Viðskipti erlent

Fjölgar um tæplega þrefaldan íbúafjölda Norðurlanda á ári

Því er spáð að íbúa heimsins verði 9,6 milljarðar árið 2060, þar af verði 1,7 milljarður manna búsettur í Indlandi, sem þá verður langsamlega fjölmennasta ríki heimsins. Meðaltalsfjölgun íbúa á jörðinni nemur því 68,4 milljónum manna á hverju ári næstu 38 árin, eða sem nemur tæplega þreföldum íbúafjölda Norðurlandanna (Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Ísland, Fæeyjar, Frænland), en heildaríbúafjöldi þar er nú um 25,7 milljónir íbúa.

Viðskipti erlent

Hægir á í stærsta hagkerfi Suður-Ameríku

Hagvöxtur í brasilíska hagkerfinu mældist 0,6 prósent á þriðja ársfjórðungi sem var mun minna en búist hafði verið við, að því er segir í frétt á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar eru sagðar hafa komið fjárfestum og stjórnvöldum í Brasilíu mjög á óvart, og segir greinandi hjá bankanum BES Investimento að tölurnar séu "hræðilegar“ og hljóti að hreyfa við stjórnvöldum, og jafnvel kalla á aðgerðir að hálfu þeirra til þess að örva hagkerfið.

Viðskipti erlent

Eftirlit með erlendum bönkum hert í Bandaríkjunum

Eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum, ekki síst fjármálaeftirlitið í New York, ætla að óska eftir því við stjórnir erlendra banka sem eru með starfsleyfi í Bandaríkjunum, að þeir styrki lausafjárstöðu sína. Þetta er talið geta haft áhrif á stóra banka eins og Deutsche Bank og Barclays, að því er segir í umfjöllun New York Times í dag.

Viðskipti erlent

Árið 2013 gæti orðið erfitt í ferðaþjónustu

Samkvæmt spá The Economist fyrir árið 2013 þá eru væntingar hjá stærstu fyrirtækjum í ferðaþjónustu á heimsvísu um gott gengi á næsta ári ekki miklar. Því er spáð að ferðamönnum sem gista í það minnsta eina nótt í ferðalögum sínum muni fjölga um þrjú prósent á heimsvísu, en fjölgunin á þessu ári verður líklega um tvö prósent frá árinu 2011. Vitnað er til greiningar Tourism Economics, ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækis á sviði ferðaþjónustu.

Viðskipti erlent

Spá 8,2 prósent hagvexti í Írak á næsta ári

Þrátt fyrir veika innviði og ófrið þá spáir The Economist því að hagvöxtur í Írak verði 8,2 prósent á næsta ári, sem er með því allra mesta af löndum Mið-Austurlanda. Sérstaklega er horft til þess að olíuframleiðsla og olíuþjónustugeirinn sé sífellt að verða betur skipulagður, og það gefi efnahagnum færi á að vaxa milli ára.

Viðskipti erlent

Rauðar tölur lækkunar á mörkuðum

Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa víðast hvar lækkað í dag, og eru lækkanir raktar til erfiðleika í fjármálakerfi Spánar. Tilkynnt var um það í dag að stærsti banki Spánar þyrfti að draga saman seglin, segja upp sex þúsund starfsmönnum og selja eignir fyrir meira en 64 milljarða evra, eða sem nemur ríflega átta þúsund milljörðum.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Áhrif og völd að færast til Asíu

G20 ríkin ráða yfir 60 prósent af landi heimsins, standa undir 87 prósent af hagvexti og þar búa um 65 prósent af íbúum heimsins. Miklar sviptingar hafa þó einkennt áhrif einstakra ríkja innan þessa hóps undanfarin ár, og eru það helst risarnir í Asíu, Kína og Indland, sem eru farin að styrkja stöðu sína og auka áhrif sín.

Viðskipti erlent

Facebook að opna gjafaverslun

Ríflega milljarður manna notra samfélagsmiðilinn í það minnsta einu sinni í viku, og nú hyggjast forsvarsmenn Facebook reyna að efla þjónustu sína enn frekar með því að opna fyrir kaup á gjöfum, t.d. handa þeim sem eiga afmæli.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Vesturlönd í vanda en Asía dregur vagninn

Á meðan staða efnahagsmála á Vesturlöndum, þ.e. í Evrópu og Bandaríkjunum, einkennist af erfiðleikum og veikum eða neikvæðum hagvexti, er staðan að lagast víða í Asíu. Þetta sýnir ítarleg umfjöllun The Economist, en sérrit blaðsins um horfur í efnhagsmálum og stjórnmálum á alþjóðavísu fyrir árið 2013, kom út í vikunni.

Viðskipti erlent

Apple í hart við Samsung

Barátta tæknirisanna Apple og Samsung virðist engan endi ætla að taka. Apple hefur nú bætt sex nýlegum spjaldtölvum og snjallsímum Samsung á lista yfir raftæki sem sögð eru brjóta á hugverkarétti.

Viðskipti erlent