Menning

Arndís Björg átti Trabant

Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er eigandi bókabúðarinnar Iðu og verstu kaup sem hún hefur gert eru einnig þau bestu. "Árið 1983 vorum við að kaupa okkur íbúð og þar sem okkur vantaði alltaf peninga skiptum við niður bílum og fengum okkur stöðugt ódýrari bíl uns við enduðum í Trabant Station."

Menning

Fitusog leysir ekki vandann

Það er ekki sama hvernig þú missir aukakílóin. Niðurstöður rannsókna sem birtust í virtu bandarísku læknatímariti benda til þess að það sé ekki nóg að fara í fitusog og minnka þannig magn blóðfitu og fækka kílóunum.

Menning

Pálmi Sigurhjartarson syndir

"Ég hef stundað sund í nokkur ár en það má nú alltaf bæta sig. Ég fer á hverjum degi og reyni að synda lágmark tvö hundruð metra. Yfirleitt syndi ég á bilinu tvö hundruð til fimm hundruð metra," segir Pálmi Sigurhjartarson, tónlistarmaður

Menning

Bretar borða frá sér leiða og sút

43% Breta nota mat til að létta af sér leiðindum, einmanaleika og streitu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bretlandi á dögunum. Einnig er algengt að fólk leiti huggunarí mat eftir að hafa rifist við maka sinn

Menning

Unnið með himnur líkamans

Erla Ólafsdóttir er sjúkraþjálfari sem ásamt Birgi Hilmarssyni er í forsvari fyrir Upledgerstofnunina á Íslandi en samtökin standa fyrir kynningarnámskeiðum í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð um allt land.

Menning

Afsveinast í Kanada

Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Róbert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferðir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin.

Menning

Starfið mitt

Kúnst að sveifla glöttunni Vignir Páll Sigurvinsson starfar við að leggja iðnaðargólf hjá fyrirtækinu Gólflögnum ehf. Hann er 24 ára að aldri, hefur verið við gólflagningu í fimm og hálft ár og alltaf haft mikið að gera. "Þetta er alveg stanslaust puð," segir hann

Menning

Sportsaumakonur mótmæla

Tuttugu konur stilltu sér upp með saumavélar á húsþaki við rætur Akrópólishæðar í Aþenu nýlega. Þær voru að vekja athygli á kjörum og aðstæðum hundruð þúsunda launafólks í þeim geira fataiðnaðarins sem framleiðir sportfatnað

Menning

Hyundai Getz á ólympíuleikunum

Hyundai er aðalstyrktaraðili Ólympíuleikanna í Aþenu sem fara fram þessa dagana. Fjögur þúsund Hyundai bílar eru því í Aþenu nú og hefur Hyundai Getz verið útnefndur bíll Ólympíuleikanna 2004.

Menning

Loksins kejmur Fiestan

Í lok þessa árs mun nýr og sportlegur Ford Fiesta ST koma á götuna. Margir eru eflaust orðnir frekar óþolinmóðir að bíða eftir þessum bíl þar sem hann var kynntur á bílasýningu í Genf í mars á þessu ári.

Menning

Bíll fyrir milljónamæringa

Það hefur eflaust fangað athygli margra lesenda Fréttablaðsins að heldur óvenjulegur bíll var auglýstur í smáauglýsingum síðastliðinn fimmtudag. Þar mátti lesa auglýsingu um nýjan Maybach 57 og var verðið heldur hærra en gerist og gengur, eða tæplega 49 milljónir króna.

Menning

Tryllitækið

Tryllitæki þessarar viku er Lotus Elise 111-S sportbíll árgerð 2004 en eigandi hans er Bergur Guðnason

Menning

Fimmtugir betri starfskraftar

"Fólk sem komið er yfir fimmtugt eru góðir starfskraftar enda er þetta fólk sem er áreiðanlegt og býr yfir mikilli reynslu," segir Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ráðningarþjónustunnar í Reykjavík, og vísar hann í könnun sem gerð var nýlega þar sem fram kom að fólk yfir fimmtugu þyki atvinnurekendum vera besti starfskrafturinn.

Menning

167 hestafla ofursporthjól

Á mótorhjólasýningu Intermot sem hefst í Bæjaralandi 15. september mun BMW-umboðið frumsýna nýtt ofursporthjól sem heitir K1200 S.

Menning

Líður nú eins og karli

Magni Ásgeirsson keyrði alltaf um á strákabílum en er himinlifandi með nýja fullorðinsbílinn sinn.og finst lyktin í honum allra best.

Menning

Leyndardómsfullur Ólafur Jóhann

Það er óhætt að segja að sköpunarkrafturinn ráði ríkjum hjá Ólafi Jóhanni Ólafssyni um þessar mundir en fimm mánaðagömul dóttir hans, Sóley, afhenti í gær útgáfustjóra Máls og menningar, Páli Valssyni, endanlegt handrit að glænýrri skáldsögu rithöfundarins.

Menning

Lífrænn og góður safi

Ávaxta- og grænmetissafi úr lífrænt ræktuðum gulrótum og nýuppteknum lífrænt ræktuðum eplum er nýkominn á markað. Innflytjandi þessara safa er Yggdrasill ehf. en athygli vekur að innihaldslýsing og næringarefnataflan á flöskunum er öll á íslensku

Menning

Runnar svigna undan rauðum berjum

Eitt af því sem fylgir hinum rómantíska ágústmánuði er uppskera á ýmsum gjöfum móður jarðar. Nú svigna greinar runna í görðum undan rauðum og bleikum berjum og lautir og hlíðar skarta lyngi með bláum og svörtum.

Menning

Frosin ber þurfa styttri suðu

"Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir.

Menning

Maríus í óperunni

Óperuverkið Sweeney Todd eftir Stephen Sondheim verður frumsýnt í Íslensku óperunni þann 8. október en það er í fyrsta sinn sem sýningin er sett upp á Íslandi.

Menning

Sædís Ósk Helgadóttir 11 ára

Sædís Ósk Helgadóttir er nýkomin úr sumarbústað í grennd við Hveragerði með vinkonum sínum og dregur aðeins við sig jáið þegar hún er spurð hvort hún hlakki til þegar skólinn byrjar. Hún er ekkert sérstaklega spennt enda gaman að vera í fríi þegar veðrið er svona gott.

Menning

Eftirlætiskennarinn

Elsku drengurinn, slappaðu af og syngdu eins og maður."Það liggur alveg ljóst fyrir hver er uppáhaldskennarinn minn fyrr og síðar, það er meistari Guðmundur Jónsson," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, sem hefur getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis.

Menning

Námskeið fyrir konur á Spáni

Sumarferðir efna til vikunámskeiðs fyrir konur á öllum aldri í haust. Á námskeiðinu er meðal annars farið í líkamsrækt, kjarkæfingar, jóga og hugleiðslu. Haldnir verða fyrirlestrar um heilsu, næringu, stress og aukakíló, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið verður haldið á glæsilegu hóteli í Albir á Spáni.

Menning

Liza Marklund til Íslands

Sænski metsölu- og spennusagnahöfundurinn Liza Marklund er væntanleg til Íslands dagana 1.- 3. september í tilefni af útkomu bókarinnar Úlfurinn rauði.

Menning

Viltu tapa milljón?

Það getur kostað um milljón króna að ganga í það heilaga. En kostnaðurinn af því að vera í hjónabandi er hvergi nærri allur talinn þar sem nú hefur komið í ljós að það getur kostað allt að milljón árlega að gangast opinberlega við ástarsambandi sínu.

Menning