Viðskipti erlent Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir miklar verðlækkanir á undanförnum dögum og vikum. Viðskipti erlent 25.6.2012 06:51 Hreinn hagnaður Iceland nam 36 milljörðum Malcolm Walker virðist hafa gert mjög góð kaup þegar hann keypti Iceland Foods verslunarkeðjuna af slitastjórn Landsbankans fyrr í ár fyrir rúmlega 1,5 milljarð punda. Viðskipti erlent 25.6.2012 06:39 Stærstu evruríkin samþykkja áætlun um að styðja við hagvöxt Leiðtogar fjögurra stærstu evruríkjanna, Þýskalands, Frakkalands, Ítalíu og Spánar, samþykktu í gær að vinna eftir áætlun til þess að efla og styðja við hagvöxt á evrusvæðinu. Um 130 milljarðar evra, ríflega 21 þúsund milljarðar króna, hafa verið eyrnamerktir í áætlunina, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. Viðskipti erlent 24.6.2012 10:55 Ásælast námur á Grænlandi Suðurkóreskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að kaupa stóran hlut í Kvanefjeld-námunni á Grænlandi. Þetta kemur fram á vef Berlingske. Viðskipti erlent 23.6.2012 02:30 Monti óttast „árásir“ fjárfesta á Evrópuríki Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, óttast að aðilar á markaði, eins og vogunarsjóðir og fleiri fjárfestar, muni stunda það að gera "árásir“ á hagkerfi einstakra þjóða í Evrópu ef þjóðarleiðtogar í álfunni koma sér ekki saman um trúverðugar og almennar aðgerðir til þess að sporna gegn djúpri kreppu í Evrópu. Viðskipti erlent 22.6.2012 09:12 Haglél eyðilagði stóran hluta af kampavínframleiðslu ársins Útlit er fyrir að skortur verði á kampavíni í ár og fram eftir næsta ári eftir að stór hluti af kampavínsuppskerunni fór forgörðum. Viðskipti erlent 22.6.2012 07:22 Heimsmarkaðsverð á olíu áfram í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu er áfram í frjálsu falli. Tunnan af Brent olíunni er komin undir 90 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í tæplega 79 dollara. Viðskipti erlent 22.6.2012 06:30 Moody's lækkar lánshæfismat 15 banka Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat 15 alþjóðlegra banka. Var þetta gert eftir lokun viðskiptamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Viðskipti erlent 21.6.2012 22:11 Álverð lækkað um 30 prósent á einu ári Álverð samkvæmt opinberum upplýsingum London Metal Exchange (LME) hefur lækkað um ríflega 30 prósent frá því í júlí í fyrra. Staðgreiðsluverð á markaði fór þá í 2.600 dali á tonnið en verðið er nú 1.879 dalir, samkvæmt upplýsingum um síðasta markaðsverð á vefsíðu LME. (sjá hér). Viðskipti erlent 21.6.2012 15:36 Smásala eykst um 1,4 prósent í Bretlandi Smásalan í Bretlandi tók kipp upp á við í maí frá fyrra ári um 1,4 prósent. Þetta voru töluvert jákvæðara fregnir en búist hafði verið við, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 21.6.2012 11:33 Air France segir upp 5.000 starfsmönnum Franska flugfélagið Air France hyggst segja upp fimm þúsund starfsmönnum á næstunni en aðgerðirnar verða að fullu komnar til framkvæmda fyrir lok árs 2013, að því er segir á vefsíðu Wall Street Journal. Þetta jafngildir um 10 prósent af heildarstarfsmannafjölda flugfélagsins. Rekstur flugfélaga hefur ekki gengið vel undanfarin misser, og hefur gengi hlutabréfa í flugfélögum lækkað á mörkuðum víðast hvar undanfarið ár. Viðskipti erlent 21.6.2012 10:31 Heimsmarkaðsverð á olíu hríðlækkar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðlækkað síðan í gærkvöldi eða um 3%. Verðið á bandarísku léttolíunni hefur ekki verið læga síðan í október í fyrra. Viðskipti erlent 21.6.2012 08:06 Telja að Spánn þurfi neyðaraðstoð á næstunni Þrátt fyrir að fjármálaráðherra Spánar hafi þvertekið fyrir það í gærkvöldi að Spánn þyrfti á neyðaraðstoð að halda frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu eru flestir sérfræðingar sammála um að slíkt muni gerast á næstunni. Viðskipti erlent 21.6.2012 06:52 Milljónamæringum fjölgar mest í Noregi Noregur er það land á Norðurlöndunum þar sem milljónamæringum, mælt í dollurum, fjölgaði mest á síðasta ári. Viðskipti erlent 20.6.2012 06:42 Leiðtogar G20 vilja lægri vexti á lán til suðurhluta Evrópu Ein af niðurstöðum fundar G20 ríkjanna í Mexíkó sem lauk í gærkvöldi var að ríkjum í suðurhluta Evrópu verði gert kleyft að útvega sér lánsfé á lægri vöxtum en þessum ríkjum bjóðast nú á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 20.6.2012 06:39 Microsoft gerir atlögu að Apple - Surface kynnt til sögunnar Tæknirisinn Microsoft ryður sér nú til rúms á spjaldtölvumarkaðinum en Steve Ballmer, stjórnarformaður fyrirtækisins, opinberaði hina nýstárlegu Surface spjaldtölvu um helgina. Viðskipti erlent 19.6.2012 19:45 Fréttaskýring: Nýmarkaðsríkin komast til enn meiri áhrifa Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir þetta ár gerir ráð fyrir að nýmarkaðsríkin (BRICS), með Indland og Kína í broddi fylkingar, muni standa undir meira en 60 prósent alls hagvaxtar í heiminum. Til BRICS-landanna teljast Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður Afríka. Viðskipti erlent 19.6.2012 15:28 Risaviðskipti hjá lyfjasölurisum Bandaríski smásölurisinn Walgreen tilkynnti í morgun að félagið hygðist kaupa 45 prósent hlut í fyrirtækinu Alliance Boots, sem rekur meira en þrjú þúsund apótek og verslanir í ellefu löndum. Kaupverðið er 4,3 milljarðar punda, eða sem nemur um 860 milljörðum króna. Um er að ræða ein stærstu kaup í smásölugeiranum á alþjóðavísu undanfarið ár. Viðskipti erlent 19.6.2012 14:27 Facebook að þróa nákvæmustu andlitsgreiningar-tækni heims? Facebook ætlar að kaupa sprotafyrirtækið face.com. Fyrirtækið sérhæfir sig í að greina og þekkja andlit á myndum. Þannig geta notendur facebook tagg-að vini sína á myndum með því einu að samþykkja tillögur sem forritið gerir. Viðskipti erlent 19.6.2012 13:54 Verðbólgan 2,8 prósent í Bretlandi Verðbólga heldur áfram að falla í Bretlandi en hún mælist nú 2,8 prósent, samkvæmt tölum sem hagstofan breska birti í morgun. Verðbólgan fór hæst í 5,2 prósent í september í fyrra, sem skýrðist ekki síst af háu hrávöruverði á alþjóðamörkuðum. Viðskipti erlent 19.6.2012 10:25 Ríkissjóður Dana getur fjármagnað sig án vaxtakostnaðar Í fyrsta sinn í sögu Danmerkur eru vextir á ríkisskuldabréfum þar í landi orðnir neikvæðir. Þetta þýðir að ríkissjóður Danmerkur getur fjármagnað sig án vaxtakostnaðar. Viðskipti erlent 19.6.2012 10:23 Atvinnuleysi hjá ungu dönsku menntafólki slær met Atvinnuleysi meðal ungs menntafólks hefur aldrei verið meira í sögunni í Danmörku. Í umfjöllun Berlingske Tidende um málið kemur fram að nær 30% af því fólki sem lauk háskólanámi fyrir ári síðan hefur enn ekki fengið atvinnu við hæfi. Viðskipti erlent 19.6.2012 08:03 Niðursveifla á mörkuðum í nótt Niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 0,8% og Hang seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,5%. Þá lækkaði tunnan af Brent olíunni um rúman dollar og er komin undir 96 dollara. Viðskipti erlent 19.6.2012 06:34 17. júní gæti orðið sögulegur fyrir Færeyjar Dagurinn 17. júní 2012 gæti orðið söglegur fyrir Færeyjar. Þann dag var borinn settur í færeyska landgrunnið í áttundu tilraun til að finna færeysku olíuna. Þannig hefst frétt á færeyska netmiðlinum oljan.is en kínverski borpallurinn Cosl Pioneer mun bora næstu 4-5 mánuði. Viðskipti erlent 18.6.2012 10:15 Spænskir vextir rufu 7% múrinn í morgun Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til tíu ára fóru yfir 7% markið í morgun og standa nú í 7,125%. Undanfarna daga hafa þessir vextir dansað rétt undir 7% mörkunum. Viðskipti erlent 18.6.2012 10:04 Fasteignaverð í Kína heldur áfram að lækka Fasteignaverð í 55 af 70 borum í Kína lækkaði í síðasta mánuði miðað við sama mánuð árið á undan. Áhyggjur fara nú vaxandi af því að stjórnvöld hafi þrengt of mikið að fasteignamarkaðnum með aðgerðum sem í upphafi voru hugsaðar til þess að koma kæla hagkerfið niður, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Viðskipti erlent 18.6.2012 08:43 Kevin Costner hafði betur í dómsmálinu í New Orleans Kevin Costner hafði betur gegn Stephen Baldwin í réttarsal í New Orleans þar sem þessar Hollywood stjörnur deildu um sölu á hlut í félaginu Ocean Therapy Solutions. Viðskipti erlent 18.6.2012 08:41 Uppsveifla á mörkuðum í Evrópu Markaðir í Evrópu eru í uppsveiflu í fyrstu viðskiptum dagsins. Fylgja þeir þar með í fótspor markaða í Asíu í nótt. Viðskipti erlent 18.6.2012 08:08 Forstjóri Lego sniðgengur skatta í Danmörku Kjeld Kirk Kristiansen forstjóra Lego í Danmörku hefur tekist að komast hjá því að borga skatta til danska ríkisins árum saman. Viðskipti erlent 18.6.2012 07:51 Burger King ætlar að opna 1000 staði í Kína Hamborgarakeðjan Burger King stefnir að því að opna um þúsund veitingastaði í Kína á næstu fimm til sjö árum. Nú þegar eru 60 staðir í landinu en með þessu ætlar keðjan að hasla sér völl á þessum risastóra markaði. Keðjan á þó langt í land samanborið við samkeppnisaðilann McDonalds sem er með 1400 útibú í Kína. Á síðustu mánuðum hefur keðjan opnað hundruði staða í Rússlandi og Brasilíu. Yfir 12.500 Burger King-staðir eru víðsvegar um heiminn, flestir í Evrópu. Viðskipti erlent 16.6.2012 13:43 « ‹ 174 175 176 177 178 179 180 181 182 … 334 ›
Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir miklar verðlækkanir á undanförnum dögum og vikum. Viðskipti erlent 25.6.2012 06:51
Hreinn hagnaður Iceland nam 36 milljörðum Malcolm Walker virðist hafa gert mjög góð kaup þegar hann keypti Iceland Foods verslunarkeðjuna af slitastjórn Landsbankans fyrr í ár fyrir rúmlega 1,5 milljarð punda. Viðskipti erlent 25.6.2012 06:39
Stærstu evruríkin samþykkja áætlun um að styðja við hagvöxt Leiðtogar fjögurra stærstu evruríkjanna, Þýskalands, Frakkalands, Ítalíu og Spánar, samþykktu í gær að vinna eftir áætlun til þess að efla og styðja við hagvöxt á evrusvæðinu. Um 130 milljarðar evra, ríflega 21 þúsund milljarðar króna, hafa verið eyrnamerktir í áætlunina, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. Viðskipti erlent 24.6.2012 10:55
Ásælast námur á Grænlandi Suðurkóreskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að kaupa stóran hlut í Kvanefjeld-námunni á Grænlandi. Þetta kemur fram á vef Berlingske. Viðskipti erlent 23.6.2012 02:30
Monti óttast „árásir“ fjárfesta á Evrópuríki Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, óttast að aðilar á markaði, eins og vogunarsjóðir og fleiri fjárfestar, muni stunda það að gera "árásir“ á hagkerfi einstakra þjóða í Evrópu ef þjóðarleiðtogar í álfunni koma sér ekki saman um trúverðugar og almennar aðgerðir til þess að sporna gegn djúpri kreppu í Evrópu. Viðskipti erlent 22.6.2012 09:12
Haglél eyðilagði stóran hluta af kampavínframleiðslu ársins Útlit er fyrir að skortur verði á kampavíni í ár og fram eftir næsta ári eftir að stór hluti af kampavínsuppskerunni fór forgörðum. Viðskipti erlent 22.6.2012 07:22
Heimsmarkaðsverð á olíu áfram í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu er áfram í frjálsu falli. Tunnan af Brent olíunni er komin undir 90 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í tæplega 79 dollara. Viðskipti erlent 22.6.2012 06:30
Moody's lækkar lánshæfismat 15 banka Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat 15 alþjóðlegra banka. Var þetta gert eftir lokun viðskiptamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Viðskipti erlent 21.6.2012 22:11
Álverð lækkað um 30 prósent á einu ári Álverð samkvæmt opinberum upplýsingum London Metal Exchange (LME) hefur lækkað um ríflega 30 prósent frá því í júlí í fyrra. Staðgreiðsluverð á markaði fór þá í 2.600 dali á tonnið en verðið er nú 1.879 dalir, samkvæmt upplýsingum um síðasta markaðsverð á vefsíðu LME. (sjá hér). Viðskipti erlent 21.6.2012 15:36
Smásala eykst um 1,4 prósent í Bretlandi Smásalan í Bretlandi tók kipp upp á við í maí frá fyrra ári um 1,4 prósent. Þetta voru töluvert jákvæðara fregnir en búist hafði verið við, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 21.6.2012 11:33
Air France segir upp 5.000 starfsmönnum Franska flugfélagið Air France hyggst segja upp fimm þúsund starfsmönnum á næstunni en aðgerðirnar verða að fullu komnar til framkvæmda fyrir lok árs 2013, að því er segir á vefsíðu Wall Street Journal. Þetta jafngildir um 10 prósent af heildarstarfsmannafjölda flugfélagsins. Rekstur flugfélaga hefur ekki gengið vel undanfarin misser, og hefur gengi hlutabréfa í flugfélögum lækkað á mörkuðum víðast hvar undanfarið ár. Viðskipti erlent 21.6.2012 10:31
Heimsmarkaðsverð á olíu hríðlækkar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðlækkað síðan í gærkvöldi eða um 3%. Verðið á bandarísku léttolíunni hefur ekki verið læga síðan í október í fyrra. Viðskipti erlent 21.6.2012 08:06
Telja að Spánn þurfi neyðaraðstoð á næstunni Þrátt fyrir að fjármálaráðherra Spánar hafi þvertekið fyrir það í gærkvöldi að Spánn þyrfti á neyðaraðstoð að halda frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu eru flestir sérfræðingar sammála um að slíkt muni gerast á næstunni. Viðskipti erlent 21.6.2012 06:52
Milljónamæringum fjölgar mest í Noregi Noregur er það land á Norðurlöndunum þar sem milljónamæringum, mælt í dollurum, fjölgaði mest á síðasta ári. Viðskipti erlent 20.6.2012 06:42
Leiðtogar G20 vilja lægri vexti á lán til suðurhluta Evrópu Ein af niðurstöðum fundar G20 ríkjanna í Mexíkó sem lauk í gærkvöldi var að ríkjum í suðurhluta Evrópu verði gert kleyft að útvega sér lánsfé á lægri vöxtum en þessum ríkjum bjóðast nú á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 20.6.2012 06:39
Microsoft gerir atlögu að Apple - Surface kynnt til sögunnar Tæknirisinn Microsoft ryður sér nú til rúms á spjaldtölvumarkaðinum en Steve Ballmer, stjórnarformaður fyrirtækisins, opinberaði hina nýstárlegu Surface spjaldtölvu um helgina. Viðskipti erlent 19.6.2012 19:45
Fréttaskýring: Nýmarkaðsríkin komast til enn meiri áhrifa Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir þetta ár gerir ráð fyrir að nýmarkaðsríkin (BRICS), með Indland og Kína í broddi fylkingar, muni standa undir meira en 60 prósent alls hagvaxtar í heiminum. Til BRICS-landanna teljast Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður Afríka. Viðskipti erlent 19.6.2012 15:28
Risaviðskipti hjá lyfjasölurisum Bandaríski smásölurisinn Walgreen tilkynnti í morgun að félagið hygðist kaupa 45 prósent hlut í fyrirtækinu Alliance Boots, sem rekur meira en þrjú þúsund apótek og verslanir í ellefu löndum. Kaupverðið er 4,3 milljarðar punda, eða sem nemur um 860 milljörðum króna. Um er að ræða ein stærstu kaup í smásölugeiranum á alþjóðavísu undanfarið ár. Viðskipti erlent 19.6.2012 14:27
Facebook að þróa nákvæmustu andlitsgreiningar-tækni heims? Facebook ætlar að kaupa sprotafyrirtækið face.com. Fyrirtækið sérhæfir sig í að greina og þekkja andlit á myndum. Þannig geta notendur facebook tagg-að vini sína á myndum með því einu að samþykkja tillögur sem forritið gerir. Viðskipti erlent 19.6.2012 13:54
Verðbólgan 2,8 prósent í Bretlandi Verðbólga heldur áfram að falla í Bretlandi en hún mælist nú 2,8 prósent, samkvæmt tölum sem hagstofan breska birti í morgun. Verðbólgan fór hæst í 5,2 prósent í september í fyrra, sem skýrðist ekki síst af háu hrávöruverði á alþjóðamörkuðum. Viðskipti erlent 19.6.2012 10:25
Ríkissjóður Dana getur fjármagnað sig án vaxtakostnaðar Í fyrsta sinn í sögu Danmerkur eru vextir á ríkisskuldabréfum þar í landi orðnir neikvæðir. Þetta þýðir að ríkissjóður Danmerkur getur fjármagnað sig án vaxtakostnaðar. Viðskipti erlent 19.6.2012 10:23
Atvinnuleysi hjá ungu dönsku menntafólki slær met Atvinnuleysi meðal ungs menntafólks hefur aldrei verið meira í sögunni í Danmörku. Í umfjöllun Berlingske Tidende um málið kemur fram að nær 30% af því fólki sem lauk háskólanámi fyrir ári síðan hefur enn ekki fengið atvinnu við hæfi. Viðskipti erlent 19.6.2012 08:03
Niðursveifla á mörkuðum í nótt Niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 0,8% og Hang seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,5%. Þá lækkaði tunnan af Brent olíunni um rúman dollar og er komin undir 96 dollara. Viðskipti erlent 19.6.2012 06:34
17. júní gæti orðið sögulegur fyrir Færeyjar Dagurinn 17. júní 2012 gæti orðið söglegur fyrir Færeyjar. Þann dag var borinn settur í færeyska landgrunnið í áttundu tilraun til að finna færeysku olíuna. Þannig hefst frétt á færeyska netmiðlinum oljan.is en kínverski borpallurinn Cosl Pioneer mun bora næstu 4-5 mánuði. Viðskipti erlent 18.6.2012 10:15
Spænskir vextir rufu 7% múrinn í morgun Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til tíu ára fóru yfir 7% markið í morgun og standa nú í 7,125%. Undanfarna daga hafa þessir vextir dansað rétt undir 7% mörkunum. Viðskipti erlent 18.6.2012 10:04
Fasteignaverð í Kína heldur áfram að lækka Fasteignaverð í 55 af 70 borum í Kína lækkaði í síðasta mánuði miðað við sama mánuð árið á undan. Áhyggjur fara nú vaxandi af því að stjórnvöld hafi þrengt of mikið að fasteignamarkaðnum með aðgerðum sem í upphafi voru hugsaðar til þess að koma kæla hagkerfið niður, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Viðskipti erlent 18.6.2012 08:43
Kevin Costner hafði betur í dómsmálinu í New Orleans Kevin Costner hafði betur gegn Stephen Baldwin í réttarsal í New Orleans þar sem þessar Hollywood stjörnur deildu um sölu á hlut í félaginu Ocean Therapy Solutions. Viðskipti erlent 18.6.2012 08:41
Uppsveifla á mörkuðum í Evrópu Markaðir í Evrópu eru í uppsveiflu í fyrstu viðskiptum dagsins. Fylgja þeir þar með í fótspor markaða í Asíu í nótt. Viðskipti erlent 18.6.2012 08:08
Forstjóri Lego sniðgengur skatta í Danmörku Kjeld Kirk Kristiansen forstjóra Lego í Danmörku hefur tekist að komast hjá því að borga skatta til danska ríkisins árum saman. Viðskipti erlent 18.6.2012 07:51
Burger King ætlar að opna 1000 staði í Kína Hamborgarakeðjan Burger King stefnir að því að opna um þúsund veitingastaði í Kína á næstu fimm til sjö árum. Nú þegar eru 60 staðir í landinu en með þessu ætlar keðjan að hasla sér völl á þessum risastóra markaði. Keðjan á þó langt í land samanborið við samkeppnisaðilann McDonalds sem er með 1400 útibú í Kína. Á síðustu mánuðum hefur keðjan opnað hundruði staða í Rússlandi og Brasilíu. Yfir 12.500 Burger King-staðir eru víðsvegar um heiminn, flestir í Evrópu. Viðskipti erlent 16.6.2012 13:43