Viðskipti erlent

EQT missti af lestinni í Pandóru veislunni dönsku

Hætt er við að stjórnendur sænska fjárfestingarsjóðsins EQT séu með rauð eyru þessa dagana. Danskir fjölmiðlar hafa rifjað það upp að árið 2008 hafði EQT nær lokið við að kaupa meirihlutann í skartgripaframleiðandanum Pandóru en hættu við á síðustu stundu. Í staðinn seldi EQT alla forvinnu sína við kaupin til fjárfestingarsjóðsins Axcel.

Viðskipti erlent

James Bond líklega að skipta um eiganda

Kvikmyndaverið Lions Gate hefur lagt fram tilboð í MGM en þess hefur lengi verið vænst að þessi tvö stærstu kvikmyndaver í Hollywood myndu sameinast. MGM á nú í miklum fjárhagserfiðleikum og rambar á barmi gjaldþrots.

Viðskipti erlent

Djörf hótelauglýsing veldur deilum í Noregi

Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna.

Viðskipti erlent

Nýtt tilboð flækir söluna á Liverpool

Auðmaður frá Singapore hefur lagt fram nýtt kauptilboð í enska úrvalsdeildarliðið Liverpool. Þetta flækir enn meir ruglingslega stöðuna í kringum söluna á liðinu en málið kemur til kasta breskra dómstóla í dag.

Viðskipti erlent

Gjöfum rignir yfir gulldrengina á Wall Street í ár

Aftur í ár eiga gulldrengir og stúlkur í bönkunum á Wall Street von á bónusum og launauppbótum sem slá munu metið í þessum aukasposlum sem sett var í fyrra. Samkvæmt úttekt Wall Street Journal mun bónusupphæðin í ár nema um 144 milljörðum dollara eða rúmum 16.000 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Eigendur Eik Banki meðal stærstu skuldara bankans

Í ljós er komið að eigendur Eik banki í Færeyjum eru í hópi stærstu skuldara bankans. Jafnframt er ljóst að þessar skuldir þarf að afskrifa að fullu. Í frétt í viðskiptablaðinu Börsen segir að skuldin í heild nemi rúmum 400 milljónum danskra kr. eða hátt í níu milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Risavaxinn niðurskurður framundan í Bretlandi

Breskur almenningur stendur frammi fyrir mesta niðurskurði í ríkisútgjöldum á undanförnum 80 árum. Skera á verulega niður í velferðarkerfinu og félagsþjónustunni, til varnarmála, menntamála og í fjárfestingum á vegum breska ríkisins.

Viðskipti erlent

AGS-fundi mistókst að stoppa gjaldmiðlastríð

Á fundi meðlima Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um, helgina mistókst að ná samkomulagi um að blása af gjaldmiðlastríð sem nú geysar í heiminum. Stríð fellst í því að ýmsar ríkisstjórnir hafa gripið til ráðstafana til að veikja gengi gjaldmiðla sinna svo hagkerfin heimafyrir séu samkeppnishæfari í alþjóðaviðskiptum.

Viðskipti erlent

Hafði betur gegn banka

Bandaríski leikarinn Larry Hagman hafði á dögunum betur í máli gegn bandaríska stórbankanum Citigroup, sem var dæmdur til að greiða leikaranum 1,1 milljón dala, jafnvirði 120 milljóna króna, í skaðabætur. Hagman, sem varð 79 ára fyrir mánuði, sló í gegn sem staðalskúrkurinn J.R. Ewing í sjónvarpsþættinum Dallas sem Sjónvarpið sýndi um árabil á níunda áratug síðustu aldar.

Viðskipti erlent

Spenna vegna gjaldmiðlastríðs

Þriggja daga sameiginlegur ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefst í Washington í dag, virðist ætla að markast af spennu vegna gjaldmiðlastríðs sem virðist vera í uppsiglingu.

Viðskipti erlent

200 milljarða tilboði í Iceland var hafnað

Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku lágvöruverðskeðjunnar Iceland Foods, gerði tilboð í fyrirtækið fyrir fjórum mánuðum upp á einn milljarð breskra punda, jafnvirði um tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Skilanefnd Landsbankans, sem fer með tæplega sjötíu prósenta hlut í Iceland Foods, leit ekki við því, samkvæmt staðfestum heimildum Fréttablaðsins.

Viðskipti erlent

Þarf að endurgreiða

Jerome Kerviel, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá franska bankanum Societé Generale, þarf að endur­greiða bankanum hvorki meira né minna en 4,9 milljarða evra, eða rétt tæplega 760 milljarða króna fyrir hlutdeild sína í fjársvika­myllu, sem er ein sú stærsta sem sögur fara af.

Viðskipti erlent