Leikjavísir

Alþjóðleg yfirtaka hjá GameTíví

Alþjóðlegi hópurinn CM!OB mun taka yfir Twitch-síðu GameTíví í kvöld. Hópurinn er samansettur af spilurum frá sem búa víðsvegar um heiminn eða á Íslandi, Sviss, Svíþjóð og í Bandaríkjunum.

Leikjavísir

Queens skoða uppruna mannsins

Stelpurnar í Queens ætla að kíkja á uppruna mannkynsins í leiknum Ancestors: The Humankind Odyssey. Þar munu þær fikra sig í gegnum fyrsta æviskeið Óla Jóels.

Leikjavísir

Flytja og skoða nýja Call of Duty

Strákarnir í GameTíví ætla að opna flutningaþjónustu í kvöld og spila Call of Duty: Modern Warfare 2. Fyrst ætla strákarnir að reyna við leikinn Totally Reliable Delivery Service, áður en þeir kíkja á betu-prufu MW2.

Leikjavísir

Gátukvöld hjá Gameverunni

Það verður reynt á heilastarfsemina í streymi Gameverunnar í kvöld. Marín og Kalli ætla að rugla áhorfendur og hvort annað í First Class Escape. 

Leikjavísir

Assassin's Creed fer loks til Japans

Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Ubisoft opinberuðu um helgina að ninjur munu loksins sjást í söguheimi Assassin‘s Creed leikjanna. Starfsmenn fyrirtækisins í Kanada vinna nú að leik sem á að gerast í Japan en spilarar hafa um árabil kallað eftir slíkum leik.

Leikjavísir

Úr Red Dead í GTA 6

Starfsmenn leikjafyrirtækisins Rockstar kvöddu nýverið leikinn Red Dead Redemption. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ákveðið að hætta að þjónusta fjölspilunarhluta leiksins etir nýjustu uppfærslu hans og munu starfsmenn Rockstar þess í stað einbeita sér að framleiðslu sjötta Grand Theft Auto leiksins.

Leikjavísir

Skotið og eldað hjá Babe Patrol

Það verður bæði skotið og eldað hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Þær ætla sér að taka á því í eldahúsinu og spila leikinn Overcooked í streymi kvöldsins.

Leikjavísir

Drottningarnar snúa aftur úr sumarfríi

Drottningarnar í Queens snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Þær munu verja fyrsta streymi vetrarins í að fara yfir hvað gerðist í sumar, hvaða leikir eru væntanlegir og eflaust rífast yfir co-op leik. 

Leikjavísir

Sprella með áhorfendum

Strákarnir í GameTíví ætla að taka á honum stóra sínum í kvöld og sýna áhorfendum sínum hvers megnugir þeir eru. Það munu þeir gera í hinum vinsæla Fall Guys í kvöld.

Leikjavísir