Viðskipti erlent

Madoff eyðir útivistinni í félagskap mafíuforingja

Stórsvindlarinn Bernhard Madoff afplánar lífstíðardóm sinn í breiðum hópi glæpamanna en útivistinni innan múranna eyðir hann í félagsskap mafíuforingjans Carmine John Persisco Jr. sem er núverandi höfuð Colombio-fjölskyldunnar þrátt fyrir að sitja bakvið lás og slá.

Viðskipti erlent

Danske Bank upplifir írska martröð

Danske Bank hefur neyðst til þess að afskrifa írskar bankaeignir sínar um nokkra milljarða danskra kr., eða um 100 milljarða kr., það sem af er árinu. Danske Bank festi kaup á tveimur írskum bönkum árið 2005 þegar „Keltneski tígurinn" tók stökkið. Fyrir bankana borgaði Danske Bank sem svarar til 10,4 milljarða danskra kr.

Viðskipti erlent

Evrusvæðið réttir úr kútnum

Vöxtur var á þriðja ársfjórðungi á evrusvæðinu samkvæmt nýjum hagtölum. Hagvöxtur hjá þeim 16 löndum sem nota evru sem gjaldmiðil mældist 0,4 prósent á tímabilinu júlí til september en samdráttur var á sama svæði á tímabilinu Apríl til júní. Hagkerfi Þýskalands og Frakklands hafa nú sýnt vöxt síðastliðna tvo fjórðunga sem þykir staðfesta að tvö stærstu hagkerfi evrusvæðisins séu laus við samdráttinn.

Viðskipti erlent

Intermarket semur við Rothschild vegna kaupa á West Ham

Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið.

Viðskipti erlent

Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur

Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur er nú framundan en hún er auglýst á átta heilsíðum í viðskiptablaðinu Börsen. Um er að ræða 310 íbúðir í Ringsted en íbúðirnar eru hluti af þrotabúi Stones Invest. Meðal kröfuhafa í þrotabúið er Landic Property.

Viðskipti erlent

Fyrrum lögmaður SEC lék forstjóra íslensks vogunarsjóðs

Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr.

Viðskipti erlent

Þýskaland hnyklar útflutningsvöðvana

Útflutningur frá Þýskalandi jókst um 3,8% milli mánaðana ágúst og september í ár. Þetta er mun meiri aukning en sérfræðingar áttu von á og eru tölurnar túlkaðar sem ný teikn um aukinn vöxt í stærsta hagkerfi Evrópu.

Viðskipti erlent

AGS íhugar tryggingargjald á banka

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni.

Viðskipti erlent