Viðskipti erlent

Nestlé í vandræðalegum slagsmálum á Facebook

Matvælarisinn Nestlé hefur hafnaði í vandræðalegum slagsmálum á Facebook eftir að Greenpeace ásakaði fyrirtækið fyrir að nota ósjálfbæra indónesíska pálmaolíu í afurðir sínar. Ásakanir Greenpeace voru aðeins upphafið að hamförum Nestlé í almannatengslum.

Viðskipti erlent

SFO íhugar rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), íhugar nú að hefja rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto. Kemur þetta í framhaldi af því að fjórir starfsmenn Rio Tinto í Kína hafa viðurkennt að hafa þegið mútur. Kínversk stjórnvöld eru stærsti viðskiptavinur Rio Tinto sem m.a. rekur álverið í Straumsvík.

Viðskipti erlent

Evran áfram undir grískum áhrifum

Evran heldur áfram að gefa eftir og er það Grikklandskrísan eftir sem áður sem ræður mestu þar um. Evran kostar þegar þetta er ritað (11:00) 1.351 dal. Evran hefur nú lækkað um 1,9% á síðustu fjórum viðskiptadögum.

Viðskipti erlent

Alcoa prófar nýja tækni til að virkja sólarorku

Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu.

Viðskipti erlent

Google gefur kínverskum stjórnvöldum fingurinn

Leitarvélin Google hefur ákveðið að hundsa reglur kínverskra stjórnvalda um ritskoðun. Hefur netumferð Kínverja um Google nú verið flutt yfir á netþjónabú í Hong Kong en reglurnar um ritskoðunina ná ekki þangað. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem að öllum líkindum munu henda Google alfarið út úr landinu.

Viðskipti erlent

Royal Greenland kaupir verksmiðju af Icelandic Seafood

Grænlenski útgerðar og fiskvinnslurisinn Royal Greenland (RG) hefur fest kaup á kavíarverksmiðjunni Westfalia-Strentz Gmbh í Cuxhaven af Icelandic Seafood. RG hefur séð verksmiðjunni fyrir grásleppuhrognum í fjölda ára en mun nú sjálft annast allan ferilinn frá veiðum til vinnslu og sölu kavíars að því er segir á vefsíðu RG.

Viðskipti erlent

Vangaveltur um að Pfizer losi Deutsche Bank við Actavis

Financial Times greinir frá því að bandaríski lyfjarisinn Pfizer gæti losað Deutsche Bank við höfuðverkinn Actavis. Þetta virðist upplagður samingur, Pfizer þarf að eignast samheitalyfjafyrirtæki og Deutsche Bank þarf að losna við um 4 milljarða evra sem bankinn lánaði Actavis þegar Björgólfur Thor Björgólfsson keypti félagið 2007.

Viðskipti erlent

Tölvuþrjótur græddi tugi milljóna á hlutabréfum

Rússneski tölvuþrjóturinn Valery Maltsev græddi um 30 milljónir kr. með því að „hakka“ sig inn í hlutabréfaviðskiptakerfið hjá Scotttrade og breyta þar kaupverðum á hlutabréfum. Scotttrade er stærsta vefsíða heimsins þar sem boðið er upp á hlutabréfaviðskipti.

Viðskipti erlent

Samdráttur í fiskútflutningi kemur við kaunin í Grimsby

Töluverður samdráttur í útflutningi íslenskra útgerða á ferskum fiski til Bretlands frá áramótum kemur nú við kaunin á fiskvinnslum í Grimsby. Blaðið Grimsby Telegraph greinir frá þessu og þar segir að höfuðorsökin liggi í 5% gjaldi á þennan útflutning sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra boðaði fyrr í vetur.

Viðskipti erlent

Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir

Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku.

Viðskipti erlent