Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarárið 2024 voru afhent í kvöld og voru það 26 verðlaunastyttur sem fóru á flug auk heiðursverðlauna ársins og útnefningar björtustu vonarinnar í íslensku tónlistarlífi. Meðal óvæntra gesta var bresk íslenska stórstjarnan Damon Albarn sem steig á svið. Tónlist 12.3.2025 22:05
Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður „Ég gat komið sjálfum mér á framfæri og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór,“ segir tónlistarmaðurinn og rekstrarverkfræðingurinn Andri Þór Hjartarson. Tónlistin hefur átt hug og hjarta hans frá ungum aldri og um áramótin tók hann þá ákvörðun að segja upp starfi sínu sem rekstrarstjóri og kýla á tónlistardrauminn. Blaðamaður ræddi við Andra Þór. Tónlist 11.3.2025 10:32
Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Eurovision-stjarnan Loreen og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gáfu í gær út tvöfalda smáskífu undir nafninu SAGES og frumsýndu nýtt tónlistarmyndband sem var tekið upp á Íslandi og leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Tónlist 8.3.2025 10:18
Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér. Tónlist 21.2.2025 09:59
Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti „Ég var í fjarsambandi og var hrædd um að sofna vegna þeirrar yfirvofandi staðreyndar að um leið og ég myndi vakna yrði komið að kveðjustund,“ segir tónlistarkonan Róshildur. Hún var að senda frá sér lagið Tími, ekki líða og framleiddi sjálf samhliða því tónlistarmyndband. Blaðamaður ræddi við hana um verkefnið. Tónlist 12.2.2025 11:32
The Smashing Pumpkins til Íslands Bandaríska hljómsveitin The Smashing Pumpkins er á leiðinni til Íslands í fyrsta skiptið. Sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst. Tónlist 10.2.2025 10:06
Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Stefán Jakobsson, Ágúst og hljómsveitin VÆB komust í kvöld áfram í úrslit söngvakeppninnar sem fara fram laugardaginn 22. febrúar. Tónlist 8.2.2025 21:36
Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Ísland mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í ár, þriðjudagskvöldið 13. maí. Dregið var um það í dag í hvaða undanúrslit keppendur landanna munu keppa í og auk þess var dregið um fyrri og seinni helming kvöldsins. Tónlist 28.1.2025 13:33
Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík „Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið. Tónlist 23.1.2025 07:01
Björk mætir á stóra skjáinn „Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um tónleikaferðalagið Cornucopia. Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju hennar en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan. Tónlist 21.1.2025 11:24
Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Breski rokkgítarleikarinn John Sykes, sem lék meðal annars með sveitunum Whitesnake og Thin Lizzy, er látinn. Hann varð 65 ára. Tónlist 21.1.2025 10:46
Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Upprunalegt handrit af textanum í einu frægasta lagi Bob Dylan, Mr. Tambourine man, seldist fyrir 508.000 bandaríkjadali, eða rúmlega 70 milljónir króna á uppboði í Nashville á laugardaginn. Tónlist 19.1.2025 20:56
Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, Afturábak. Þetta er stórmerkilegt í ljósi þess að Hildur hefur um margra ára skeið verið ein þekktasta tónlistarkona landsins, sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum og samið fjölda laga fyrir sjálfa sig sem og aðra tónlistarmenn. Hún segist vera orðin þreytt á að vera oft titluð „söngkonan Hildur“ enda er hún miklu meira en bara það. Tónlist 19.1.2025 07:02
Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlistarmaðurinn Kári Egilsson gefur í dag frá sér nýtt lag Midnight Sky. Lagið er af nýrri plötu Kára sem kemur út í mars. Með laginu fylgir tónlistarmyndband sem er eftir listakonuna Diddu Flygenring og byggir á sögu lagsins. Tónlist 17.1.2025 12:31
Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Það var þakklæti í lofti hjá spenntum tónleikagestum þegar harðkjarnahljómsveitin I adapt steig á svið í Iðnó í desember í síðasta sinn. Uppselt var á tónleikana og gríðarleg stemning. Sveitin kom aftur saman í sumar eftir tólf ára hlé en söngvari sveitarinnar segir almættið eitt geta svarað því hvenær sveitin kemur aftur saman. Tónlist 16.1.2025 15:45
Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Strákarnir í Tónhyl Akademíu eru allir í kringum átján ára aldur og lifa og hrærast í heimi tónlistarinnar. Þeir voru að senda frá sér plötu sem hefur slegið í gegn og á sama tíma seldu þeir upp á tónleika í Gamla Bíói. Blaðamaður ræddi við þessa upprennandi tónlistarmenn. Tónlist 15.1.2025 20:00
Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlistarsjóður, sem var stofnaður í fyrra, hefur veitt 77 milljónum til 74 verkefna í fyrri úthlutun ársins 2025. Meðal þeirra sem hlutu hæstu styrki ársins voru Bríet, Celebs, Elín Hall og Valdimar. Tónlist 12.1.2025 11:03
Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Björgvin Halldórsson segir að hæfileikar félaga hans Gunna Þórðarsonar hafi komið snemma í ljós. Gunni hafi verið skipstjórinn í brúnni í stúdíóinu og segist Björgvin hafa lært mikið af honum. Tónlist 6.1.2025 18:01
Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Una Torfa hélt tónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði ásamt hljómsveit sinni í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Unu fyrir tónleikana og fékk að heyra frumflutning á nýju lagi með leynigesti tónleikanna, Jóni Jónssyni. Tónlist 3.1.2025 22:32
Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Ein ástsælasta hljómsveit landsins Nýdönsk hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber heitið Hálka lífsins. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun og tónlistarmyndband við lagið nú frumsýnt á Vísi. Tónlist 2.1.2025 15:00
Nýdönsk á toppnum 2024 Á hverju ári koma út nýir stórsmellir frá tónlistarfólki víða um heiminn. 2024 einkenndist af mikilli grósku í íslensku tónlistarlífi og endurspeglar árslisti Bylgjunnar það með sönnu. Hér má finna vinsælustu lög ársins hjá útvarpsstöðinni. Tónlist 1.1.2025 18:01
Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlistarárið 2024 var gjöfult og spennandi, sérstaklega hérlendis. Fjöldinn allur af ólíkum tónlistartegundum naut sín í úvarpi og víðar og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að fá gott pláss á útvarpsstöðinni FM957. Hér má finna stærstu lög ársins hjá stöðinni. Tónlist 31.12.2024 07:00
Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Jólagestir Björgvins fara fram annað kvöld í Laugardalshöll í síðasta skipti. Hópurinn hittist á fyrstu æfingu í gær fyrir stóru stundina og Björgvin Halldórsson segir að það sé mikill hugur í honum en ljósmyndari Vísis myndaði hann á fyrstu æfingunni. Tónlist 20.12.2024 16:00
Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Sérlegir stórvinir X-ins 977, rokkararnir í Brain Police mæta og rífa þakið af húsinu í nýjasta og síðasta þættinum af Live in a fishbowl. Sveitin er nú á fullu við að vinna í nýrri plötu, sinni fyrstu frá því að hún gaf út Beyond The Wasteland árið 2006. Tónlist 19.12.2024 10:32