Viðskipti erlent Mittal er ríkasti maður Breta Stálauðjöfurinn Lakshmi Mittal er ríkasti maður á Bretlandi, samkvæmt lista blaðsins Sunday Times yfir breska auðjöfra sem birtur var um helgina. Ríkustu menn í Bretlandi hafa tapað verulegum hluta auðæva sinna í fjármálakreppunni. Viðskipti erlent 8.5.2011 12:15 40 bankar úr leik Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa svipt 40 banka í landinu starfsleyfi það sem af er ári. Engu að síður virðist færri bankastofnunum hafa verið lokað það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Á þessum tíma í fyrra hafði 68 bönkum nefnilega verið lokað. Viðskipti erlent 7.5.2011 23:03 Vextir á lánum Íra verða lækkaðir Vextir á lánum Evrópusambandsins til Íra verða lækkaðir, eftir því sem fullyrt er á fréttavef BBC. Írar borga 5,8% vexti af lánum sem samþykkt voru se neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, evruríkjunum og sérstökum sjóði sem tilheyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Óljóst er hversu mikil vaxtalækkunin yrði en BBC segir að 1% vaxtalækkun myndi spara Írum 400 milljónir evra í vaxtagreiðslur. Skriflegt samkomulag verður gert fyrir fund fjármálaráðherra Evrópusambandsins þann 17. maí næstkomandi. Viðskipti erlent 7.5.2011 14:59 Her Úkraníu selur árásarþyrlur á netinu Herinn í Úkraníu býr við svo mikið fjársvelti að yfirmenn hersins hafa gripið til þess ráð að selja árásarþyrlur sínar á netinu. Um er að ræða netsíðu sem líkist eBay. Viðskipti erlent 6.5.2011 09:30 Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hrapa eftir örstuttan viðsnúning snemma í morgun. Það sem af er degi hefur Brentolían lækkað um 3,7% og stendur í tæpum 107 dollurum á tunnuna. Bandaríska léttolían hefur lækkað um 3,3% og er komin niður í 96,50 dollara á tunnuna. Viðskipti erlent 6.5.2011 08:57 Álverðið tók tæplega 100 dollara dýfu Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði um tæpa 100 dollara á tonnið í gærdag og er það í takt við aðrar lækkanir á hrávörum þar sem verðið er bundið í dollurum. Viðskipti erlent 6.5.2011 07:19 Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi í gærkvöldi sem og verð á öðrum hrávörum. Verð á Brentolíunni lækkaði um 10% og fór niður fyrir 110 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían fór niður fyrir 100 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst síðan í mars s.l. Viðskipti erlent 6.5.2011 07:17 Búið að ganga frá sölunni á All Saints Búið er að ganga frá sölunni á tískuverslunarkeðjunni All Saints í Bretlandi. Kaupendurnir eru fjárfestingarsjóðirnir Lion Capital og Goode Partners. Seljendur eru skilanefndir Glitnis og Kaupþings en All Saints var áður í eigu Baugs. Viðskipti erlent 5.5.2011 10:21 Seðlabankar hækka stýrivexti bráðlega Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Viðskipti erlent 4.5.2011 16:00 Ný kynslóð af gulum leigubílum í New York Ný kynslóð hinna þekktu gulu leigubíla í New York borg kemur á götur borgarinnar árið 2013. Þeir verða framleiddir hjá Nissan bílaverksmiðjunum í Japan. Viðskipti erlent 4.5.2011 07:53 Samið um neyðarlán til Portúgal Stjórnvöld í Portúgal hafa náð samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðarlán upp á 78 milljarða evra eða um 13.000 milljarða króna. Viðskipti erlent 4.5.2011 07:47 Gífurleg fjölgun á langtímaatvinnuleysi í Danmörku Þrátt fyrir að aðeins hafi dregið úr atvinnuleysi í Danmörku í vor hefur fjöldi þeirra Dana sem glíma við langtímaatvinnuleysi aukist gífurlega. Viðskipti erlent 4.5.2011 07:29 Orðrómur um að Alcoa ætli að kaupa Rio Tinto Hlutabréf í Alcoa, móðurfélagi Fjarðaráls, hækkuðu töluvert í gærdag eftir að sá orðrómur komst á flot að Alcoa ætti í viðræðum um kaup á Rio Tinto, móðurfélagi álversins í Straumsvík. Viðskipti erlent 4.5.2011 07:20 Nauðungaruppboðum snarfækkar í Danmörku Nauðungaruppboðum á fasteignum snarfækkaði í apríl miðað við mánuðinn á undan. Fækkunin nemur 40% en alls voru 301 fasteign sett á nauðungaruppboð í apríl á móti 500 slíkum uppboðum í mars. Viðskipti erlent 3.5.2011 10:29 Fiðlan Lady Blunt sett á uppboð Lady Blunt, ein þekktasta Stradivarius fiðla heimsins, verður sett á uppboð í næsta mánuði en féið sem fæst fyrir hana mun renna í sjóð til styrktar fórnarlömbunum í náttúruhamförunum í Japan í mars síðastliðnum. Viðskipti erlent 3.5.2011 07:43 Grikkir lýsa yfir stríði gegn skattsvikum Fjármálaráðherra Grikklands hefur lýst yfir stríði á hendur skattsvikum í landinu. Ríkissjóður Grikklands er tómur og grísk stjórnvöld verða því að grípa til alllra hugsanlegra ráða til að afla sér fjármagns. Viðskipti erlent 3.5.2011 07:38 ESB reglur um að kröfuhafar taki á sig bankatap Nýjar reglur ESB um bankastarfsemi eiga að innihalda ákvæði um að kröfuhafar taki á sig tap af bankahruni. Þetta er skoðun Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu og formann nefndar ESB um fjármálalegan stöðugleika. Viðskipti erlent 2.5.2011 11:30 Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. Viðskipti erlent 2.5.2011 09:32 Atvinnuleysi og lítill hagvöxtur í Bandaríkjunum Hagvöxtur mældist 1,8 prósent í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins þar í landi. Viðskipti erlent 2.5.2011 04:00 Samningar um endurfjármögnun All Saints á lokastigi Samningar um endurfjármögnun tískuvöruverslunarkeðjunnar All Saints er nú á lokastigi en fyrirtækið hefur glímt við rekstrarerfiðleika undanfarið. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu. Viðskipti erlent 30.4.2011 10:07 Dópsalar tapa tugum milljóna á dag Danskir dópsalar tapa nú tugum milljóna kr. á hverjum degi þar sem Kristjanía í Kaupmannahöfn er lokuð og hefur verið svo undanfarna þrjá daga. Það eru íbúar Kristjaníu sem hafa sjálfir lokað staðnum en lokunin er mótmæli gegn áformum stjórnvalda um að gera Kristjaníu að venjulegu íbúðahverfi. Viðskipti erlent 29.4.2011 13:17 Dollarinn heldur áfram að veikjast Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Viðskipti erlent 29.4.2011 11:39 Milljón manns sóttu um vinnu á McDonalds Alls sóttu milljón manns um 50.000 laus störf hjá hamborgarakeðjunni McDonalds í apríl mánuði. Raunar voru 62.000 manns ráðnir eða um 24% fleiri en upphaflega var gert ráð fyrir. 938.000 manns máttu hinsvegar sjá á eftir starfi hjá keðjunni. Viðskipti erlent 29.4.2011 10:55 Verðhækkanir á kaffi gætu farið úr böndunum Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á heimsmarkaðinum og nú lítur út fyrir að þær gætu farið úr böndunum. Mikið úrhelli í Brasilíu og Kólombíu ásamt hættu á frosti í Brasilíu valda því að kaffibaunir gætu hækkað um 40%. Viðskipti erlent 29.4.2011 09:45 Deutsche Bank tapaði 9 milljörðum á Actavis Deutsche Bank bókfærði 55 milljón evra eða um 9 milljarða kr. tap vegna Actavis á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar um uppgjör Deutsch Bank fyrir ársfjórðunginn sem reyndist töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Viðskipti erlent 29.4.2011 08:31 Hefja olíuleit við Jan Mayen í sumar Norðmenn munu hefja olíuleit við Jan Mayen í sumar. Leitin hefst þann 10. júní n.k. og mun standa yfir í að minnsta kosti þrjá mánuði. Viðskipti erlent 29.4.2011 08:16 Hvetur til meiri olíuframleiðslu Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Sádi-Arabíu og önnur olíuframleiðsluríki til þess að herða olíuframleiðslu sína vegna þeirrar óvissu og samdráttar í framleiðslu sem orðið hefur vegna Líbíustríðsins og ólgunnar víðar í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum undanfarið. Viðskipti erlent 28.4.2011 07:00 Fátækum gæti fjölgað í álfunni Hætt er við að hækkun á verði matvæla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Viðskipti erlent 28.4.2011 04:00 Endurreisnin eftir hrun verður dýrkeypt Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s, S&P, segir að endurrreisnarstarf í Japan eftir náttúruhamfarir og kjarnorkuslys fyrir rúmum mánuði verði svo kostnaðarsamt að það kunni að hafa neikvæð áhrif á ríkisreksturinn. Viðskipti erlent 28.4.2011 02:00 Stærsti gullforðinn er í Sviss - miðað við mannfjölda Gullverð er í hæstu hæðum þessa dagana og kemur það sér vel fyrir þau lönd sem hafa verið dugleg við að safna í forðann. Tímaritið The Economist hefur tekið saman töflu yfir þau lönd sem eiga mest af gulli miðað við hvert mannsbarn. Sviss trónir á toppi listans en forðinn þar nemur rúmum sex þúsund dollurum á hvert mannsbarn, eða um 670 þúsund krónum. Það nemur um fjórum únsum á hvert mannsbarn. Heildar gullforði Svisslendinga nemur rúmum þúsund tonnum. Líbanon fylgir í kjölfarið þegar hlutfallslegur forði er mældur og Þjóðverjar eru í þriðja sæti. Viðskipti erlent 27.4.2011 21:33 « ‹ 228 229 230 231 232 233 234 235 236 … 334 ›
Mittal er ríkasti maður Breta Stálauðjöfurinn Lakshmi Mittal er ríkasti maður á Bretlandi, samkvæmt lista blaðsins Sunday Times yfir breska auðjöfra sem birtur var um helgina. Ríkustu menn í Bretlandi hafa tapað verulegum hluta auðæva sinna í fjármálakreppunni. Viðskipti erlent 8.5.2011 12:15
40 bankar úr leik Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa svipt 40 banka í landinu starfsleyfi það sem af er ári. Engu að síður virðist færri bankastofnunum hafa verið lokað það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Á þessum tíma í fyrra hafði 68 bönkum nefnilega verið lokað. Viðskipti erlent 7.5.2011 23:03
Vextir á lánum Íra verða lækkaðir Vextir á lánum Evrópusambandsins til Íra verða lækkaðir, eftir því sem fullyrt er á fréttavef BBC. Írar borga 5,8% vexti af lánum sem samþykkt voru se neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, evruríkjunum og sérstökum sjóði sem tilheyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Óljóst er hversu mikil vaxtalækkunin yrði en BBC segir að 1% vaxtalækkun myndi spara Írum 400 milljónir evra í vaxtagreiðslur. Skriflegt samkomulag verður gert fyrir fund fjármálaráðherra Evrópusambandsins þann 17. maí næstkomandi. Viðskipti erlent 7.5.2011 14:59
Her Úkraníu selur árásarþyrlur á netinu Herinn í Úkraníu býr við svo mikið fjársvelti að yfirmenn hersins hafa gripið til þess ráð að selja árásarþyrlur sínar á netinu. Um er að ræða netsíðu sem líkist eBay. Viðskipti erlent 6.5.2011 09:30
Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hrapa eftir örstuttan viðsnúning snemma í morgun. Það sem af er degi hefur Brentolían lækkað um 3,7% og stendur í tæpum 107 dollurum á tunnuna. Bandaríska léttolían hefur lækkað um 3,3% og er komin niður í 96,50 dollara á tunnuna. Viðskipti erlent 6.5.2011 08:57
Álverðið tók tæplega 100 dollara dýfu Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði um tæpa 100 dollara á tonnið í gærdag og er það í takt við aðrar lækkanir á hrávörum þar sem verðið er bundið í dollurum. Viðskipti erlent 6.5.2011 07:19
Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi í gærkvöldi sem og verð á öðrum hrávörum. Verð á Brentolíunni lækkaði um 10% og fór niður fyrir 110 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían fór niður fyrir 100 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst síðan í mars s.l. Viðskipti erlent 6.5.2011 07:17
Búið að ganga frá sölunni á All Saints Búið er að ganga frá sölunni á tískuverslunarkeðjunni All Saints í Bretlandi. Kaupendurnir eru fjárfestingarsjóðirnir Lion Capital og Goode Partners. Seljendur eru skilanefndir Glitnis og Kaupþings en All Saints var áður í eigu Baugs. Viðskipti erlent 5.5.2011 10:21
Seðlabankar hækka stýrivexti bráðlega Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Viðskipti erlent 4.5.2011 16:00
Ný kynslóð af gulum leigubílum í New York Ný kynslóð hinna þekktu gulu leigubíla í New York borg kemur á götur borgarinnar árið 2013. Þeir verða framleiddir hjá Nissan bílaverksmiðjunum í Japan. Viðskipti erlent 4.5.2011 07:53
Samið um neyðarlán til Portúgal Stjórnvöld í Portúgal hafa náð samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðarlán upp á 78 milljarða evra eða um 13.000 milljarða króna. Viðskipti erlent 4.5.2011 07:47
Gífurleg fjölgun á langtímaatvinnuleysi í Danmörku Þrátt fyrir að aðeins hafi dregið úr atvinnuleysi í Danmörku í vor hefur fjöldi þeirra Dana sem glíma við langtímaatvinnuleysi aukist gífurlega. Viðskipti erlent 4.5.2011 07:29
Orðrómur um að Alcoa ætli að kaupa Rio Tinto Hlutabréf í Alcoa, móðurfélagi Fjarðaráls, hækkuðu töluvert í gærdag eftir að sá orðrómur komst á flot að Alcoa ætti í viðræðum um kaup á Rio Tinto, móðurfélagi álversins í Straumsvík. Viðskipti erlent 4.5.2011 07:20
Nauðungaruppboðum snarfækkar í Danmörku Nauðungaruppboðum á fasteignum snarfækkaði í apríl miðað við mánuðinn á undan. Fækkunin nemur 40% en alls voru 301 fasteign sett á nauðungaruppboð í apríl á móti 500 slíkum uppboðum í mars. Viðskipti erlent 3.5.2011 10:29
Fiðlan Lady Blunt sett á uppboð Lady Blunt, ein þekktasta Stradivarius fiðla heimsins, verður sett á uppboð í næsta mánuði en féið sem fæst fyrir hana mun renna í sjóð til styrktar fórnarlömbunum í náttúruhamförunum í Japan í mars síðastliðnum. Viðskipti erlent 3.5.2011 07:43
Grikkir lýsa yfir stríði gegn skattsvikum Fjármálaráðherra Grikklands hefur lýst yfir stríði á hendur skattsvikum í landinu. Ríkissjóður Grikklands er tómur og grísk stjórnvöld verða því að grípa til alllra hugsanlegra ráða til að afla sér fjármagns. Viðskipti erlent 3.5.2011 07:38
ESB reglur um að kröfuhafar taki á sig bankatap Nýjar reglur ESB um bankastarfsemi eiga að innihalda ákvæði um að kröfuhafar taki á sig tap af bankahruni. Þetta er skoðun Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu og formann nefndar ESB um fjármálalegan stöðugleika. Viðskipti erlent 2.5.2011 11:30
Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. Viðskipti erlent 2.5.2011 09:32
Atvinnuleysi og lítill hagvöxtur í Bandaríkjunum Hagvöxtur mældist 1,8 prósent í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins þar í landi. Viðskipti erlent 2.5.2011 04:00
Samningar um endurfjármögnun All Saints á lokastigi Samningar um endurfjármögnun tískuvöruverslunarkeðjunnar All Saints er nú á lokastigi en fyrirtækið hefur glímt við rekstrarerfiðleika undanfarið. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu. Viðskipti erlent 30.4.2011 10:07
Dópsalar tapa tugum milljóna á dag Danskir dópsalar tapa nú tugum milljóna kr. á hverjum degi þar sem Kristjanía í Kaupmannahöfn er lokuð og hefur verið svo undanfarna þrjá daga. Það eru íbúar Kristjaníu sem hafa sjálfir lokað staðnum en lokunin er mótmæli gegn áformum stjórnvalda um að gera Kristjaníu að venjulegu íbúðahverfi. Viðskipti erlent 29.4.2011 13:17
Dollarinn heldur áfram að veikjast Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Viðskipti erlent 29.4.2011 11:39
Milljón manns sóttu um vinnu á McDonalds Alls sóttu milljón manns um 50.000 laus störf hjá hamborgarakeðjunni McDonalds í apríl mánuði. Raunar voru 62.000 manns ráðnir eða um 24% fleiri en upphaflega var gert ráð fyrir. 938.000 manns máttu hinsvegar sjá á eftir starfi hjá keðjunni. Viðskipti erlent 29.4.2011 10:55
Verðhækkanir á kaffi gætu farið úr böndunum Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á heimsmarkaðinum og nú lítur út fyrir að þær gætu farið úr böndunum. Mikið úrhelli í Brasilíu og Kólombíu ásamt hættu á frosti í Brasilíu valda því að kaffibaunir gætu hækkað um 40%. Viðskipti erlent 29.4.2011 09:45
Deutsche Bank tapaði 9 milljörðum á Actavis Deutsche Bank bókfærði 55 milljón evra eða um 9 milljarða kr. tap vegna Actavis á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar um uppgjör Deutsch Bank fyrir ársfjórðunginn sem reyndist töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Viðskipti erlent 29.4.2011 08:31
Hefja olíuleit við Jan Mayen í sumar Norðmenn munu hefja olíuleit við Jan Mayen í sumar. Leitin hefst þann 10. júní n.k. og mun standa yfir í að minnsta kosti þrjá mánuði. Viðskipti erlent 29.4.2011 08:16
Hvetur til meiri olíuframleiðslu Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Sádi-Arabíu og önnur olíuframleiðsluríki til þess að herða olíuframleiðslu sína vegna þeirrar óvissu og samdráttar í framleiðslu sem orðið hefur vegna Líbíustríðsins og ólgunnar víðar í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum undanfarið. Viðskipti erlent 28.4.2011 07:00
Fátækum gæti fjölgað í álfunni Hætt er við að hækkun á verði matvæla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Viðskipti erlent 28.4.2011 04:00
Endurreisnin eftir hrun verður dýrkeypt Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s, S&P, segir að endurrreisnarstarf í Japan eftir náttúruhamfarir og kjarnorkuslys fyrir rúmum mánuði verði svo kostnaðarsamt að það kunni að hafa neikvæð áhrif á ríkisreksturinn. Viðskipti erlent 28.4.2011 02:00
Stærsti gullforðinn er í Sviss - miðað við mannfjölda Gullverð er í hæstu hæðum þessa dagana og kemur það sér vel fyrir þau lönd sem hafa verið dugleg við að safna í forðann. Tímaritið The Economist hefur tekið saman töflu yfir þau lönd sem eiga mest af gulli miðað við hvert mannsbarn. Sviss trónir á toppi listans en forðinn þar nemur rúmum sex þúsund dollurum á hvert mannsbarn, eða um 670 þúsund krónum. Það nemur um fjórum únsum á hvert mannsbarn. Heildar gullforði Svisslendinga nemur rúmum þúsund tonnum. Líbanon fylgir í kjölfarið þegar hlutfallslegur forði er mældur og Þjóðverjar eru í þriðja sæti. Viðskipti erlent 27.4.2011 21:33