Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Efnahagsvandinn í Evrópu dýpkar enn meira

Hagtölur Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem birtar voru í morgun sýna glögglega hvernig staða efnahagsmála í Evrópu er um þessar mundir. Suður-Evrópa, þ.e. Grikkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, er í miklum vanda sem birtist ekki síst í algjöru hruni á smásölu. Þannig féll smásala í aprílmánuði í Grikklandi um 16 prósent frá fyrra ári, og á Spáni féll hún um 12 prósent á sama tíma. Þetta þykir til marks um að erfiðleikar í efnahagslífi þessara landa séu að dýpka og það nokkuð hratt.

Viðskipti erlent

Hagvöxtur á Indlandi 5,3 prósent

Hagvöxtur í Indlandi mældist 5,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi en a fjórðungnum á undan mældist hann 6,1 prósent. Sérfræðingar gerðu ráð fyrir að hagvöxturinn yrði meiri, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Tim Cook á D10: Leynd, Facebook, Siri og Apple TV

Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans.

Viðskipti erlent

Mario Draghi: Evrusvæðið ósjálfbært

Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir að grunnfyrirkomulag evrusvæðisins sé "ósjálfbært“ og mikilla úrbóta sé þörf ef ekki eigi að koma til enn dýpri efnahagsvanda á evrusvæðinu. Frá þessu greindi Draghi á ráðstefnu Evrópuþingsins í morgun, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Vöruskiptin hagstæð um 9,5 milljarða

Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 40,7 milljarða króna. Vöruskiptin voru því hagstæð um 9,5 milljarða króna, samanborið við 3,4 milljarða í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar og þar segir ennfremur að fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 206,2 milljarða króna en inn fyrir 178,3 milljarða króna.

Viðskipti erlent

Moody's lækkar danska banka

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunnir níu danskra banka, þar á meðal Danske Bank. Ástæðan er sögð óvissa sem ríkir nú á evrusvæðinu og efasemdir um gæði lánasafns bankanna. Bankarnir lækkuðu mismikið en einn þeirra, DLR Kredit er nú kominn í ruslflokk. Auk þess var einkunn Sampo bankans í Finnlandi lækkuð en hann er í eigu Danske Bank.

Viðskipti erlent

Ritstjóri hjá WSJ: Staðan í Bandaríkjunum áfram erfið

Bandarískur efnahagur hefur ekki rétt jafn hratt úr kútnum eins og vonir stóð til um. Í umfjöllun ritstjórnar Wall Street Journal, í þættinum The News Hub, ræðir David Wessell, ritstjóri efnahagsmála hjá blaðinu, um stöðuna í Bandaríkjunum og hvernig alþjóðaumhverfið er að hafa áhrif á bandaríska hagkerfið.

Viðskipti erlent

Facebook nær nýjum lægðum

Gengi Facebook hélt áfram að falla á hlutabréfamarkaði í gær og eru hlutir í félaginu nú komnir niður í 29 dali í hluti. Þegar félagið var skráð var það verðlagt á 38 dali og hefur því lækkað um ríflega tuttugu prósent frá skráningu.

Viðskipti erlent

Evran ekki verðminni í tæp tvö ár

Verðmæti evrunnar féll í dag eftir að tilkynnt var um fyrirhugaða afsögn seðlabankastjóra Spánar. Evran hefur ekki verið lægri í tæp tvö ár miðað við Bandaríkjadalinn. Almennar áhyggjur af gjaldfærni spænskra banka valda einnig falli hennar. Ein evra er nú 1,25 dollari.

Viðskipti erlent

Írar flýja skuldir með hjálp breskra dómstóla

Breskur lögfræðingur gefur sig út fyrir að aðstoða yfirskuldsetta Íra við að losna úr fjötrum skuldbindinga sinna. Í breska blaðinu Guardian var í gær fjallað um lögfræðinginn Steve Thatcher, sem hefur að eigin sögn hjálpað um 55 Írum að afskrifa með hjálp breskra dómstóla ríflega 240 milljarða króna. Aðferðin felst í því að skuldarinn afhendir lykla af öllum eignum og flytur tímabundið frá Írlandi til Bretlands. Þar fer hann fyrir dómstóla og fær sig lýstan gjaldþrota. Þá þarf hann að dvelja tæpt ár í Bretlandi en eftir það getur hann flutt aftur til Írlands laus við sínar skuldir og tekið aftur upp sitt fyrra líf.

Viðskipti erlent

Formúlu-systur eyða 150 milljónum dala í hús

Dætur Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra Formúlu 1 keppninnar, hafa farið mikinn að undanförnu í fasteignakaupum, að því er Wall Street Journal greindi frá á dögunum. Samtals hafa þær systur, Tamara og Petra, eytt um 150 milljónum dala í ný heimili.

Viðskipti erlent

SFO lömuð eftir rannsókn á Kaupþingsmáli

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, gerði ekki eina einustu húsleit á tímabilinu apríl 2011 - apríl 2012. Breska blaðið Financial Times fjallar um málið á vef sínum í gær og telur vísbendingar vera um að stofnunin sé orðin of varkár eftir að Tchenguizmálið klúðraðist.

Viðskipti erlent

Gengi bréfa Operu rýkur upp - Facebook hefur áhuga

Gengi bréfa í norska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækinu Opera Software, sem var stofnað af hinum íslensk ættaða Jóni S. von Tetzchner, hefur hækkað um 26 prósent eftir að vefsíðan Pocket-Lint greindi frá því að samfélagsmiðillinn Facebook hefði áhuga á því að kaupa fyrirtækið. Markaðsvirði félagsins hefur því hækkað skarplega og er það nú um 807 milljónir dala, eða sem nemur ríflega 100 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Smásala hrynur á Spáni

Smásala á Spáni hrundi í aprílmánuði þessa árs miðað við sama mánuð í fyrra, en samkvæmt mælingum spænsku hagstofunnar féll smásala um 9,8 prósent milli ára. Það er mesta fall á smásölu síðan mælingar hagstofunnar hófust, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Kínverjar vilja opna dyr fyrir einkafjárfesta

Kínversk stjórnvöld skoða nú hverni þau geta stutt enn frekar við hagvöxt í landinu, og er einkum horft til þess að opna dyrnar fyrir alþjóðlega einkafjárfesta í fjármálageira landsins. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið BBC.

Viðskipti erlent

Hlutabréfavísitölur bregðast vel við könnunum frá Grikklandi

Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu hækkuðu í morgun vegna frétta um skoðanakönnun í Grikklandi sem sýndi að litlar líkur væru á því að ríkisstjórn yrði mynduð í kosningunum 17. júní nk. sem væri á móti aðgerðaáætlun Grikkja í ríkisfjármálum, sem Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og kröfuhafar landsins hafa samþykkt.

Viðskipti erlent

Tekjur Google vaxa um 8,5 milljarða dala milli ára

Hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Google átti góðu gengi að fagna á síðasta ári en tekjur fyrirtækisins uxu um ríflega 8,5 milljarða dala frá árinu 2010, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna. Heildartekjur voru 37,9 milljarðar dala í fyrra en árið 2010 námu þær 29,3 milljörðum dala.

Viðskipti erlent

Lagarde harðorð í garð Grikkja

Ljóst er að ekki er tekið út með sældinni að búa í Grikklandi um þessar mundir. Ríkið þiggur neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með nokkuð ströngum skilyrðum.

Viðskipti erlent

Facebook með nýtt myndaforrit

Facebook hefur ákveðið að fara af stað með nýtt myndaforrit fyrir snjallsíma sem kallast Camera. Forritið gerir notendum kleyft að taka myndir og deila þeim strax án þess að þurfa að hlaða upp einni mynd á hverjum tíma. Þessi nýi hugbúnaður þykir koma nokkuð á óvart því að forritið býður upp á svipaða möguleika og Instagram sem Facebook hefur ákveðið að kaupa á einn milljarð bandaríkjadala. Í fyrstu verður einungis hægt að nota Camera á Apple snjallsíma og spjaldtölvur. Í fréttatilkynningu frá Facebook er ekki tekið fram hvenær svoleiðis forrit mun fást fyrir Android eða önnur kerfi.

Viðskipti erlent

Stöðva viðskipti með bréf í Bankia

Viðskipti með bréf í spænska bankanum Bankia hafa verið stöðvuð í kauphöllinni í Madríd. Talið er að forsvarsmenn bankans ætli að fara fram á aðstoð frá spænskum stjórnvöldum upp á 15 milljarða evra að loknum stjórnarfundi í bankanum sem haldinn verður síðar í dag. Bankia er fjórði stærsti banki landsins og að hluta í eigu ríkisins eftir að lánum var breytt í hlutafé fyrir nokkrum misserum.

Viðskipti erlent

Hewlett Packard rekur 27 þúsund starfsmenn

Tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Hewlett Packard hyggst segja upp 27 þúsund starfsmönnum, eða um 8 prósent af heildarstarfsmannafjölda fyrirtækisins á heimsvísu. Aðgerðirnar eiga að spara árlega um 3,5 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 440 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Yfirhönnuður Apple sleginn til riddara

Jonathan Ive, yfirhönnuður Apple, má frá og með deginum í dag kalla sig Sir Jonathan Ive, en hann var sleginn til riddara í Buckinghamhöll fyrr í dag við hátíðlega athöfn. Hann byrjaði störf sín hjá Apple árið 1992 eftir að hafa unnið hjá sjálfstæðri hönnunarstofu. Ive var mjög góður vinur og samstarfsfélagi Steve Jobs sáluga samkvæmt frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Papademos: Fyrir alla muni haldið ykkur við áætlunina!

Lucas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, segir að Grikkir verði, fyrir alla muni, að halda sig við áætlunina í ríkisfjármálum sem samþykkt var af Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðum, stjórnvöldum í Grikklandi og kröfuhöfum landsins. Einhver önnur leið muni dýpka vandamál landsins til muna og valda stórkostlegu víðtæku efnahagstjóni í Evrópu.

Viðskipti erlent

Skráning Facebook dregur dilk á eftir sér

Gengi Facebook féll um 9 prósent í gær, en daginn þar á undan féll gengi bréfa félagsins um tæplega 11 prósent. Þetta hrun á markaðsvirði félagsins hefur nú kallað fram sterk viðbrögð hjá fjárfestum sem hafa tapað á fjárfestingunni í Facebook, og er þar ekki síst horft til þess hvernig skráningin var kynnt fyrir þeim sem keyptu bréf strax við skráningu. Þar beinast spjótin að bankanum sem hafði umsjón með skráningarferlinu fyrir hönd Facebook, Morgan Stanley.

Viðskipti erlent