Viðskipti erlent

Líf fjárfestis með súludönsurum og kókaíni

Hinn þrítugi Tetsuya Ishikawa varð sterkefnaður á því að versla með „eitraða" skuldabréfavafninga. Nú er hann skilinn við konu sína sem er fyrrverandi súludansari, tugmilljóna bónusgreiðslur og lúxusbílinn. Í staðinn hefur hann skrifað bók um reynslu sína sem meðábyrgur fyrir fjármálakreppunni.

Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn fitnar í 50 þúsund milljarða

Norski olíusjóðurinn heldur áfram að fitna og sína tölur að í ágúst náðu eignir hans verðmætinu rúmar 2.500 milljarðar norskra kr. eða rúmlega 50.000 milljarðar kr. Í ágúst einum nam eignaaukning sjóðsins 56 milljörðum norskra kr. eða vel yfir 1.000 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Lehman Brothers: Dagurinn þegar Wall Street hrundi

Nú er að renna upp ársafmæli dagsins þegar Wall Street hrundi í kjölfar gjaldþrots fjárfestingabankans Lehman Brothers þann 15. september í fyrra. Gjaldþrotið var upphafið að verstu fjármálakreppu sem heimurinn hefur orðið fyrir síðustu 80 árin og raunar sér ekki enn fyrir endan á henni hjá fjölda þjóða.

Viðskipti erlent

Danske Bank: Kreppunni er lokið í Danmörku

Hagfræðideild Danske Bank telur að kreppunni sé lokið í Danmörku. Deildin býst við miklum hagvexti í alþjóðlega hagkerfinu næstu sex til níu mánuði. Í Danmörku gerir deildin ráð fyrir töluverðum hagvexti á næstu ársfjórðungum.

Viðskipti erlent

Obama beitir sér gegn kínverskum dekkjum

Ráðamenn í Washington tilkynntu í gær um hækkun tolla á innflutt dekk frá Kína. Fá dæmi eru fyrir því að Bandaríkjamenn beiti fyrir sér sérstökum verndartollum til að vernda innlendra framleiðslu gegn kínverskri samkeppni.

Viðskipti erlent

Lufthansa: Flugliðar í þjóðbúninga og leðurhosur

Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að halda upp á Októberhátíðina í 30.000 fetum. Í tilefni hennar munu flugliðar Lufthansa kasta búningum sínum og klæðast í þess stað suðurbæverska þjóðbúningum „dirndl" eða leðurhosum eftir því hvers kyns flugliðarnir eru.

Viðskipti erlent

Auðugustu Danirnir hafa tapað 4.000 milljörðum

Fimmtíu auðugustu fjölskyldur og einstaklingar í Danmörku hafa tapað tæpum 170 milljörðum danskra kr. eða um 4.000 milljörðum kr. á einu ári. Verst hefur árið verið fyrir Mærsk fjölskylduna sem hefur tapað hátt í þriðjungi heildarupphæðarinnar.

Viðskipti erlent

Klámhundur selur svikin kreditkort á netinu

Vefsíðan MitMaster í Danmörku býður upp á Mastercard kreditkort með heimild upp á 600.000 kr. og þarf aðeins að greiða rúmar 20.000 kr. fyrir herlegheitin. En síðan er svik og þekktir svikahrappar standa á bakvið hana, þar á meðal klámmyndaframleiðandi sem áður hefur komist í sviðsljós danskra fjölmiðla.

Viðskipti erlent

Viðskiptafélagi Exista í lögreglurannsókn á Bretlandi

Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports.

Viðskipti erlent

Atvinnurekendur í Evrópu aðeins hóflega bjartsýnir

Þrátt fyrir að vísbendingar séu farnar að sjást í Evrópu um að kreppunni þar kunni brátt að ljúka eru evrópskir atvinnurekendur aðeins hóflega bjartsýnir á framtíðina. Áætlað er að efnahagur landa ESB dragist saman að meðaltali um 3,9% á þessu ári og hagvöxtur verði aðeins 0,7% á því næsta.

Viðskipti erlent

House of Fraser skilar góðum hagnaði

Tískuvöruverslunarkeðjan House of Fraser skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Danskir bankar fyrir utan FIH fá högg frá Moody's

Lánshæfisfyrirtækið Moody' s lækkaði lánshæfiseinkunnir og mat á fjárhagslegum styrk til lengri tíma hjá fjölda af dönskum bönkum í morgun. Athygli vekur að FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, heldur sinni einkunn í Baa3 með stöðugum langtímahorfum.

Viðskipti erlent

KPMG hættir störfum fyrir dótturfélag Baugs í Danmörku

Endurskoðendafyrirtækið KPMG hefur hætt störfum fyrir BG Denmark, dótturfélag Baugs þar í landi, skömmu áður en birta á ársreikninga félagsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu í dag og segir jafnframt að þetta dótturfélag geti orðið bitbein í uppgjörinu á þrotabúi Baugs.

Viðskipti erlent