti erlent Magma: Tapaði rúmum 500 milljónum á síðasta ári Tap Magma Energy nam tæpum 4,5 milljónum dollara á síðasta rekstrarári félagsins (árið er júní til júní) eða rúmlega 500 milljónum kr. Af þessu tapi féllu tæplega 1,9 milljón dollara til á síðasta ársfjórðungi rekstrarársins. Viðskipti erlent 18.9.2009 13:40 Álverðið hefur hækkað um 100 dollara í vikunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um rúmlega 100 dollara í vikunni. Þessa stundina stendur verðið í 1.946 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga sem er helsta viðmiðunarverðið á þessum markaði. Viðskipti erlent 18.9.2009 12:52 Markaðsvirði Twitter orðið milljarður dollara Markaðsverðmæti félagslegu netsíðunnar Twitter er nú orðið einn milljarður dollara eða tæplega 124 milljarðar kr. Þetta þykir nokkuð gott í ljósi þess að Twitter er enn í sömu skrifstofum í San Francisco þar félagið hóf starfsemi sína 2006 og starfsfólkið telur ekki nema um 50 manns. Viðskipti erlent 18.9.2009 10:59 Adidas og Puma binda enda á 60 ára illdeilur Þýsku íþróttavörurisarnir Adidas og Puma hafa ákveðið að binda endi á 60 ára gamlar illdeilur milli fyrirtækjanna. Verður þetta gert með vinaleik í fótbolta milli starfsmannaliða þeirra. Viðskipti erlent 18.9.2009 09:55 deCODE fær aðvörun frá Nasdaq deCODE hefur aftur fengið aðvörun frá Nasdaq kauphöllinni í New York vegna þess að verð á hlutum í félaginu hefur verið undir lögboðnu lágmarki undanfarna 30 daga. Samkvæmt reglum Nasdaq má verð á hlut í félögum sem skráð eru á þessum markaði ekki vera undir einum dollara. Viðskipti erlent 18.9.2009 09:34 Skilnaður að baki nær fimmtu hverjum íbúðaviðskiptum Dana Ný könnun leiðir í ljós að rekja má nær fimmtung af öllum íbúðaviðskiptum í Danmörku til skilnaða. Þetta er veruleg aukning frá árinu 2006 þegar samskonar könnun leiddi í ljós að 10% viðskiptanna mátti rekja til skilnaða. Viðskipti erlent 18.9.2009 08:52 Breska FSA kannar sölu á JJB Sports hlutum til Kaupþings Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Viðskipti erlent 18.9.2009 08:46 Dönsk stjórnvöld kanna málssókn gegn eigin fjármálaeftirliti Ríkisstjórn Danmerkur er nú að kanna hvort hægt sé að hefja málsókn (tjenestemandssag) gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Ástæðan fyrir málsókinni er ábótavant eftirlit hins danska FME með Roskilde Bank sem varð gjaldþrota fyrr í ár. Viðskipti erlent 17.9.2009 14:16 Írskir skattgreiðendur fá 16.000 milljarða reikning Írskir skattgreiðendur verða að punga út 80 milljörðum punda eða um 16.000 milljörðum kr. til að bjarga bönkum landsins frá hruni. Þetta er upphæðin sem írsk stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir ónýt lán í bönkum landsins. Þessum lánum verður safnað saman í einn „slæman banka" sem verður fjármagnaður af ríkissjóði landsins. Viðskipti erlent 17.9.2009 10:30 French Connection skilar 2,6 milljarða tapi Breska verslunarkeðjan French Connection skilaði tapi upp á tæpar 13 milljónir punda, eða um 2,6 milljarða kr., fyrir skatta á sex mánaða tímabili sem lauk í endan á júlí. Tapið kemur þrátt fyrir nokkra söluaukningu eða um 4% hjá keðjunni á tímabilinu. Viðskipti erlent 17.9.2009 09:48 Metatvinnuleysi á Bretlandi Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið meira í 15 ár, eða frá árinu 1994. Fjöldi atvinnulausra Breta jókst um 210 þúsund í 2,47 milljonir á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta sýna tölur sem breska blaðið Telegraph hefur frá hagstofunni þar í landi. Viðskipti erlent 16.9.2009 11:20 Facebook skilar hagnaði í fyrsta sinn Mark Zuckerberg, hugmyndasmiðurinn að baki, nettengslasíðunnar Facebook tilkynnti nýlega að Facebook hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn frá því að síðan var sett upp árið 2004. Viðskipti erlent 16.9.2009 09:32 Vilja kaupa Karen Millen og Oasis af Kaupþingi Tískuvörurisinn Debenhams er nú sagður íhuga að fjárfesta í verslunarkeðjunum Karen Millen og Oasis sem nú eru í eigu Kaupþings en áður Baugs. Bloomberg segir frá þessu í kvöld en þetta er haft eftir innanbúðarmanni hjá Debenhams. Viðskipti erlent 15.9.2009 20:51 Enginn vildi dollara danska seðlabankans Danskir bankar höfðu vægast sagt lítinn áhuga á að bæta lausafjárstöðu sína með dollurum sem í boði voru hjá danska seðlabankanum, Nationalbanken, í dag. Viðskipti erlent 15.9.2009 15:45 Auður Evrópu orðinn meiri en Bandaríkjanna Bandaríkin eru ekki lengur heimili mesta auðs í heiminum. Evrópa hefur velt Bandaríkjamönnum úr sessi hvað þetta varðar. Auðæfi Bandaríkjanna hafa minnkað mest af öllum landsvæðum heimsins nú ári eftir fall Lehman Brothers. Viðskipti erlent 15.9.2009 15:01 Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á uppleið Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur á uppleið og hækkaði WTI léttolían um 0,8% á markaðinum í New York undir lokin í gærkvöldi. Stendur verðið í 69,4 dollurum fyrir opnun markaðarins í dag. Viðskipti erlent 15.9.2009 13:42 Unibrew lækkar: Stór eigandi úti að synda í Atlantshafi Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa átt tvo afleita daga í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Í gærdag lækkuðu hlutirnir um tæp 10% og í dag hafa þeir lækkað um rúm 6% í viðbót. Á börsen.dk segir að ástæðan séu áhyggjur af miklum skuldum Unibrew og því að einn stærsti eigandinn sé..."úti að synda í Atlantshafinu, nánar tiltekið á Íslandi." Viðskipti erlent 15.9.2009 11:26 House of Fraser hyggur á útrás frá Bretlandi Breska tískuverslunarkeðjan House of Fraser (HoF)hyggur nú á útrás frá Bretlandi og er að skipuleggja opnanir á nýjum verslunum í öðrum löndum. Samkvæmt frétt um málið í Retailweek er unnið að þessu samkvæmt þriggja ára áætlun sem eigandi HoF, Highland Group, hefur sett saman. Viðskipti erlent 15.9.2009 11:03 Líf fjárfestis með súludönsurum og kókaíni Hinn þrítugi Tetsuya Ishikawa varð sterkefnaður á því að versla með „eitraða" skuldabréfavafninga. Nú er hann skilinn við konu sína sem er fyrrverandi súludansari, tugmilljóna bónusgreiðslur og lúxusbílinn. Í staðinn hefur hann skrifað bók um reynslu sína sem meðábyrgur fyrir fjármálakreppunni. Viðskipti erlent 15.9.2009 10:15 Norski olíusjóðurinn fitnar í 50 þúsund milljarða Norski olíusjóðurinn heldur áfram að fitna og sína tölur að í ágúst náðu eignir hans verðmætinu rúmar 2.500 milljarðar norskra kr. eða rúmlega 50.000 milljarðar kr. Í ágúst einum nam eignaaukning sjóðsins 56 milljörðum norskra kr. eða vel yfir 1.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 15.9.2009 08:39 Japanski fjárfestirinn nátengdur stærsta kröfuhafa Glitnis Hajime Satomi einn af japönsku fjárfestunum sem vildi kaupa Glitni í vetur í gegnum félagið Satomi & Ogasawara partnership er nátengdur Sumitomo Mitsui bankanum sem aftur er einn af stærstu kröfuhöfum Glitnis. Viðskipti erlent 14.9.2009 15:31 Fjárfestagoðsögn: Varar við gjaldmiðlakreppu Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers varar nú við því að gjaldmiðlakreppa gæti verið í aðsigi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess orð lét Roges falla í viðtali á CNBC. Viðskipti erlent 14.9.2009 13:25 Lehman Brothers: Dagurinn þegar Wall Street hrundi Nú er að renna upp ársafmæli dagsins þegar Wall Street hrundi í kjölfar gjaldþrots fjárfestingabankans Lehman Brothers þann 15. september í fyrra. Gjaldþrotið var upphafið að verstu fjármálakreppu sem heimurinn hefur orðið fyrir síðustu 80 árin og raunar sér ekki enn fyrir endan á henni hjá fjölda þjóða. Viðskipti erlent 14.9.2009 11:37 Danske Bank: Kreppunni er lokið í Danmörku Hagfræðideild Danske Bank telur að kreppunni sé lokið í Danmörku. Deildin býst við miklum hagvexti í alþjóðlega hagkerfinu næstu sex til níu mánuði. Í Danmörku gerir deildin ráð fyrir töluverðum hagvexti á næstu ársfjórðungum. Viðskipti erlent 14.9.2009 10:19 Yfir 50 milljarða skuld eins og snara um háls Unibrew Skuldir sem nema yfir 2 milljörðum danskra kr. eða yfir 50 milljörðum kr. eru eins og snara um háls Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðja Danmerkur. Forstjórinn Henrik Brandt segir að það sé forgangsatriði í rekstrinum að draga úr þessum skuldum. Viðskipti erlent 14.9.2009 09:55 Segja björgunarpakkann hafa skapað yfir milljón störf Starfsmenn Hvíta hússins í Washington fullyrða að björgunarpakkinn sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrr á árinu hafi nú þegar skapað 1,1 milljón ný störf í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 13.9.2009 08:00 Heildarfjöldi gjaldþrota banka nálgast eitt hundrað Regluverðir í Bandaríkjunum lokuðu þremur bönkum þar í landi í gær, en alls hafa 92 bankar orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum það sem af er ári. Bankarnir eru staðsettir Illinois, Minnesota og Washington. Viðskipti erlent 12.9.2009 17:33 Obama beitir sér gegn kínverskum dekkjum Ráðamenn í Washington tilkynntu í gær um hækkun tolla á innflutt dekk frá Kína. Fá dæmi eru fyrir því að Bandaríkjamenn beiti fyrir sér sérstökum verndartollum til að vernda innlendra framleiðslu gegn kínverskri samkeppni. Viðskipti erlent 12.9.2009 15:51 Lufthansa: Flugliðar í þjóðbúninga og leðurhosur Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að halda upp á Októberhátíðina í 30.000 fetum. Í tilefni hennar munu flugliðar Lufthansa kasta búningum sínum og klæðast í þess stað suðurbæverska þjóðbúningum „dirndl" eða leðurhosum eftir því hvers kyns flugliðarnir eru. Viðskipti erlent 11.9.2009 14:06 Ellibylgjan: Yfir 40.000 Japanir eru 100 ára eða eldri Meðalaldur japönsku þjóðarinnar fer nú ört hækkandi og eru yfir 40.000 Japanir orðnir 100 ára og eldri. Hefur þessum aldurshópi fjölgað um 10% á einu ári. Viðskipti erlent 11.9.2009 13:08 « ‹ 290 291 292 293 294 295 296 297 298 … 334 ›
Magma: Tapaði rúmum 500 milljónum á síðasta ári Tap Magma Energy nam tæpum 4,5 milljónum dollara á síðasta rekstrarári félagsins (árið er júní til júní) eða rúmlega 500 milljónum kr. Af þessu tapi féllu tæplega 1,9 milljón dollara til á síðasta ársfjórðungi rekstrarársins. Viðskipti erlent 18.9.2009 13:40
Álverðið hefur hækkað um 100 dollara í vikunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um rúmlega 100 dollara í vikunni. Þessa stundina stendur verðið í 1.946 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga sem er helsta viðmiðunarverðið á þessum markaði. Viðskipti erlent 18.9.2009 12:52
Markaðsvirði Twitter orðið milljarður dollara Markaðsverðmæti félagslegu netsíðunnar Twitter er nú orðið einn milljarður dollara eða tæplega 124 milljarðar kr. Þetta þykir nokkuð gott í ljósi þess að Twitter er enn í sömu skrifstofum í San Francisco þar félagið hóf starfsemi sína 2006 og starfsfólkið telur ekki nema um 50 manns. Viðskipti erlent 18.9.2009 10:59
Adidas og Puma binda enda á 60 ára illdeilur Þýsku íþróttavörurisarnir Adidas og Puma hafa ákveðið að binda endi á 60 ára gamlar illdeilur milli fyrirtækjanna. Verður þetta gert með vinaleik í fótbolta milli starfsmannaliða þeirra. Viðskipti erlent 18.9.2009 09:55
deCODE fær aðvörun frá Nasdaq deCODE hefur aftur fengið aðvörun frá Nasdaq kauphöllinni í New York vegna þess að verð á hlutum í félaginu hefur verið undir lögboðnu lágmarki undanfarna 30 daga. Samkvæmt reglum Nasdaq má verð á hlut í félögum sem skráð eru á þessum markaði ekki vera undir einum dollara. Viðskipti erlent 18.9.2009 09:34
Skilnaður að baki nær fimmtu hverjum íbúðaviðskiptum Dana Ný könnun leiðir í ljós að rekja má nær fimmtung af öllum íbúðaviðskiptum í Danmörku til skilnaða. Þetta er veruleg aukning frá árinu 2006 þegar samskonar könnun leiddi í ljós að 10% viðskiptanna mátti rekja til skilnaða. Viðskipti erlent 18.9.2009 08:52
Breska FSA kannar sölu á JJB Sports hlutum til Kaupþings Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Viðskipti erlent 18.9.2009 08:46
Dönsk stjórnvöld kanna málssókn gegn eigin fjármálaeftirliti Ríkisstjórn Danmerkur er nú að kanna hvort hægt sé að hefja málsókn (tjenestemandssag) gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Ástæðan fyrir málsókinni er ábótavant eftirlit hins danska FME með Roskilde Bank sem varð gjaldþrota fyrr í ár. Viðskipti erlent 17.9.2009 14:16
Írskir skattgreiðendur fá 16.000 milljarða reikning Írskir skattgreiðendur verða að punga út 80 milljörðum punda eða um 16.000 milljörðum kr. til að bjarga bönkum landsins frá hruni. Þetta er upphæðin sem írsk stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir ónýt lán í bönkum landsins. Þessum lánum verður safnað saman í einn „slæman banka" sem verður fjármagnaður af ríkissjóði landsins. Viðskipti erlent 17.9.2009 10:30
French Connection skilar 2,6 milljarða tapi Breska verslunarkeðjan French Connection skilaði tapi upp á tæpar 13 milljónir punda, eða um 2,6 milljarða kr., fyrir skatta á sex mánaða tímabili sem lauk í endan á júlí. Tapið kemur þrátt fyrir nokkra söluaukningu eða um 4% hjá keðjunni á tímabilinu. Viðskipti erlent 17.9.2009 09:48
Metatvinnuleysi á Bretlandi Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið meira í 15 ár, eða frá árinu 1994. Fjöldi atvinnulausra Breta jókst um 210 þúsund í 2,47 milljonir á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta sýna tölur sem breska blaðið Telegraph hefur frá hagstofunni þar í landi. Viðskipti erlent 16.9.2009 11:20
Facebook skilar hagnaði í fyrsta sinn Mark Zuckerberg, hugmyndasmiðurinn að baki, nettengslasíðunnar Facebook tilkynnti nýlega að Facebook hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn frá því að síðan var sett upp árið 2004. Viðskipti erlent 16.9.2009 09:32
Vilja kaupa Karen Millen og Oasis af Kaupþingi Tískuvörurisinn Debenhams er nú sagður íhuga að fjárfesta í verslunarkeðjunum Karen Millen og Oasis sem nú eru í eigu Kaupþings en áður Baugs. Bloomberg segir frá þessu í kvöld en þetta er haft eftir innanbúðarmanni hjá Debenhams. Viðskipti erlent 15.9.2009 20:51
Enginn vildi dollara danska seðlabankans Danskir bankar höfðu vægast sagt lítinn áhuga á að bæta lausafjárstöðu sína með dollurum sem í boði voru hjá danska seðlabankanum, Nationalbanken, í dag. Viðskipti erlent 15.9.2009 15:45
Auður Evrópu orðinn meiri en Bandaríkjanna Bandaríkin eru ekki lengur heimili mesta auðs í heiminum. Evrópa hefur velt Bandaríkjamönnum úr sessi hvað þetta varðar. Auðæfi Bandaríkjanna hafa minnkað mest af öllum landsvæðum heimsins nú ári eftir fall Lehman Brothers. Viðskipti erlent 15.9.2009 15:01
Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á uppleið Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur á uppleið og hækkaði WTI léttolían um 0,8% á markaðinum í New York undir lokin í gærkvöldi. Stendur verðið í 69,4 dollurum fyrir opnun markaðarins í dag. Viðskipti erlent 15.9.2009 13:42
Unibrew lækkar: Stór eigandi úti að synda í Atlantshafi Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa átt tvo afleita daga í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Í gærdag lækkuðu hlutirnir um tæp 10% og í dag hafa þeir lækkað um rúm 6% í viðbót. Á börsen.dk segir að ástæðan séu áhyggjur af miklum skuldum Unibrew og því að einn stærsti eigandinn sé..."úti að synda í Atlantshafinu, nánar tiltekið á Íslandi." Viðskipti erlent 15.9.2009 11:26
House of Fraser hyggur á útrás frá Bretlandi Breska tískuverslunarkeðjan House of Fraser (HoF)hyggur nú á útrás frá Bretlandi og er að skipuleggja opnanir á nýjum verslunum í öðrum löndum. Samkvæmt frétt um málið í Retailweek er unnið að þessu samkvæmt þriggja ára áætlun sem eigandi HoF, Highland Group, hefur sett saman. Viðskipti erlent 15.9.2009 11:03
Líf fjárfestis með súludönsurum og kókaíni Hinn þrítugi Tetsuya Ishikawa varð sterkefnaður á því að versla með „eitraða" skuldabréfavafninga. Nú er hann skilinn við konu sína sem er fyrrverandi súludansari, tugmilljóna bónusgreiðslur og lúxusbílinn. Í staðinn hefur hann skrifað bók um reynslu sína sem meðábyrgur fyrir fjármálakreppunni. Viðskipti erlent 15.9.2009 10:15
Norski olíusjóðurinn fitnar í 50 þúsund milljarða Norski olíusjóðurinn heldur áfram að fitna og sína tölur að í ágúst náðu eignir hans verðmætinu rúmar 2.500 milljarðar norskra kr. eða rúmlega 50.000 milljarðar kr. Í ágúst einum nam eignaaukning sjóðsins 56 milljörðum norskra kr. eða vel yfir 1.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 15.9.2009 08:39
Japanski fjárfestirinn nátengdur stærsta kröfuhafa Glitnis Hajime Satomi einn af japönsku fjárfestunum sem vildi kaupa Glitni í vetur í gegnum félagið Satomi & Ogasawara partnership er nátengdur Sumitomo Mitsui bankanum sem aftur er einn af stærstu kröfuhöfum Glitnis. Viðskipti erlent 14.9.2009 15:31
Fjárfestagoðsögn: Varar við gjaldmiðlakreppu Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers varar nú við því að gjaldmiðlakreppa gæti verið í aðsigi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess orð lét Roges falla í viðtali á CNBC. Viðskipti erlent 14.9.2009 13:25
Lehman Brothers: Dagurinn þegar Wall Street hrundi Nú er að renna upp ársafmæli dagsins þegar Wall Street hrundi í kjölfar gjaldþrots fjárfestingabankans Lehman Brothers þann 15. september í fyrra. Gjaldþrotið var upphafið að verstu fjármálakreppu sem heimurinn hefur orðið fyrir síðustu 80 árin og raunar sér ekki enn fyrir endan á henni hjá fjölda þjóða. Viðskipti erlent 14.9.2009 11:37
Danske Bank: Kreppunni er lokið í Danmörku Hagfræðideild Danske Bank telur að kreppunni sé lokið í Danmörku. Deildin býst við miklum hagvexti í alþjóðlega hagkerfinu næstu sex til níu mánuði. Í Danmörku gerir deildin ráð fyrir töluverðum hagvexti á næstu ársfjórðungum. Viðskipti erlent 14.9.2009 10:19
Yfir 50 milljarða skuld eins og snara um háls Unibrew Skuldir sem nema yfir 2 milljörðum danskra kr. eða yfir 50 milljörðum kr. eru eins og snara um háls Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðja Danmerkur. Forstjórinn Henrik Brandt segir að það sé forgangsatriði í rekstrinum að draga úr þessum skuldum. Viðskipti erlent 14.9.2009 09:55
Segja björgunarpakkann hafa skapað yfir milljón störf Starfsmenn Hvíta hússins í Washington fullyrða að björgunarpakkinn sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrr á árinu hafi nú þegar skapað 1,1 milljón ný störf í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 13.9.2009 08:00
Heildarfjöldi gjaldþrota banka nálgast eitt hundrað Regluverðir í Bandaríkjunum lokuðu þremur bönkum þar í landi í gær, en alls hafa 92 bankar orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum það sem af er ári. Bankarnir eru staðsettir Illinois, Minnesota og Washington. Viðskipti erlent 12.9.2009 17:33
Obama beitir sér gegn kínverskum dekkjum Ráðamenn í Washington tilkynntu í gær um hækkun tolla á innflutt dekk frá Kína. Fá dæmi eru fyrir því að Bandaríkjamenn beiti fyrir sér sérstökum verndartollum til að vernda innlendra framleiðslu gegn kínverskri samkeppni. Viðskipti erlent 12.9.2009 15:51
Lufthansa: Flugliðar í þjóðbúninga og leðurhosur Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að halda upp á Októberhátíðina í 30.000 fetum. Í tilefni hennar munu flugliðar Lufthansa kasta búningum sínum og klæðast í þess stað suðurbæverska þjóðbúningum „dirndl" eða leðurhosum eftir því hvers kyns flugliðarnir eru. Viðskipti erlent 11.9.2009 14:06
Ellibylgjan: Yfir 40.000 Japanir eru 100 ára eða eldri Meðalaldur japönsku þjóðarinnar fer nú ört hækkandi og eru yfir 40.000 Japanir orðnir 100 ára og eldri. Hefur þessum aldurshópi fjölgað um 10% á einu ári. Viðskipti erlent 11.9.2009 13:08