Viðskipti erlent

Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir

Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku.

Viðskipti erlent

Actavis gæti reynt að kaupa Stada Arzneimittel

Töluverðar vangaveltur eru komnar upp í Þýskalandi um að Actavis og bandaríski lyfjarisinn Pfizer leggi fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada Arzneimittel. Eins og kunnugt er af fréttum í gær töpuðu Actavis og Pfizer baráttunni um Ratiopharm til Teva.

Viðskipti erlent

Teva bauð töluvert meir en Actavis í Ratiopharm

Stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins, Teva frá Ísrael, bauð talsvert hærra verð en Actavis fyrir þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt frétt á Bloomberg mun Teva verða tilkynnt sem hinn nýji eigandi Ratiopharm á blaðamannafundi eftir hádegið.

Viðskipti erlent

Fjárfestagoðsögn: Evran deyr og tvær bólur bresta

Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.

Viðskipti erlent

Actavis leggur fram lokatilboð í Ratiopharm

Actavis og Teva hafa verið beðin um að leggja fram lokatilboð sín í þýska samheitafyrirtækið Ratiopharm á morgun, fimmtudag, að því er heimildir Reuters herma. Hinsvegar mun bandaríski lyfjarisinn Pfizer leggja fram sitt lokatilboð í dag.

Viðskipti erlent

Lögmenn hagnast um 80 milljarða á Lehman Brothers

Tiltektin eftir fall Lehman Brothers í Bandaríkjunum hefur gefið lögmönnum 642 milljónir dollara eða um 80 milljarða kr. í aðra hönd. Alls hafa 28 lögmannstofur skrifað feita reikninga fyrir aðkomu sín að þrotabúinu frá haustinu 2008 að því er segir í frétt á CNN Money um málið.

Viðskipti erlent

Bensínlítrinn kominn yfir 11 krónur í Danmörku

Bensínlítrinn í Danmörku kostar nú ellefu danskar krónur. Það jafngildir 253 íslenskum krónum. Bensínið hefur þó áður verið hærra í Danmörku, en sumarið 2008 fór lítrinn í 12 krónur. Í upphafi níunda áratugar fór bensínverðið upp í 14 krónur.

Viðskipti erlent

Tveir horfa hýru auga til Manchester

Tveir hópar fjárfesta horfa hýru auga til enska knattspyrnufélagsins Manchester United. Áður hefur verið sagt frá áhuga Rauðu riddarann á því að kaupa félagið en nú lítur út fyrir að þeir hafi fengið samkeppni.

Viðskipti erlent