Menning

Rauðir, stinnir og safaríkir

"Ekki snerta tómatana mína," söng Josephine Baker daðurslega á millistríðsárunum, en íslenskir garðyrkjubændur syngja allt annan söng og bjóða neytendum upp á sannkallaða tómataveislu í sumar. Íslenskir tómatar eru nú fáanlegir árið um kring, en úrvalið eykst og verðið lækkar um leið og sumarið gengur í garð.

Menning

Ber virðingu fyrir fæðu og peningum

Mér finnst mikilvægt að bera bæði virðingu fyrir fæðunni og fyrir peningunum," segir Jónas R. Jónsson, umboðsmaður íslenska hestsins, aðspurður hvernig hann nái að drýgja tekjurnar og spara sem mest.

Menning

Krossar í Staðarsveit í uppáhaldi

"Minn allra mesti uppáhaldsstaður á Íslandi er Krossar í Staðarsveit á Snæfellsnesi, þar sem mamma, amma og langamma eru fæddar og uppaldar," segir Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi. Á Krossum segir hún alla afkomendur ömmu sinnar eiga sumarhús.

Menning

Geggjað að vera upp á hálendinu

Agnes Karen Sigurðardóttir er gjaldkeri Ferðaklúbbsins 4x4 og eftirlætisstaðurinn hennar er að sjálfsögðu í jeppafæri. "Mér finnst geggjað að vera uppi á hálendinu, fara inn í Setur sem er klúbbskálinn okkar í 4x4 og stendur inni við Kisubotna við rætur Hofsjökuls."

Menning

Sparnaður í mjólkurdrykkju

Doktor David MacCarron, bandarískur prófessor í læknis- og næringarfræði við háskólann í Kaliforníu heldur því fram að Íslendingar og Bandaríkjamenn gætu sparað mjög mikið í heilbrigðisgeiranum ef börn og fullorðnir drykkju meira af mjólk og borðuðu meira af mjólkurvörum á hverjum degi. MacCarron telur að Íslendingar gætu sparað um það bil þrjá til fjóra milljarða íslenskra króna í heilbrigðiskerfinu á þennan hátt.

Menning

Hollur matur er alls ekki dýrari

Nú þegar sumarið er komið eru margir sem huga að heilsunni og liggur beinast við að breyta mataræðinu. Það er ekki tilfellið að hollur matur sé dýrari en óhollur.

Menning

Göngubók sem höfðar til allra

Jón Gauti Jónsson er höfundur bókarinnar Gengið um óbyggðir sem nýlega kom út hjá Almenna bókafélaginu. Bókin er ekki leiðar- og svæðalýsingar og ekki bara ætluð vönum fjallageitum heldur á hún að höfða til allra.

Menning

Buddan og börnin

Það getur verið dýrt að eiga börn. Því er ekki úr vegi að setja upp skynsemisgleraugun til að hafa hemil á eyðslunni. Hér eru níu góð ráð.

Menning

Borða til að verjast ónæði

Konur sem þurfa að vinna í mjög háværu umhverfi bregðast við ónæðinu með því að borða mjög mikið á milli mála. Ný rannsókn sýnir að þær grípa allt sem hendi er næst og úða í sig snakki, frönskum, súkkulaði og bara hverju sem er. Karlmenn hins vegar gera þetta ekki.

Menning

Grísk tzatziki-ídýfa

Tzatziki-ídýfa er tilvalin með góðu brauði eða sem sósa með ýmsum grilluðum mat, til dæmis grilluðum fiski eða lambakjöti.

Menning

Úrval-Útsýn í erlent samstarf

Úrval-Útsýn hefur hafið samstarf við ferðaþjónustufyrirtæki sem heitir Octopustravel og er með skrifstofur í London, New York, Osaka og Hong Kong. Með þessu fyrirtæki er hægt að bóka gististaði og skoðunarferðir um allan heim á netinu.

Menning

Kaupmáttur launa rýrnaði

<font size="2"> Kaupmáttur launa rýrnaði um 0,6% á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt launakönnun Kjararannsóknanefndar. Ástæðan er sú að á sama tíma og laun hækkuðu um hálft annað prósent, hækkaði vísitala neysluverðs um rúmlega tvö prósent og gerði því gott betur en að éta upp launahækkunina. Meðallaun þeirra 15 þúsund starfsmanna á almenna vinnumarkaðinum sem könnunin náði til voru 256.500 krónur og meðalvinnutími var rúmlega 45 klukkustundir á viku. </font>

Menning

Nautið (20.apríl - 20.maí)

Dagurinn verður heldur viðburðalítill og þú ættir að einbeita þér að vinnunni fyrri hluta dagsins. Hittu vini eða ættingja í dag.

Menning

Meyjan (23.ágúst - 22.sept)

Þér finnst þú hjakka stöðugt í sama farinu. Annaðhvort þarft þú að einbeita þér að því að finna nýtt starf eða áhugamál.

Menning

Sporðdreki (24.okt - 21.nóv)

Nú er einkar hagstætt að gera viðskiptasamning og þú ættir að nota þér það ef þú ert í þeim hugleiðingum. Ef rétt er á málum haldið fer fjárhagur þinn batnandi.

Menning

Bogamaður (22.nóv - 21.des)

Hversu mikið sem er að gera hjá þér þessa dagana þá skaltu gefa þér tíma til að setjast niður öðru hvoru og láta þér líða vel.

Menning

Vatnsberinn (20.jan - 18.feb)

Fjölskyldan krefst mikils af þér og þér finnst þú ekki rísa undir þeim kröfum að öllu leyti. Þú veltir fyrir þér að leita leiða til að auka tekjur þínar.

Menning

Nautið (20.apríl - 20.maí)

Tilfinningamálin verða þér ofarlega í huga í dag. Þú þarft á góðum hlustanda að halda og mun góður vinur þinn reynast þér betri en enginn.

Menning

Steingeit (22.des - 19.jan)

Þú færð einkennilegar fréttir af fjarlægum vini þínum og þær gætu valdið þér áhyggjum sem reynast þó alveg ástæðulausar.

Menning

Steingeit (22.des - 19.jan)

Einhver þarfnast hjálpar og leitar til þín. Ef þú sérð þér ekki fært að veita aðstoð ættirðu að minnsta kosti að sýna skilning á aðstæðum.

Menning