Tónlist

Krúttleg og "krípí“

Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sína fyrstu plötu í apríl. Platan er heldur óvenjuleg því hún kemur út í formi usb-lykils sem lítur út eins og babúska.

Tónlist

Íslenska glysrokksveitin Hetjurnar

Glysrokkhljómsveitin Hetjurnar hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur við að undirbúa nýtt lag og myndband. Einhverjir kunna að spyrja sig hver þessi hljómsveit er en hún er skipuð mörgum af þekktustu grínistum landsins til að vekja athygli á Mottumars sem hefst formlega á morgun.

Tónlist

Innlifun með Thurston, Kim og Yoko

Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera-kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009.

Tónlist

Múm, MØ og Metz mæta

Múm hefur bæst við dagskrá Iceland Airwaves í haust, en hljómsveitin gefur um svipað leyti út nýja plötu. Auk hennar bætast í hópinn Sin Fang, danska söngkonan MØ, elektrópoppkvartettinn Bloodgroup, gruggpönkararnir kanadísku í Metz, draumpoppararnir Young Dreams frá Noregi, hin reykvíska sveit Oyama og sænska söngkonan Sumie Nagano.

Tónlist

Mumford tekur upp með Timberlake

Marcus Mumford, höfuðpaur Mumford and Sons, og Justin Timberlake hafa verið að taka upp tónlist saman fyrir nýjustu kvikmynd Coen-bræðra. Myndin, sem heitir Inside Llewyn Davis, skartar Carey Mulligan, eiginkonu Mumfords, í einu aðalhlutverkanna og fjallar um tónlistarmann sem reynir að öðlast frægð og frama í New York á sjöunda áratugnum.

Tónlist

Flytur í 300 fermetra

Lucky Records flytur úr 67 fermetrum yfir í heila 300 í byrjun næsta mánaðar. Þar er meira pláss fyrir þær 20 til 30 þúsund vínylplötur sem eru til sölu.

Tónlist

Ég er alls engin dúlla

Sigríður Thorlacius er ein besta söngkona sinnar kynslóðar og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína bæði með hljómsveitinni Hjaltalín og í ýmsum sólóverkefnum. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2012 sem söngkona ársins og samtali

Tónlist

Spila á Aldrei fór ég suður

Jónas Sigurðsson, Borko, Futuregrapher, Duro, Langi Seli og Skuggarnir, Oyama, Prinspóló og Ylfa hafa verið staðfest á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður. Þetta er þriðjungur þeirra listamanna sem spila á hátíðinni og verður tilkynnt um hina síðar.

Tónlist

Útgáfutónleikar á LUV-deginum

"Það hittist þannig á að í dag er LUV-dagurinn, sem er til minningar um frænda minn Hermann Fannar Valgarðsson, eða Heimma feita eins og hann var kallaður. Ég lofa því að það verður mikil ást og friður í loftinu á tónleikunum í kvöld," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór, sem heldur útgáfutónleika sína á skemmtistaðnum Faktorý í kvöld.

Tónlist

Frábær Sónar-hátíð

Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatónlist í boði.

Tónlist

Ásgeir Trausti sigurvegari kvöldsins

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu í kvöld. Ásgeir Trausti var valinn vinsælasti flytjandinn, platan hans, Dýrð í dauðaþögn var valin hljómplata ársins í popp og rokk flokki og Ásgeir var líka valinn bjartasta vonin í sama flokki. Ekki nóg með það heldur verðlaunaði vefurinn tónlist.is Ásgeir fyrir góðan árangur við að koma sér og tónlist sinni á framfæri.

Tónlist

„Þetta var alveg stórkostlegt“

Sónar tónlistarhátíðinni lauk með glæsibrag í Hörpu í gærkvöldi. Tæplega þrjú þúsund manns sóttu hátíðina en á meðal tónlistarmanna sem komu fram voru Mugison, Ásgeir Trausti, James Blake og Squarepusher.

Tónlist