Tíska og hönnun

Töff týpa

Leikkonan Mena Suvari sem flestir muna eftir úr kvikmyndinni, American Beauty, mætti á rauða dregilin í Melbourne í Ástralíu í gær.

Tíska og hönnun

Brad hannar húsgögn - hvattur til að halda sig við leiklistina

Hollywoodstjarnan Brad Pitt, 48 ára, hefur hannað í samstarfi við húsgagnahönnuðinn Frank Pollaro nýja húsgagnalínu sem nefnist Pitt-Pollaro. Félagarnir ákváðu að fara í samstarf eftir að hönnuðurinn aðstoðaði leikarann á heimili Brad og Angelinu og eftir að hann skoðaði rissu-bókina hans Brad. Leikarinn er harðlega gagnrýndur fyrir hönnunina frekar en lofaður á spjallsíðum þar sem fólk segir hann eiga að halda sig alfarið við leiklistina.

Tíska og hönnun

Sjúk í leður

Kim Kardashian kann augljóslega vel við sig í leðurfatnaði ef marka má fjölda nýlegra mynda sem teknar hafa verið af henni.

Tíska og hönnun

Greinilega búin að reka stílistann

Christina Aguilera er úti að aka þessa dagana þegar kemur að klæðaburði, stíl, hári og förðun. Já það virðist vera að stílistinn sé horfinn á braut miðað við þær myndir sem birtast nú af stjörnunni.

Tíska og hönnun

Prófaðu rauða varalitinn

Í desember vantar ekki tilefnin til að setja á sig varalit og lyfta andanum aðeins. Hinsvegar getur verið erfitt að líta ekki alltaf eins út því maður á það jú til að festast í sama farinu þegar það kemur að förðun og hári.

Tíska og hönnun

Sjáðu nýju fatalínu Kardashian systra

Ný fatalína frá Kardashian systrum hefur nú litið dagsins ljós. Systurnar eru byrjaðar í samstarfi við Dorothy Perkins og ætla að dressa um konur vestan hafs fyrir jólin. Meðfylgjandi má sjá brot af nýju línunni þeirra.

Tíska og hönnun

Sexý í svörtu

Söngkonan og X Factor dómarinn Nicole Scherzinger breytti ekkert út af vananum eftir úrslitaþátt helgarinnar og lyfti sér hressilega upp með samstarfsfélögum sínum.

Tíska og hönnun

Glæsilegustu kjólar vikunnar

Jennifer Lopez, Emily Blunt, Taylor Swift, Rosie Huntington-Whiteley og Karolina Kurkovak áttu það allar sameiginlegt í vikunni að klæðast glæsilegum glamúr kjólum og komast á listann yfir best klæddu konur vikunnar.

Tíska og hönnun

Gyðja í gulu

Leikkonan Jessica Chastain skein skært eins og sólin þegar hún fagnaði frumsýningu nýjasta Broadway-leikrit síns, The Heiress.

Tíska og hönnun

Vel dúðaðir tónleikagestir

Þrátt fyrir veður og vind setja gestir tónlistarhátíðarinnar Airwaves svip sinn á Reykjavíkurborg þessa helgina. Margir hverjir reyna að klæðast sínu fínasta pússi á hátíðinni en í ár einkennist fatnaður tónleikagesta af hlýjum fötum.

Tíska og hönnun

Sjáðu kjólana

Glamúrinn var í hávegum hafður á CMA kántrítónlistarhátíðinni í gær. Stórstjörnur á borð við Taylor Swift og Carrie Underwood stálu senunni í glitrandli kjólum og með útgeislunina í botni.

Tíska og hönnun

Íslensk stúlka gerir góða hluti í módelbransanum

"Ég er að vinna hjá spænskri módelskrifstofu hérna á Spáni. Áður starfaði ég hjá Elite á Íslandi en ég ákvað að taka starfið skrefinu lengra í módelbransanum og sækja í meiri vinnu sem ég hef fengið," segir Birgitta Ósk Pétursdóttir sem ákvað að taka sér árs frí eftir stúdentsprófið til að freista gæfunnar í fyrirsætubransanum úti í heimi áður en hún fer í háskóla.

Tíska og hönnun

Rikka kynnti nýja tískulínu frá Gunna og Kollu

Hjónin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, kölluð Kolla, frumsýndu stórglæsilega hönnun sína sem ber heitið Freebird í kvöld í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Fjölmennt var á tískusýningunni en mikil fagnaðarlæti brutust út í lok sýningarinnar.

Tíska og hönnun

Skartgripir fyrir vandláta

Nox er nýtt merki sem gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Jóhannes Ottósson hefur unnið að í að verða þrjú ár. Fyrstu tvær skartgripalínurnar hans eru komnar í sölu en hann lýsir þeim sem “alvöru skarti fyrir alvöru fólk”.

Tíska og hönnun