Viðskipti erlent Kemur seint í kapphlaupið Japanska tæknifyrirtækið Sony tilkynnti um helgina að það ætlaði að demba sér í slaginn um spjaldtölvurnar og setja tvær slíkar á markað í haust. Viðskipti erlent 27.4.2011 10:00 Besta afkoma í þrettán ár Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motor Company hagnaðist um 2,55 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 287 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er 22 prósenta aukning á milli ára og ein besta afkoma fyrirtækisins í þrettán ár. Viðskipti erlent 27.4.2011 00:00 SAAB í miklum vandræðum Bílaframleiðandinn SAAB er á barmi gjaldþrots og keppast stjórnendur nú við að selja eignir til þess að halda fyrirtækinu á floti. Framleiðsla hefur nær algjörlega stöðvast í aðalverksmiðju SAAB í Svíþjóð síðasta mánuðinn en um 2000 manns vinna í verksmiðjunni. Ástæða framleiðslustöðvunarinnar er sú að birgjar hafa ekki fengið greitt fyrir íhluti í bílana. Viðskipti erlent 26.4.2011 20:30 Kínverjar og Bandaríkjamenn ætla að funda um gjaldmiðlareglur Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa ákveðið að taka upp viðræður um reglur varðandi gengi á gjaldeyri. Viðskipti erlent 26.4.2011 07:49 Toyota gæti dottið niður í þriðja sætið Svo gæti farið að bílarisinn Toyota detti niður í þriðja sætið yfir stærstu bílaframleiðendur heimsins sökum hamfaranna í Japan. Toyota hefur síðustu ár verið stærsti framleiðandi heimsins en General Motors og Volkswagen gætu siglt fram úr þeim á þessu ári. Framleiðsla Toyota og annara japanskra framleiðenda hefur stórskaðast vegna jarðskjálftans þar í landi auk þess sem skemmdir á kjarnorkuverum landsins hafa orsakað orkuskort. Viðskipti erlent 25.4.2011 15:50 Verð á gulli og silfri í methæðum Verð á gulli og silfri fór í methæðir í morgun. Ástæðan er sú að bandaríkjadalur er að lækka og ófriður í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku ógnar stöðugleika. Viðskipti erlent 25.4.2011 11:55 Árlegur hagnaður Nintendo hrynur um 66% Árlegur hagnaður tölvuleikjarisans Nintendo hefur lækkað um 66% en er nú 77.6 milljarðar jena eða 106,5 milljarðar íslenskra króna samanborið við 314 milljarða króna hagnað fyrirtækisins á síðasta ári. Tapið má rekja til minnkandi sölu og sterkrar stöðu jensins. Viðskipti erlent 25.4.2011 10:48 Unnið alla helgina við að bjarga All Saints Æðstu stjórnendur All Saints tískuvöruverslunarinnar segja að þeir hafi fundið nýja fjárfesta inn í félagið. Nýju fjárfestarnir munu koma í veg fyrir að félagið fari í greiðslustöðvun. Þetta er fullyrt á vef Daily Mail. Viðskipti erlent 24.4.2011 22:25 Jaguar ætlar að fjölga um 1000 störf Jaguar verksmiðjurnar, sem er einn af stærstu bílaframleiðendum í Bretlandi, munu hugsanlega opna nýja verksmiðju á Bretlandi sem gætu skapað meira en 1000 störf. Fréttavefur Daily Telegraph segir að þetta gæti orðið vatn á myllu ríkisstjórnar Bretlands sem glímir við samdrátt í efnahagslífinu. Eftirspurn eftir Jagúar bifreiðum hefur aukist í Asíu. Auk Jagúar framleiða verksmiðjurnar jafnframt Land Rover bifreiðar. Líklegast er að nýja verksmiðjan verði í Bretlandi en einnig kemur til greina að hún verði á Indlandi. Viðskipti erlent 24.4.2011 15:24 Eðlileg framleiðsla í árslok Verulega hefur dregið úr framleiðslugetu japanska Toyota bílaframleiðandans vegna jarðskjálftanna og flóðbylgjunnar í Japan. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að framleiðslan verði komin í eðlilegt horf í nóvember eða desember. Vegna náttúruhörmunganna í Japan hafa framleiðendur ekki geta nálgast íhluti í bílana og það hefur valdið töf á framleiðslu. Viðskipti erlent 23.4.2011 10:15 Gullverð í hæstu hæðum Gullverð er nú í hæstu hæðum og fór únsan í rétt rúma 1500 dollara á mörkuðum í Asíu, eða tæpar 170 þúsund krónur og hefur aldrei verið dýrara. Áhyggjur manna af því að efnahagskreppan í heiminum dragist á langinn hefur gert gull og aðra góðmálma að fýsilegum fjárfestingarkosti. Viðskipti erlent 20.4.2011 14:05 Útflutningur frá Japan dregst saman vegna náttúruhamfaranna Áhrifin af jarðskjálftanum og flóðbylgjunni í Japan eru nú að koma í ljós í minnkandi útflutningi landsins. Útflutningur Japans í mars dróst saman um 2,2% miðað við sama mánuð í fyrra. Viðskipti erlent 20.4.2011 07:29 Verð á gulli komið yfir 1.500 dollara á únsuna Heimsmarkaðsverð á gulli er komið yfir 1.500 dollara á únsuna í fyrsta sinn í sögunni. Silfur hefur einnig hækkað mikið í verði. Viðskipti erlent 20.4.2011 07:28 Danir versla fyrir 220 milljarða í nágrannalöndunum Ný rannsókn leiðir í ljós að Danir versla nú fyrir nær 10 milljarða danskra króna, eða nær 220 milljarða króna í Svíþjóð og Þýskalandi á hverju ári. Viðskipti erlent 20.4.2011 07:26 Volkswagen kynnir nýja kynslóð af bjöllunni Volkswagen verksmiðjunar hafa kynnt nýja kynslóð af hinni sívinsælu bjöllu sinni. Viðskipti erlent 20.4.2011 07:14 Áætlun Íslands til fyrirmyndar Fleiri komu á vegum íslenskra stjórnvalda á vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington D.C. um nýliðna helgi en alla jafna koma frá stjórnvöldum annarra landa. Viðskipti erlent 20.4.2011 06:30 Bankarnir ausa út lánsfé Hagvöxtur jókst um 9,7 prósent í Kína á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er 0,1 prósentustigs samdráttur á milli ársfjórðunga og meiri vöxtur en gert var ráð fyrir. Á sama tíma hækkaði verðlag í kringum tíu prósent og keyrði verðbólgu upp. Hún mælist nú 5,4 prósent. Viðskipti erlent 20.4.2011 06:00 Lækkað lánshæfismat olli nokkurri ólgu Ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á mánudag um að lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna úr stöðugum horfum niður í neikvæðar olli verulegum usla á verðbréfamörkuðum víðs vegar um heim í gær. Viðskipti erlent 20.4.2011 05:00 Alcoa í viðræðum um álver í Norður-Noregi Nýjar olíu- og gaslindir, sem fundist hafa í Barentshafi, auka líkur á að bandaríska álfyrirtækið Alcoa reisi nýtt álver í Norður-Noregi. Álverið myndi nýta raforku sem framleidd yrði með gasi. Viðskipti erlent 19.4.2011 11:26 Standard & Poor´s veldur uppnámi á mörkuðum Matsfyrirtækið Standard & Poor´s olli miklu uppnámi á fjármálamörkuðum heimsins í gærdag þegar fyrirtækið ákvað að setja lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á neikvæðar horfur. Viðskipti erlent 19.4.2011 07:44 Stjórnendur Atlantic Fresh kaupa fyrirtækið Stjórnendur Atlantic Fresh, stærsta innflytjenda á íslenskum fiski til Humber svæðisins í Bretlandi, hafa keypt fyrirtækið. Viðskipti erlent 19.4.2011 07:23 S&P segir horfur í bandarísku efnahagslífi neikvæðar Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's. mun hugsanlega lækka lánshæfismat bandaríska ríkisins á næstunni.Ástæður þess eru einkum að S&P telur að demókratar og repúblikanar geti ekki komið sér saman um áætlun til þess að draga úr halla á ríkissjóði. S&P tilkynnti í dag að horfur í efnahagsbúskap bandaríkisins væru neikvæðar en höfðu verið góðar. Fréttastofa BBC segir að þetta geti þýtt að lánshæfismatið verði lækkað á næstu tveimur árum. Hlutabréf á WallStreet lækkuðu í dag eftir að tilkynningin frá S&P barst. Viðskipti erlent 18.4.2011 15:24 Candy bræðurnir selja dýrustu lúxusíbúð Bretlands Candy bræðurnir, fyrrum viðskiptafélagar Kaupþings, hafa selt það sem telst vera dýrasta lúxusíbúð í Bretlandi. Um er að ræða þakíbúð á þremur hæðum í One Hyde Park turnunum í London. Viðskipti erlent 18.4.2011 10:42 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði aðeins í morgun Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað aðeins í morgun eftir að olíumálaráðherra Saudi Arabíu sagði í gærdag að olíubirgðir heimsins væru nægar og raunar væri framboð af olíu of mikið á markaðinum. Viðskipti erlent 18.4.2011 07:43 Prentuðu þrjá milljarða frímerkja með rangri mynd Í ljós hefur komið að bandaríska póstþjónustan lét prent þrjá milljarða frímerkja með rangri mynd á. Viðskipti erlent 18.4.2011 07:13 Taka upp reglur sem mæla hugsanlega hættu af innlendum efnahagsstefnum Fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar G20 ríkjanna samþykktu á fundi sínum í Washington í gær að taka upp leiðbeinandi viðmiðunarreglur sem mæla hugsanlega hættu sem hagkerfum heimsins stafar af innlendum efnahagsstefnum. Viðskipti erlent 16.4.2011 12:09 Hagfræðingur: ESB óttast fjárhagsleg ragnarök Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins. Viðskipti erlent 15.4.2011 14:30 Rannsaka umfangsmestu fjársvik í sögu Danmerkur Danskur sérfræðingur í fjársvikamálum segist aldrei séð annað eins. Málið snýst um 24 ákærða einstaklinga, milljóna fjársvik hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum Danmerkur og eignaupptöku á þyrlu, vopnum og dýrum bílum. Viðskipti erlent 15.4.2011 13:40 Verðbólga heldur áfram að aukast á evrusvæðinu Samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,7% að meðaltali á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu. Er verðbólgan að aukast á svæðinu en í febrúar var hún 2,4%. Viðskipti erlent 15.4.2011 12:18 Economist: Írar vilja íslenska þjóðaratkvæðagreiðslu Vinstrimenn á Írlandi vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið þar í landi. Viðskipti erlent 15.4.2011 11:49 « ‹ 229 230 231 232 233 234 235 236 237 … 334 ›
Kemur seint í kapphlaupið Japanska tæknifyrirtækið Sony tilkynnti um helgina að það ætlaði að demba sér í slaginn um spjaldtölvurnar og setja tvær slíkar á markað í haust. Viðskipti erlent 27.4.2011 10:00
Besta afkoma í þrettán ár Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motor Company hagnaðist um 2,55 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 287 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er 22 prósenta aukning á milli ára og ein besta afkoma fyrirtækisins í þrettán ár. Viðskipti erlent 27.4.2011 00:00
SAAB í miklum vandræðum Bílaframleiðandinn SAAB er á barmi gjaldþrots og keppast stjórnendur nú við að selja eignir til þess að halda fyrirtækinu á floti. Framleiðsla hefur nær algjörlega stöðvast í aðalverksmiðju SAAB í Svíþjóð síðasta mánuðinn en um 2000 manns vinna í verksmiðjunni. Ástæða framleiðslustöðvunarinnar er sú að birgjar hafa ekki fengið greitt fyrir íhluti í bílana. Viðskipti erlent 26.4.2011 20:30
Kínverjar og Bandaríkjamenn ætla að funda um gjaldmiðlareglur Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa ákveðið að taka upp viðræður um reglur varðandi gengi á gjaldeyri. Viðskipti erlent 26.4.2011 07:49
Toyota gæti dottið niður í þriðja sætið Svo gæti farið að bílarisinn Toyota detti niður í þriðja sætið yfir stærstu bílaframleiðendur heimsins sökum hamfaranna í Japan. Toyota hefur síðustu ár verið stærsti framleiðandi heimsins en General Motors og Volkswagen gætu siglt fram úr þeim á þessu ári. Framleiðsla Toyota og annara japanskra framleiðenda hefur stórskaðast vegna jarðskjálftans þar í landi auk þess sem skemmdir á kjarnorkuverum landsins hafa orsakað orkuskort. Viðskipti erlent 25.4.2011 15:50
Verð á gulli og silfri í methæðum Verð á gulli og silfri fór í methæðir í morgun. Ástæðan er sú að bandaríkjadalur er að lækka og ófriður í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku ógnar stöðugleika. Viðskipti erlent 25.4.2011 11:55
Árlegur hagnaður Nintendo hrynur um 66% Árlegur hagnaður tölvuleikjarisans Nintendo hefur lækkað um 66% en er nú 77.6 milljarðar jena eða 106,5 milljarðar íslenskra króna samanborið við 314 milljarða króna hagnað fyrirtækisins á síðasta ári. Tapið má rekja til minnkandi sölu og sterkrar stöðu jensins. Viðskipti erlent 25.4.2011 10:48
Unnið alla helgina við að bjarga All Saints Æðstu stjórnendur All Saints tískuvöruverslunarinnar segja að þeir hafi fundið nýja fjárfesta inn í félagið. Nýju fjárfestarnir munu koma í veg fyrir að félagið fari í greiðslustöðvun. Þetta er fullyrt á vef Daily Mail. Viðskipti erlent 24.4.2011 22:25
Jaguar ætlar að fjölga um 1000 störf Jaguar verksmiðjurnar, sem er einn af stærstu bílaframleiðendum í Bretlandi, munu hugsanlega opna nýja verksmiðju á Bretlandi sem gætu skapað meira en 1000 störf. Fréttavefur Daily Telegraph segir að þetta gæti orðið vatn á myllu ríkisstjórnar Bretlands sem glímir við samdrátt í efnahagslífinu. Eftirspurn eftir Jagúar bifreiðum hefur aukist í Asíu. Auk Jagúar framleiða verksmiðjurnar jafnframt Land Rover bifreiðar. Líklegast er að nýja verksmiðjan verði í Bretlandi en einnig kemur til greina að hún verði á Indlandi. Viðskipti erlent 24.4.2011 15:24
Eðlileg framleiðsla í árslok Verulega hefur dregið úr framleiðslugetu japanska Toyota bílaframleiðandans vegna jarðskjálftanna og flóðbylgjunnar í Japan. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að framleiðslan verði komin í eðlilegt horf í nóvember eða desember. Vegna náttúruhörmunganna í Japan hafa framleiðendur ekki geta nálgast íhluti í bílana og það hefur valdið töf á framleiðslu. Viðskipti erlent 23.4.2011 10:15
Gullverð í hæstu hæðum Gullverð er nú í hæstu hæðum og fór únsan í rétt rúma 1500 dollara á mörkuðum í Asíu, eða tæpar 170 þúsund krónur og hefur aldrei verið dýrara. Áhyggjur manna af því að efnahagskreppan í heiminum dragist á langinn hefur gert gull og aðra góðmálma að fýsilegum fjárfestingarkosti. Viðskipti erlent 20.4.2011 14:05
Útflutningur frá Japan dregst saman vegna náttúruhamfaranna Áhrifin af jarðskjálftanum og flóðbylgjunni í Japan eru nú að koma í ljós í minnkandi útflutningi landsins. Útflutningur Japans í mars dróst saman um 2,2% miðað við sama mánuð í fyrra. Viðskipti erlent 20.4.2011 07:29
Verð á gulli komið yfir 1.500 dollara á únsuna Heimsmarkaðsverð á gulli er komið yfir 1.500 dollara á únsuna í fyrsta sinn í sögunni. Silfur hefur einnig hækkað mikið í verði. Viðskipti erlent 20.4.2011 07:28
Danir versla fyrir 220 milljarða í nágrannalöndunum Ný rannsókn leiðir í ljós að Danir versla nú fyrir nær 10 milljarða danskra króna, eða nær 220 milljarða króna í Svíþjóð og Þýskalandi á hverju ári. Viðskipti erlent 20.4.2011 07:26
Volkswagen kynnir nýja kynslóð af bjöllunni Volkswagen verksmiðjunar hafa kynnt nýja kynslóð af hinni sívinsælu bjöllu sinni. Viðskipti erlent 20.4.2011 07:14
Áætlun Íslands til fyrirmyndar Fleiri komu á vegum íslenskra stjórnvalda á vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington D.C. um nýliðna helgi en alla jafna koma frá stjórnvöldum annarra landa. Viðskipti erlent 20.4.2011 06:30
Bankarnir ausa út lánsfé Hagvöxtur jókst um 9,7 prósent í Kína á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er 0,1 prósentustigs samdráttur á milli ársfjórðunga og meiri vöxtur en gert var ráð fyrir. Á sama tíma hækkaði verðlag í kringum tíu prósent og keyrði verðbólgu upp. Hún mælist nú 5,4 prósent. Viðskipti erlent 20.4.2011 06:00
Lækkað lánshæfismat olli nokkurri ólgu Ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á mánudag um að lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna úr stöðugum horfum niður í neikvæðar olli verulegum usla á verðbréfamörkuðum víðs vegar um heim í gær. Viðskipti erlent 20.4.2011 05:00
Alcoa í viðræðum um álver í Norður-Noregi Nýjar olíu- og gaslindir, sem fundist hafa í Barentshafi, auka líkur á að bandaríska álfyrirtækið Alcoa reisi nýtt álver í Norður-Noregi. Álverið myndi nýta raforku sem framleidd yrði með gasi. Viðskipti erlent 19.4.2011 11:26
Standard & Poor´s veldur uppnámi á mörkuðum Matsfyrirtækið Standard & Poor´s olli miklu uppnámi á fjármálamörkuðum heimsins í gærdag þegar fyrirtækið ákvað að setja lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á neikvæðar horfur. Viðskipti erlent 19.4.2011 07:44
Stjórnendur Atlantic Fresh kaupa fyrirtækið Stjórnendur Atlantic Fresh, stærsta innflytjenda á íslenskum fiski til Humber svæðisins í Bretlandi, hafa keypt fyrirtækið. Viðskipti erlent 19.4.2011 07:23
S&P segir horfur í bandarísku efnahagslífi neikvæðar Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's. mun hugsanlega lækka lánshæfismat bandaríska ríkisins á næstunni.Ástæður þess eru einkum að S&P telur að demókratar og repúblikanar geti ekki komið sér saman um áætlun til þess að draga úr halla á ríkissjóði. S&P tilkynnti í dag að horfur í efnahagsbúskap bandaríkisins væru neikvæðar en höfðu verið góðar. Fréttastofa BBC segir að þetta geti þýtt að lánshæfismatið verði lækkað á næstu tveimur árum. Hlutabréf á WallStreet lækkuðu í dag eftir að tilkynningin frá S&P barst. Viðskipti erlent 18.4.2011 15:24
Candy bræðurnir selja dýrustu lúxusíbúð Bretlands Candy bræðurnir, fyrrum viðskiptafélagar Kaupþings, hafa selt það sem telst vera dýrasta lúxusíbúð í Bretlandi. Um er að ræða þakíbúð á þremur hæðum í One Hyde Park turnunum í London. Viðskipti erlent 18.4.2011 10:42
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði aðeins í morgun Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað aðeins í morgun eftir að olíumálaráðherra Saudi Arabíu sagði í gærdag að olíubirgðir heimsins væru nægar og raunar væri framboð af olíu of mikið á markaðinum. Viðskipti erlent 18.4.2011 07:43
Prentuðu þrjá milljarða frímerkja með rangri mynd Í ljós hefur komið að bandaríska póstþjónustan lét prent þrjá milljarða frímerkja með rangri mynd á. Viðskipti erlent 18.4.2011 07:13
Taka upp reglur sem mæla hugsanlega hættu af innlendum efnahagsstefnum Fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar G20 ríkjanna samþykktu á fundi sínum í Washington í gær að taka upp leiðbeinandi viðmiðunarreglur sem mæla hugsanlega hættu sem hagkerfum heimsins stafar af innlendum efnahagsstefnum. Viðskipti erlent 16.4.2011 12:09
Hagfræðingur: ESB óttast fjárhagsleg ragnarök Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins. Viðskipti erlent 15.4.2011 14:30
Rannsaka umfangsmestu fjársvik í sögu Danmerkur Danskur sérfræðingur í fjársvikamálum segist aldrei séð annað eins. Málið snýst um 24 ákærða einstaklinga, milljóna fjársvik hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum Danmerkur og eignaupptöku á þyrlu, vopnum og dýrum bílum. Viðskipti erlent 15.4.2011 13:40
Verðbólga heldur áfram að aukast á evrusvæðinu Samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,7% að meðaltali á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu. Er verðbólgan að aukast á svæðinu en í febrúar var hún 2,4%. Viðskipti erlent 15.4.2011 12:18
Economist: Írar vilja íslenska þjóðaratkvæðagreiðslu Vinstrimenn á Írlandi vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið þar í landi. Viðskipti erlent 15.4.2011 11:49