Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. Menning 18.12.2024 09:53
Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður „Ég verð að segja að mamma og pabbi höfðu rétt fyrir sér, ég fíla mig feitt í myndlist og sé ekkert eftir því vali,“ segir myndlistarmaðurinn Bergur Nordal sem var að opna sína fyrstu einkasýningu hérlendis síðastliðna helgi á Kontórnum, Hverfisgötu. Bergur hefur verið búsettur í Vínarborg undanfarin ár þar sem hann stundar nám við Listaakademíuna og hefur meðal annars sýnt í frægu listgalleríi í Berlín. Menning 18.12.2024 07:00
Bestu vinkonur sameinast í listinni Vinkonurnar og listakonurnar Hulda Katarína og Helena Reynis ákváðu fyrr í vetur að sameina krafta sína og setja upp sýninguna Tabi-Sabi þar sem þær sækja innblástur í japanska hugmyndafræði. Þær opnuðu með pomp og prakt í Klei Atelier, Baldursgötu 36. Menning 17.12.2024 16:00
Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður hjá Ríkisútvarpinu, mun ýmist taka sér leyfi eða vinna í hlutastarfi hjá RÚV meðan hún nýtur listamannalauna allt næsta ár. Menning 5.12.2024 12:11
Þessi fá listamannalaun 2025 Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. Menning 5.12.2024 08:21
Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Það var jólalegt líf og fjör á fyrsta í aðventu á Listasafni Íslands þegar safnið og Litróf sameinuðu krafta sína í hátíðlegri gjafapappírsútgáfu. Margt var um manninn og jólaskapið leyndi sér ekki. Menning 4.12.2024 20:03
„Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ Menning 3.12.2024 18:17
Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. Menning 3.12.2024 14:12
Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Í dag klukkan tíu klukkan 10:00 verður formleg dagskrá í Hörpu vegna Dags íslenskrar tónlistar sem er á sunnudag. Þá mun íslenskt tónlistarfólk verðlauna fólk og hópa sem myndar eiginlegt stoðkerfi íslensks tónlistarlífs. Menning 29.11.2024 09:31
Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar undirrituðu í dag samning um rekstur Borgarleikhússins til næstu þriggja ára. Samningurinn gildir frá fyrsta janúar 2025 til og með 31. desember 2027. Menning 27.11.2024 15:18
Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Það var margt um manninn og líf og fjör í breska sendiráðinu í Reykjavík um helgina. Tilefnið var kokteilboð til að heiðra breska rithöfunda sem staddir voru á Íslandi vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Stjörnur á borð við David Walliams og Charles Spencer skáluðu og skemmtu sér vel. Menning 25.11.2024 20:00
Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur „Við erum með marga stóra erlenda gesti og það hefur aldrei verið svona mikið af stórum nöfnum. Það er margt að sjá og erfitt að velja hvað stendur upp úr,“ segir rithöfundurinn Ragnar Jónasson í samtali við blaðamann en hann og Yrsa Sigurðardóttir eru forsprakkar bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir sem hefst með pompi og prakt í Reykjavík í kvöld. Menning 19.11.2024 14:33
52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Embla Bachmann er átján ára og gaf út sína fyrstu bók í fyrra, Stelpur stranglega bannaðar. Hún var í kjölfarið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu. Bók númer tvö kom út fyrir nokkrum vikum og um svipað leyti kom út frumraun annars höfunds. Sá er 52 árum eldri en Embla og er engin önnur en amma hennar. Menning 18.11.2024 12:32
Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Ballettheimurinn syrgir nú einn helsta karlkynsballettdansara heims eftir að tilkynnt var um andlát hins 39 ára Vladimir Shklyarov. Menning 18.11.2024 08:01
Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Sigríður Jóna Kristjándóttir og Einar Hákonarson bætast á lista heiðurslistamanna samkvæmt breytingartillögu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Menning 15.11.2024 16:49
Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Sophie Grégoire Trudeau fjölmiðlakona og fyrrverandi forsetafrú Kanada segir það skaðlegt andlegri heilsu að gefa afslátt af sínu sanna sjálfi til að geðjast öðrum. Hún sé stolt af sér fyrir að hafa aldrei þóst vera önnur er hún er og því hafi hún lagað hlutverk forsetafrúar að sér, en ekki öfugt. Menning 12.11.2024 19:50
Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Leikfélag Hafnarfjarðar hefur verið lagt niður. Ýmsir erfiðleikar höfðu áhrif á starfsemina. Flestir meðlimir félagsins hafa gengið í raðir annarra leikfélaga. Menning 10.11.2024 18:42
Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna sem er enn ein rósin í hnappagat píanistans margverðlaunaða sem þekkir þó vel tilfinninguna að henda tilbúinni sigurræðu í ruslið. Menning 8.11.2024 17:14
Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Um fimm hundruð manns fögnuðu útkomu ævisögu Geirs H. Haarde í anddyri Háskólabíós á dögunum. Ljóst er að mikill áhugi er á bókinni en hún rauk beint í efsta sætið á metsölulistanum í Eymundsson. Menning 8.11.2024 14:01
Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta verður fyrsti áreksturinn okkar og við hlökkum til að sjá hvernig verkin okkar munu tala saman í rýminu,“ segja myndlistarmennirnir Steingrímur Gauti og Árni Már sem standa að samsýningunni Árekstur. Báðir hafa þeir haslað sér völl sem einhverjir vinsælustu listamenn landsins. Menning 6.11.2024 09:00
„Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Barnabókahöfundur birti uppgjör sitt fyrir bóksölu síðasta árs. Mikill munur er á greiðslum fyrir bóksölu og spilun á streymisveitunni Storytel. Hún segir rithöfunda verða að reiða sig á listamannalaun en þau séu alls ekki nóg. Menning 5.11.2024 15:58
Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Menningarlífið hérlendis iðar um þessar mundir þar sem afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fer fram á fimmtudag í Grósku. Menning 5.11.2024 15:00
„Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ „Það er eitthvað töfrandi við það að leyfa sér að vera eins og barn,“ segir tónlistarkonan, danshöfundurinn og nýsköpunarfræðingurinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir. Hún var að frumsýna dansverkið Hverfa í samstarfi við Íslenska dansflokkinn um helgina á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og stemningin var í hæstu hæðum. Menning 5.11.2024 09:00
Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Guðni Tómasson, fráfarandi menningarritstjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið verið ráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Menning 4.11.2024 14:29