Menning

Spennutryllir um rafrænar ofsóknir

Blindhríð, nýjasta skáldsaga Sindra Freyssonar, kemur út í dag. Sindri segir bókina á mörkum hefðbundinnar skáldsögu og spennutryllis, en viðfangsefnið er rafrænar ofsóknir, bæði út frá sjónarhóli geranda og fórnarlambs.

Menning

Áleit stofnanir fáránlegar í fyrstu

Arnar Jónsson frumsýnir einleikinn Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson á stóra sviði Þjóðleikhússins á sunnudagskvöld, 10. nóvember. Þannig kveður hann Þjóðleikhúsið eftir 35 ára farsælan feril sem fastur starfsmaður.

Menning

Ræða hlutverk lista og fagna myrkri

Ráðstefna háskóla á norðurheimskautssvæðinu verður í Norræna húsinu á morgun og föstudag. Þar verður einnig opnuð myndlistarsýning og framinn eldgjörningur á Ægisíðu.

Menning

Ekkert stressuð fyrir hönd barnanna

Randalín og Mundi í Leynilundi eftir Þórdísi Gísladóttur er sjálfstætt framhald bókarinnar Randalín og Mundi sem kom út í fyrra. Sumir supu hveljur yfir ýmsu í þeirri bók en Þórdís segist ekki eiga von á að neinn sjokkerist yfir þessari nýju.

Menning

Maðurinn sem á sök á öllu illu

Illugi Jökulsson komst að því sér til undrunar að sá maður sem á sök á öllum hörmungum 20. aldar er hvorki Hitler né Stalín heldur Wilhelm Souchon. Og hver er nú það?

Menning

Erum enn þá síðnýlenduþjóð

Sæmd, nýjasta skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar, fjallar um sannsögulega atburði sem áttu sér stað í Reykjavík árið 1882. Hann segist þó alls ekki vera að skrifa sagnfræði, heldur að endurskapa persónur og atburði.

Menning

Fæ að gera það sem ég hef gaman af

Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, opnar sýningu á morgun, laugardag í Hafnarborg, sem nefnist Dvalið hjá djúpu vatni. Þar eru verk frá fjölbreyttum listferli hennar sem nær allt aftur til ársins 1947, og enn er hún að, áttatíu og sjö ára að aldri.

Menning

Veisla fyrir kammerunnendur

Ingibjörg Guðjónsdóttir verður gestasöngvari með Elektra Ensemble á tónleikum hópsins á Kjarvalsstöðum á sunnudagskvöldið.

Menning

Grænland var afgerandi áhrifavaldur

Kim Leine hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir skáldsöguna Profeterne i Evighedsfjorden. Leine bjó á Grænlandi í 15 ár og segir þá vist hafa haft afgerandi áhrif á sig. Bókin er væntanlegu á íslensku í mars á næsta ári.

Menning

Myndaði miðbæinn

Ljósmyndabókin Reykjavík í hnotskurn er umfangsmikil samtímaheimild um grafík og hönnun í miðbæ Reykjavíkur. Bókin inniheldur ljósmyndir sem Annetta Scheving, grafískur hönnuður með ljósmyndadellu, hefur tekið undanfarin fjögur ár.

Menning

Bjarki enn á toppnum

Ljóðabók Bjarka Karlssonar, Árleysi alda, trónir á toppi metsölulista Eymundsson aðra vikuna í röð.

Menning

Nýr einleikur um eldklerkinn

Eldklerkurinn, nýr einleikur eftir Pétur Eggerz, verður frumsýndur á Kirkjubæjarklaustri um helgina. Verkið er byggt á ritum séra Jóns Steingrímssonar, eldklerksins úr Skaftáreldum. Sýningar verða í Hallgrímskirkju næstu þrjár helgar.

Menning

Spánverjar elska Arnald

Arnaldur Indriðason fær lofsamlega dóma í El Mundo fyrir Skuggasund og er þar meðal annars talað um frásagnarsnilld.

Menning