Viðskipti erlent

Sjónvarpstæki Apple kemur í haust

Tæknirisinn Apple mun sviptahulunni af nýrri vöru í haust, sjónvarpstækinu iTV. Líklegt þykir að það verði gert á blaðamannafundi í haust en við sama tilefni verður ný og endurbætt útgáfa af Apple TV margmiðlunarspilaranum einnig kynnt til leiks.

Viðskipti erlent

Apple þróar snjall-úr

Bandaríska stórblaðið The New York Times greindi frá því á dögunum að tæknirisinn Apple hefði í hyggju að þróa nýstárleg snjall-úr. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins mun úrið keyra uppfærða útgáfu af iOS-stýrikerfinu sem einnig má finna í iPhone-snjallsímanum og iPad-spjaldtölvunni.

Viðskipti erlent

Forsvarsmenn Barclays afvegaleiddu hluthafa

Forsvarsmenn breska Barclays bankans afvegaleiddu hluthafa og almenning þegar upplýst var um eina af stærstu fjárfestingunum í sögu bankans. Þetta sýnir úttekt sem BBC fréttastofan gerði á málinu. Bankinn tilkynnti árið 2008 að Sheikh Mansour, eigandi knattspyrnuliðsins Manchester City, hefði ákveðið að kaupa fyrir meira en 3 milljarða punda í bankanum, eða um 600 milljarða íslenskra króna. En BBC hefur nú komist að því að peningarnir komu í raun úr ríkissjóði Abu Dhabi en ekki frá sjeiknum sjálfum

Viðskipti erlent

HMV lokar 66 verslunum

Breska búðarkeðjan HMV hefur tilkynnt um lokun 66 verslana á næstu mánuðum, en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan síðasta mánuð.

Viðskipti erlent

Vincent Tchenguiz vill 200 milljónir punda frá SFO

Íranski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hefur stefnt bresku efnahagsbrotalögreglunni SFO. Hann krefst þess að fá tvö hundruð milljónir í skaðabætur, eða það sem nemur tæpum fjörutíu milljörðum króna. Mál SFO gegn Tchenguiz var fellt niður á síðasta ári en það var í tengslum við hrun íslenska bankakerfisins, einna helst Kaupþings.

Viðskipti erlent