Tíska og hönnun

Himinháir hnútar í hári

Sjörnurnar koma reglulega af stað nýjum tískubylgjum og er óhætt að segja að ein sú nýjasta sé að setja himinháa hnúta í hárið. Í meðfylgjandi mynd má sjá þær Kelly Osbourne og Kim Kardashian bjóða upp á þessa nýju greiðslu, hvor þeirra ber hana betur er þó ykkar að dæma.

Tíska og hönnun

Hvað gerði hann við hárið á sér?

Leikarinn Jude Law vakti talsverða athygli þegar hann fékk sér göngutúr í London fyrir helgi. Sjarmörinn er nefnilega kominn með miklu þykkara hár en hann var með fyrir nokkrum mánuðum þegar hann kynnti nýjustu Sherlock Holmes-kvikmyndina. Þá var eins og karlinn væri að verða sköllóttur en nú er hann allt í einu kominn með hár – líkt og fyrir töfra.

Tíska og hönnun

Jessie J krúnurakar sig fyrir gott málefni

Poppsöngkonan Jessie J hefur ákveðið að raka af sér allt hárið fyrir gott málefni og hún hefur ákveðið dagsetninguna. Jessie sagði aðdáendum sínum á Twitter-síðu sinni að hún ætli að krúnuraka sig á Degi rauða nefsins þann 1. mars á næsta ári.

Tíska og hönnun

Leður, leður og meira leður

Heitustu konurnar í Hollywood eru gjörsamlega ástfangnar af leðri og klæðast því á hvaða vegu sem er. Kíkið á myndirnar og fáið innblástur um hvernig hægt er að lúkka vel í leðri.

Tíska og hönnun

Heitustu trendin beint af pöllunum

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá heitustu trendin fyrir næsta vor sem sýnd voru á tískuvikunni í New York sem nú er að ljúka. Gullið var afar áberandi sem og skæru litirnir rétt eins og þetta sumarið, magabolir, blómamunstur og margt fleira fallegt. Án efa eitthvað fyrir alla.

Tíska og hönnun

Frumraun á dreglinum

Indía leikur eitt aðalhlutverkanna í frönsku myndinni Aprés Mai, eða Something in the Air, í leikstjórn Olivier Assayas. Myndin var ein þeirra sem keppti um aðalverðlaun hátíðarinnar sem fór fram dagana 29.ágúst-8.september.

Tíska og hönnun

Kim Kardashian í djörfum kjól

Það virðist vera nóg að gera hjá Kim Kardashian því varla líður dagur án þess að hún sjáist í fullum skrúða í partýum, á rauða dreglinu eða á förnum vegi með nýja kærastanum.

Tíska og hönnun

Nemur hjá prjónadrottningu

Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni.

Tíska og hönnun

Leður og eldrauðar varir

Söngkonan Beyonce og barnsfaðir hennar og eiginmaður, rapparinn Jay-Z, skemmtu sér saman um helgina. Þau mættu á Made in America tónlistarhátíðina glöð að sjá. Beyonce var með eldrauðan varalit klædd í leður buxur og pinnahæla - algjör pæja eins og sjá má í myndasafni. Jay-Z steig á svið og söng meðal annars hittarann 99 Problems - það var ekki að spyrja að því áhorfendur trylltust, greinilega ánægðir með frammistöðu rapparans.

Tíska og hönnun

Kynnir íslenska list fyrir Pólverjum

„Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst,“ segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum.

Tíska og hönnun