Viðskipti erlent

Microsoft frumsýnir Xbox SmartGlass

Hin árlega E3 tölvuleikjaráðstefna stendur nú sem hæst í Los Angeles. Þar gefst tölvuleikjaframleiðendum tækifæri á að ræða við viðskiptavini sína og spilara og kynna helstu nýjungar sínar.

Viðskipti erlent

Lægsta atvinnuleysið í Austurríki

Atvinnuleysið í Evrópu mælst minnst í Austurríki um þessar mundir, en það mælist nú 3,9 prósent. Það á eftir koma Lúxemborg og Holland en þar mælist atvinnuleysið 5,2 prósent, samkvæmt nýjum opinberum upplýsingum Hagstofu Evrópu, Eurostat.

Viðskipti erlent

„Þrír mánuðir til að bjarga evrunni.“

Viðskiptajöfurinn og góðgerðamaðurinn George Soros segir þjóðarleiðtoga ESB hafa þrjá mánuði til að bjarga evrunni. Hann telur að efnahagur Þýskalands muni byrja að veikjast í haust. Þar með verði erfiðara fyrir Angelu Merkel að beita sér og styðja aðrar þjóðir.

Viðskipti erlent

Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja

Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði,

Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum í Asíu

Hlutabréfaeigendur í Asíu hlutu skell á mörkuðum þar í nótt. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 2% og hefur gildi hennar ekki verið lægra í 28 ár en vísitalan hefur stöðugt lækkað undanfarnar níu vikur. Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði einnig um 2%.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og er tunnan af Brent olíunni komin undir 97 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin undir 82 dollara. Hefur verðið á Brent olíunni ekki verið lægra síðan snemma á síðasta ári.

Viðskipti erlent

Vendipunktur með hagvexti

Efnahagslífið í Danmörku er á uppleið á ný eftir samdráttarskeið, en 0,3% hagvöxtur var í landinu á fyrsta fjórðungi, samkvæmt nýjum hagtölum. Vöxturinn er vissulega hóflegur og hefur ekki mikil áhrif á atvinnulífið, en sérfræðingar líta á þetta sem ákveðinn vendipunkt. Danskt efnahagslíf hefur verið í mikilli lægð síðustu misseri þar sem atvinnuleysi, skuldir heimila og hrun húsnæðismarkaðarins hafa valdið ugg.

Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaðir taka dýfu

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hafa brugðist illa við nýjum atvinnuleysistölum sem birtar voru í dag. Í Evrópu er meðaltalsatvinnuleysi nú um 11 prósent og í Bandaríkjunum mælist það 8,2 prósent, en í apríl mældist það 8,1 prósent.

Viðskipti erlent

Tilraunaútgáfa Windows 8 opinberuð

Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, fer í almenna sölu seint í haust, rúmum þremur árum eftir að Windows 7 fór á markað. Fyrirtækið hefur nú birt nýjustu útgáfu stýrikerfisins á heimasíðu sinni.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Efnahagsvandinn í Evrópu dýpkar enn meira

Hagtölur Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem birtar voru í morgun sýna glögglega hvernig staða efnahagsmála í Evrópu er um þessar mundir. Suður-Evrópa, þ.e. Grikkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, er í miklum vanda sem birtist ekki síst í algjöru hruni á smásölu. Þannig féll smásala í aprílmánuði í Grikklandi um 16 prósent frá fyrra ári, og á Spáni féll hún um 12 prósent á sama tíma. Þetta þykir til marks um að erfiðleikar í efnahagslífi þessara landa séu að dýpka og það nokkuð hratt.

Viðskipti erlent

Hagvöxtur á Indlandi 5,3 prósent

Hagvöxtur í Indlandi mældist 5,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi en a fjórðungnum á undan mældist hann 6,1 prósent. Sérfræðingar gerðu ráð fyrir að hagvöxturinn yrði meiri, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Tim Cook á D10: Leynd, Facebook, Siri og Apple TV

Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans.

Viðskipti erlent

Mario Draghi: Evrusvæðið ósjálfbært

Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir að grunnfyrirkomulag evrusvæðisins sé "ósjálfbært“ og mikilla úrbóta sé þörf ef ekki eigi að koma til enn dýpri efnahagsvanda á evrusvæðinu. Frá þessu greindi Draghi á ráðstefnu Evrópuþingsins í morgun, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent