Viðskipti erlent

Kína að taka fram úr Japan

Verg landsframleiðsla í Japan á öðrum ársfjórðungi var töluvert minni en búist var við, samkvæmt tölum úr japanska stjórnkerfinu. Landsframleiðslan jókst aðeins um 0,1 prósent á fjórðungnum og tæplega hálft prósent samtals það sem af er árinu.

Viðskipti erlent

Rússar banna útflutning á korni

Yfirvöld í Rússlandi hafa bannað allan útflutning á korni til ársloka. Þetta var ákveðið í kjölfar uppskerubrets vegna skógareldanna þar í landi. Áður höfðu yfirvöld bannað útflutning á hveiti, byggi og rúgi. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að bannið kemur til með að bitna helst á íbúum Mið-Austurlanda með hærra brauðverði en þangað selja Rússar megnið af uppskeru sinni.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum hækka enn

Atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum halda áfram að hækka. Í síðustu viku bættust við 2000 manns á atvinnuleysisskrá. Þá voru atvinnulausir alls 484 þúsund talsins og höfðu ekki verið hærri fleiri í hálft ár, eða síðan í febrúar. Hagfræðingar höfðu hins vegar búist við því að atvinnulausum myndi fækka og voru að gera sér vonir um að talan færi niður í 469 þúsund.

Viðskipti erlent

Honda innkallar bifreiðar

Honda bílaframleiðandinn hefur ákveðið að innkalla 197 þúsund Accord bifreiðar og 117 þúsund Civic bifreiðar auk 69 þúsund Element bifreiðar frá árunum 2003 og 2004 vegna gruns um framleiðslugalla í kveikjulás.

Viðskipti erlent

Danskir bankar hafa tapað 2.200 milljörðum

Danskir bankar hafa tapað 105 milljörðum danskra króna eða um 2.200 milljörðum króna í kreppunni frá því hún skall á árið 2008. Ef ekki hefði komið til aðstoð frá dönskum stjórnvöldum væri tap þessara banka þrefalt meira.

Viðskipti erlent

Náði samkomulagi við konuna sem hann áreitti

Fyrrum forstjóri Hewlett-Packard tölvuframleiðandans, Mark Hurd, hefur náð samkomulagi um greiðslu bóta til konu sem sakaði hann um kynferðislega áreitni. Ásökun konunnar varð til þess að Hurd lét af forstjórastarfi í fyrirtækinu eins og Vísir sagði frá í gær.

Viðskipti erlent

Hver farþegi skilar minni tekjum

Tekjur SAS flugfélagsins af hverjum farþega lækkuðu um 9% í júlí, samkvæmt nýjum tölum frá SAS. Norski viðskiptavefurinn e24 segir að þetta sé umtalsvert meira tap en flugfélagið hafði gert ráð fyrir.

Viðskipti erlent

Forstjóri HP hættir vegna ásakana um áreitni

Mark Hurd, forstjóri Hewlett-Packard tölvuframleiðandans, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að hann var ásakaður um að hafa áreitt konu kynferðislega. Konan var viðskiptavinur fyrirtækisins. Talsmenn Hewlett-Packard segja að stefnumörkun fyrirtækisins gegn kynferðilegri áreitni hefði ekki verið brotin. Hins vegar hefðu reglur fyrirtækisins um viðskiptasiðferði verið brotnar. Cathie Lesjak hefur verið ráðin forstjóri Hewlett-Packard til bráðabirgða.

Viðskipti erlent