Viðskipti erlent

Vogunarsjóðir stórgræddu á að skortselja Pandóru

Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku.

Viðskipti erlent

Mikil lækkun á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í gær eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta.

Viðskipti erlent

Apple framleiðir alls ekki iPhone

Það kann að koma sumum á óvart en Apple fyrirtækið framleiðir alls ekki iPhone. Hlutirnir sem síminn samanstendur af eru ekki framleiddir af Apple verksmiðjunum, né heldur er hlutunum raðað saman í heildstæðan síma í Apple verksmiðjum. Um þetta er fjallað ítarlega í tímaritinu The Economist.

Viðskipti erlent

Lítið þarf til að hræða fjárfesta

Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í dag eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta.

Viðskipti erlent

Wall Street opnar í mínus

Þrjár helstu vísitölurnar á Wall Street eru allar í rauðum tölum við opnunar markaða fyrir nokkrum mínútum. Við þessum var búist samkvæmt utanmarkaðsviðskiptum í morgun.

Viðskipti erlent

Verulegur ótti enn til staðar á mörkuðum

Hækkanir á hlutabréfamörkuðum gefa alls ekki til kynna að allt sé fallið í ljúfa löð meðal fjárfesta að mati Jan Störup Nielsen greinenda hjá Nordea. Nielsen bendir á þróunina á gjaldeyrismörkuðum sem sýnir að óttinn sé enn til staðar meðal fjárfesta og það í verulegum mæli.

Viðskipti erlent

Ákvörðun Bernanke hækkar olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi í framhaldi af því að Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna lýsti því yfir í gærkvöldi að stýrivöxtum landsins yrði haldið við núllið fram til ársins 2013.

Viðskipti erlent

Uppsveifla á mörkuðum

Markaðir í Asíu og Evrópu tóku við sér í morgun eftir hrun síðustu vikna. Hækkanirnar koma í kjölfar svipaðrar þróunar á Wall Street í Bandaríkjunum sem tóku stökk upp á við í gærkvöldi.

Viðskipti erlent

Wall Street opnar í plús

Markaðir á Wall Street opnuðu í plús eftir hádegið eins og raunar síðustu utanmarkaðaviðskipti höfðu bent til. Dow Jones hækkaði um 1% og Nasdag um 1,5%.

Viðskipti erlent

Fáránlegasti dagurinn á markaðinum í 12 ár

Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst.

Viðskipti erlent

Millibankalán í Evrópu á leið í frostið

Mælingar sýna að evrópskir bankar eru orðnir mun tregari en áður að lána hvor öðrum. Þetta er það sama og gerðist í aðdraganda að falli Lehman Brothers haustið 2008 sem talið er marka upphafið að fjármálakreppunni sem hófst þá.

Viðskipti erlent

Olíuverðið hrapar áfram, gullverðið hækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu heldu áfram að hrapa á mörkuðum heimsins. Bandaríska léttolían er komin niður í 78 dollara á tunnuna og hefur lækkað um 3,65% í morgun. Brent olían er komin í rúma 100 dollara á tunnuna og hefur einnig lækkað um tæp 4% í morgun.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Skuldakreppan í Evrópu magnast

Hlutabréfaverð hefur hrunið í helstu kauphöllum að undanförnu. Að baki liggja áhyggjur af framtíð evrusvæðisins og hagvaxtarhorfum á Vesturlöndum. Jafnframt virðast fjárfestar verða sífellt svartsýnni á að það takist að leysa fyrirliggjandi vanda. Fréttablaðið heldur áfram að fjalla um titringinn á mörkuðum og tekur hér fyrir evrópsku skuldakreppuna.

Viðskipti erlent