Menning

Við getum öll lent í því að fara út af sporinu

Sporvagninn Girnd er jólafrumsýning Þjóðleikhússins í ár og þar tekst Nína Dögg Filippusdóttir á við hlutverk Blanche, einnar af merkustu kvenpersónum leikbókmenntanna. Nína Dögg segir að það sé samhljómur með lífi okkar allra og þessarar tættu sálar.

Menning

Loftklukkan frá afanum sem týndist í Ameríku

Páll Benediktsson dregur upp áhrifamiklar myndir í bók sinni Loftklukkan – eigin minningar frá uppvaxtarárum í Norðurmýri og óborganlegar sögur af nánu skyldfólki, svo sem afanum sem stakk af og týndist í átján ár.

Menning

Bóksalaverðlaunin 2015

Tilkynnt var um Bóksalaverðlaunin 2015 í gærkvöldi. Yfir 50 bóksalar víðs vegar að af landinu standa að valinu og kosið er til verðlauna í níu flokkum.

Menning

Leika Mozart við kertaljós víða í kirkjum nú fyrir jólin

Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og þrjú ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu.

Menning

Mikilvægt að taka slaginn

Þriðja bók Bryndísar Björgvinsdóttir er nýkomin út, en unglingsárin eru henni hugleikin en líka hvers kyns sögur og barátta fyrir flóttafólk.

Menning

Þetta er engin hallelúja samkoma

Nýverið kom út ritgerðasafn um Hallgrím Pétursson í tilefni af fjögur hundruð ára afmæli skáldsins sem á fjölda verka sem lifa enn með þjóðinni. Í safninu er að finna fjölbreyttar ritgerðir og ljóð um skáldið.

Menning

Ástar- og gleðisöngvar í Dóm kirkjunni

Ég hef augu mín til fjallanna, er fögur yfirskrift tónleika í Dómkirkjunni annað kvöld, föstudag. Þar syngur Margrét Hannesdóttir sópran og Hólmfríður Sigurðardóttir leikur á píanó.

Menning

Gjöf til barna landsins

Í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness verður úrval texta skáldsins formlega afhent í Varmárskóla í Mosfellsbæ í dag með viðhöfn.

Menning

Tekur þú bestu jólamyndina í ár?

Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu jólaljósmyndina. Í verðlaun fyrir bestu myndina er glæsileg Nikon D-SLR myndavél með 18-105VR linsu frá Heimilistækjum.

Menning

Hið uppdiktaða sjálf Auðar

Auður Jónsdóttir segir það hafa tekið verulega á að skrifa nýju bókina en þá gramsaði hún í löngu gröfnum minningum sem hún vissi ekki hvort væru raunverulegar.

Menning

Fjallar á léttu nótunum um miðaldarkirkjugarða

Guðný Zoëga fornleifa- og mannabeinafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga, flytur erindið Gluggað í garða og byggir á rannsókn skagfirskra miðaldakirkjugarða. Tilefnið er ársfundur hins Íslenzka fornleifafélags 2015 sem haldinn er á Þjóðminjasafninu í dag. Guðný segir Íslendinga almennt mjög áhugasama um fornleifafræði og það skipti miklu máli, þar sem það er mikilvægt að skilja hvaðan við komum og hvernig við fórum að því að komast hingað.

Menning