Menning

Frá Vibskov til Willhelm

Sara María Skúladóttir er nýsnúin frá Danmörku, þar sem hún vann í stúdíói fatahönnuðarins þekkta, Henrik Vibskov í einn mánuð. Í lok ágústmánaðar heldur hún svo til Parísar, þar sem hún hefur fengið vinnu hjá öðrum þekktum hönnuði, Bernhard Willhelm.

Menning

Íslensk sýning í Hangar-7

Listasafnið Hangar-7 í Austurríki setur í lok september upp sýningu tileinkaða íslenskum listamönnum. Sjö íslenskir listamenn verða valdir til að sýna þar. Mikill fjöldi fólks sækir sýningar þarna og er þetta því mikill fengur fyrir þá listamenn sem verða valdir.

Menning

ArtFart hefst í annað sinn

Sviðslistahátíðin artFart hefst um helgina, með frumsýningu á dansverkinu Moment Seen í Tjarnarbíói. Samband ungra sviðslistamanna stendur að hátíðinni, sem hóf göngu sína í fyrra.

Menning

Einkasýning Heklu

Hekla Dögg Jónsdóttir opnar einkasýningu í Nýlistasafninu í dag. Sýningin ber heitið „Liminality; alveg á mörkunum“ og stendur til 19. ágúst. „Liminality” vísar til millibilssvæðis eða griðastaðar sem áhorfanda gefst færi á að dvelja í, að því er segir í fréttatilkynningu.

Menning

Syndug hjörtu á Rauðasandi

Bjartur útgáfa gaf út tvær skáldsögur Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl og Aðventu, nú í vikunni. Í tilefni af útgáfu Svartfugls verður boðið upp á menningardagskrá að Saurbæ á Rauðasandi annað kvöld. Dagskráin ber titlinn „Við klukknahljóm syndugra hjarta“.

Menning

Vinir í 101 Gallerí

Helgi Þórsson og Morgan Betz opna í dag samsýninguna Bermuda Love Triangle: the story of Doctor Son and Mister Bates, í 101 Gallerí að Hverfisgötu 18a.

Menning

Sótti áhrif í íslensk sjómannaklæði

Hildigunnur Sigurðardóttir lauk nýverið við BA í fatahönnun í skóla í Bretlandi. Þar fékk hún hæstu eink­unn fyrir lokalínu sína og fékk þann heiður að sýna á London Graduate Week ásamt útskriftarnemum úr öðrum skólum.

Menning

Í fótspor Möðruvallamunka

Minjasafnið á Akureyri, í samvinnu við Amtmannssetrið á Möðruvöllum, stendur fyrir sögugöngu frá miðaldakaupstaðnum Gásum að Möðruvöllum í Hörgárdal. Gangan hefst á því að Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri Gásaverkefnisins, veitir gestum leiðsögn um Gásakaupstað.

Menning

Reykjavík skynjuð á nýjan og framandi hátt

Í sumar hafa menningarstofnanir Reykjavíkurborgar staðið fyrir kvöldgöngum frá Kvosinni þriðja sumarið í röð. Í kvöld kl. 20 mun Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona fara fyrir göngunni og varpa nýju ljósi á miðbæ Reykjavíkur á leiðinni.

Menning

LungA lokið

Vikulangri Listahátíð ungs fólks á Austurlandi lauk í gær með uppskeruhátíð á Seyðisfirði og gekk hátíðin vel fyrir sig.

Menning

Hark að vera ljóðskáld á Íslandi

Þórdís Björnsdóttir hefur gefið út þriðju ljóðabók sína. Fyrsta skáldsaga hennar er svo væntanleg fyrir jólin. „Í bókinni er margt ósagt. Það er ýjað að mörgu og í ljóðunum er ákveðinn undirliggjandi óhugnaður. Nafn bókarinnar kemur úr þessum þætti hennar, þessari dulúð,“ segir Þórdís Björnsdóttir.

Menning

Galdrafár um alla Reykjavík

Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn, Harry Potter and the Deathly Hallows, kemur í verslanir á föstudaginn og mikill spenningur er kominn í aðdáendur bókanna.

Menning

Götulistakeppni í reykporti

Kaffihúsið Prikið stendur fyrir götulistakeppni um þessar mundir, en vinningshafi í keppninni fær að skreyta flennistórt svæði í portinu á bak við húsnæðið.

Menning

Magnús Pálsson minnist Þórarins Nefjólfssonar í i8

Í gær opnaði Magnús Pálsson athyglisverða sýningu í Galleríinu i8 á Klapparstíg 33. Sýningin mun standa til 18. ágúst næstkomandi og ber yfirskriftina Minning Þórarins Nefjólfssonar. „Frá unga aldri hefur setið í mér sagan af Þórarni og viðskiptum hans við Noregskonung,“ segir Magnús.

Menning

Síðasta Föstudagsfiðrildið í dag

Síðasta Föstudagsfiðrildi sumarsins fer fram í dag. Skapandi sumarhópar hafa verið duglegir að skemmta gangandi vegfarendum miðbæjarins í sumar og hafa fengið mjög góðar undirtektir. Í dag er því um að gera að kíkja niður í bæ og athuga hvað unga fólkið hefur upp á að bjóða.

Menning

Jónsi og Alex sýna í Arkansas

Riceboy Sleeps, sameiginlegt verkefni Jóns Þórs Birgissonar, sem flestir þekkja sem Jónsa í Sigur rós, og Alex Somers, kærasta hans, heldur utan á næstunni. Jónsi og Alex halda sýningu í Arkansas um næstu mánaðamót og í Melbourne í Ástralíu í október.

Menning

InfoPHR opnar á Korpúlfsstöðum

Sýningin InfoPHR opnar í sýningarrými Sambands íslenskra myndlistarmanna á Korpúlfsstöðum á morgun. Þar sýna níu listamenn frá Reykjavík, Hamborg og Prag afrakstur samstarfs síns síðastliðin þrjú ár.

Menning

Björgum Harry Potter

Í vikunni verður fimmta kvikmyndin um galdrastrákinn Harry Potter frumsýnd. Aðdáendur bókanna bíða hins vegar margir hverjir spenntari eftir sjöundu bókinni og vona heitt og innilega að Potter haldi lífi. Vefsíða Waterstone-netbókaverslunarinnar hefur sett af stað undirskriftalista og biðlar þar til J.K Rowling um að gefa galdraunglingnum grið.

Menning

Vinna myndir og tóna

Slefberi nefnist einn af hinum skapandi sumarhópum Hins Hússins. Hópinn skipa þau Logi Leó Gunnarsson, Birna Björnsdóttir og Helena Aðalsteinsdóttir.

Menning

Rándýr hauskúpa

Myndlistarmaðurinn Damien Hirst opnaði í byrjun júnímánaðar sýningu þar sem hann sýnir dýrasta listaverk sem hefur verið búið til. Verkið er hauskúpa í fullri stærð úr títaníum alþakin demöntum. Á hauskúpunni eru 8601 demantar sem eru samtals 1106,18 karöt.

Menning

Hrófatildur í Hyde Park

Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum.

Menning

Innblástur frá málurum

Tískuhúsið Christian Dior fagnar þessa dagana sextíu ára afmæli sínu og John Galliano, yfirhönnuður þess, fagnar því einnig að tíu ár eru síðan hann tók við hjá Dior.

Menning

Warhol í Skotlandi

Einn viðburða á Edinborgarhátíðinni í byrjun águst er gríðarstór yfirlitssýning á verkum Andy Warhol á Skoska Þjóðlistasafninu. Þar mun æja saman ólíklegustu verkum hans.

Menning

Lokahelgi Davíðs

Það er komið að sýningarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar í Safninu á Laugavegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Á þessum tíma hefur Davíð Örn

Menning

Sýnt í Innréttingum

Handverk og hönnun hefur nú haft aðsetur í nýuppgerðu húsi Innréttinganna í Aðalstræti 10 í Reykjavík um nokkurt skeið. Á fimmtudag var þar opnuð ný sýning á vegum samtakanna. Hún kallast Á skörinni. Þar sýna Margrét Þórarinsdóttir handgerða fugla, Snjólaug Sigurjónsdóttir sýnir útsaumaðar myndir og Fitjakot sýnir púða.

Menning

Nýtt Blek

Nýtt hefti af myndasögublaðinu Blek er komið út en það ber nú heitið Neo-Blek. Þetta er tólfta blaðið í hinni merku útgáfu íslenskra myndasögusmiða og hefur útgáfa þess ekki notið nægilegrar athygli.

Menning

Blöndal í Boxi

Myndlistarkonan Margrét Blöndal sýnir teikningar sína í Gallerí Box í Kaupvangsstræti 10 á Akureyri og verður sýningaropnun á laugardag - 07.07.07 - kl. 14:00. Sýningin stendur til 22.júlí og er opið á laugardögum og sunnudögum frá 14-17 en einnig eftir samkomulagi.

Menning

Guðfaðir poppsins

Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku.

Menning

Hamingjudagar

Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum,“ segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.

Menning