Innherji

Húsnæðisverð lækkar

Þrátt fyrir að steypan sé uppáhalds fjárfesting Íslendinga getur íbúðaverð lækkað líkt og annað eignaverð og það er einmitt það sem er framundan.

Umræðan

Vísbendingar um að markaðurinn hafi „tekið alltof skarpa dýfu“

Staðan á hlutabréfamarkaði hefur umturnast á síðustu tólf mánuðum. Fyrir um ári mátti sjá merki þess að markaðurinn væri búinn að ofrísa, meðal annars út frá þróun peningamagns í umferð, en núna eru vísbendingar um hið gagnstæða og verðmöt gefa til kynna að meirihluti félaga í Kauphöllinni séu verulega vanmetin, að sögn hlutabréfagreinenda.

Innherji

Enn til skoðunar að skrá Íslandshótel í Kauphöll

Það er enn til skoðunar að skrá Íslandshótel, stærstu hótelkeðju landsins, í Kauphöllina, þrátt fyrir að miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum. Þetta segir Davíð T. Ólafsson, forstjóri samstæðunnar, aðspurður í samtali við Innherja. „Það hefur ekki breyst.“

Innherji

Útgreiðslur skráðra félaga til fjárfesta að nálgast um 180 milljarða

Á sama tíma og hlutabréfafjárfestar eru að upplifa sitt versta ár á mörkuðum frá fjármálahruninu 2008 þá er allt útlit fyrir að útgreiðslur skráðra félaga til hluthafa í ár meira en tvöfaldist frá því í fyrra. Þar munar mikið um væntanlegar greiðslur til hluthafa Símans og Origo á næstu vikum eftir sölu félaganna á stórum eignum.

Innherji

Fjöl­miðla­frelsi og miðlun inn­herja­upp­lýsinga

Blaðamönnum er heimilt að veita heimildarmönnum sínum innherjaupplýsingar að því marki sem slík upplýsingagjöf telst nauðsynleg í þágu starfs þeirra. Þetta er niðurstaða dómstóls Evrópusambandsins í nýlegu máli franska fjármálaeftirlitsins gegn viðskiptablaðamanni á breska fjölmiðlinum Daily Mail.

Umræðan

Vikan framundan: AGS uppfærir spá sína um hagvöxt í heimshagkerfinu

Í vikunni mun Seðlabankinn meðal annars birta nýjar mánaðartölur um kortaveltu en á liðnu sumri var heildarvelta erlendra greiðslukorta í hæstu hæðum. Á erlendum vettvangi ber hæst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á morgun, þriðjudag, koma með uppfærða hagspá sína. Fastlega er gert ráð fyrir að þar verði boðaður enn minni hagvöxtur á heimsvísu en áður var spáð og eins meiri verðbólgu.  

Innherji

Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár

Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár.

Innherji

Tónlist varð eins og skuldabréf og verðið rauk upp

Stofnendur Öldu Music, sem er rétthafi að bróðurparti allrar íslenskrar tónlistar og var fyrr á árinu selt til Universal Music Group, sáu fyrir sér að streymisveitur myndu gjörbreyta rekstrargrundvelli íslenskrar tónlistar. Stöðugt tekjustreymi ásamt lágu vaxtastigi gerði það að verkum að verðmiðinn á tónlist, þar á meðal íslenskri tónlist, margfaldaðist á örfáum árum.

Innherji

Líklegt að megnið af söluverði Tempo verði greitt til hluthafa Origo

Líklega verður megnið af söluverði Origo á Tempo greitt til hluthafa. Það er þó ekki hægt að útiloka að félagið nýti fjármunina til að fjárfesta í öðrum félögum eða sameinist. Ef fjárhæðin verður öll greitt út til hluthafa verður Origo langminnsta félagið á Aðallista Kauphallarinnar og markaðsvirðið um sex til tíu milljarðar króna.

Innherji

Sjálfsvígsheimsvaldastefna Kremlar

Eins fráleit og hún var, þá var ekkert sem kom á óvart í ræðunni sem Pútín hélt í tilefni innlimunar úkraínsku landsvæðanna. Á undanförnum vikum hefur Rússland orðið fyrir hverju öðru, hernaðarlegu áfallinu í norðaustur Úkraínu. Að sýna veikleika er óhugsandi í huga Pútín og þar af leiðandi bætir hann upp dapurt gengi á vígvellinum með sífellt meira ógnandi málflutningi.

Umræðan

Stytting vinnuvikunnar kostar Slökkviliðið 418 milljónir

Gert er ráð fyrir að stytting vinnuvikunnar muni auka launakostnað Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um 418 milljónir króna eða um tólf prósent á milli ára. Aukninguna má einkum rekja til þess að það varð að ráða 24 starfsmenn til að viðhalda þjónustustigi. Þetta kemur fram í svari frá Slökkviliðinu við fyrirspurn Innherja.

Innherji

Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna.

Innherji

Áttföldun á fjórum árum

Fyrirtæki og stjórnendur hafa mikinn hag af því að gefa sér ráðrúm til að finna sín Tempo verkefni. Ég er sannfærður um að margs konar þekking verður til í fyrirtækjum sem getur nýst langt umfram fyrirtækið sjálft. Tempo varð til í kringum vandamál sem starfsfólk Nýherja stóð frammi fyrir.

Umræðan

Þarf „einbeittan brotavilja ef þetta á að fara illa“

Seðlabankastjóri segist ekki treysta sér til að leggja mat á hvað séu „ásættanlegar“ launahækkanir fyrir komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði út frá verðstöðugleika á tímum þegar verðbólgan mælist yfir níu prósent. Þumalfingurreglan segi hins vegar að til lengdar sé svigrúm til árlegra launahækkana á heildina litið ekki meira en um 4 prósent.

Innherji

Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða

Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til.

Innherji

Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri

Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra.

Innherji

Origo selur hlut sinn í Tempo á 28 milljarða

Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur gengið frá skuldbindandi samkomulagi um sölu á öllum 40 prósenta hlut sínum í Tempo fyrir 195 milljónir Bandaríkjadala í reiðufé, jafnvirði um 28 milljarða króna. Kaupandinn er bandaríski tæknifjárfestingarsjóðurinn Diversis Capital en söluandvirði hlutarins er næstum jafn mikið og núverandi markaðsvirði allrar Origo-samstæðunnar í Kauphöllinni.

Innherji

Fjárfestar telja að Seðlabankanum takist að kæla hagkerfið

Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur komið hratt niður síðan peningastefnunefnd kom saman í ágúst, bæði í gegnum lækkun á óverðtryggðu kröfunni og hækkun á þeirri verðtryggðu. Það er lýsandi fyrir væntingar fjárfesta um að Seðlabankanum sé að takast að kæla hagkerfið með aðgerðum sínum. 

Innherji

Lífeyrissjóðir með þriðjung allra nýrra óverðtryggðra íbúðalána

Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 49 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Lífeyrissjóðirnir eru að ryðja sér aftur til rúms á íbúðalánamarkaði, samhliða því að bankarnir eru að draga hratt úr sínum umsvifum, en markaðshlutdeild þeirra þegar kemur að veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána í samanburði við bankanna er um þriðjungur frá áramótum.

Innherji

Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum

„Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“

Innherji

Íslenskir sjóðir fjárfestu í Alvotech fyrir á fimmta milljarð

Fjögur stærstu íslensku sjóðastýringarfélögin fjárfestu í Alvotech fyrir samtals vel yfir fjóra milljarða króna í aðdraganda þess að líftæknilyfjafyrirtækið var skráð á markað hér heima og í Bandaríkjunum í júní síðastliðnum. Sjóðir opnir almennum fjárfestum í rekstri Íslandssjóða, dótturfélagi Íslandsbanka, voru þar umsvifamestir.

Innherji

Verðbólguskuldakreppa er hafin

Á meðan margir greinendur eru sammála um að komandi kreppa verði stutt og ekki of djúp hef ég varað við slíkum væntingum og bent á hættuna á langvarandi verðbólguskuldakreppu. Sá titringur sem við höfum séð á fjármálamörkuðum, meðal annar bæði skuldabréfa- og lánamörkuðum, hefur stutt þá trú mína að aðgerðir seðlabanka heimsins gegn verðbólgu munu orsaka hrun á bæði fjármálamörkuðum og heimshagkerfinu í heild.

Umræðan

Íbúðaverð fer víða lækkandi og hér á landi hafa líkur á „leiðréttingu“ aukist

Íbúðaverð í mörgum löndum er farið að lækka nokkuð hratt að raunvirði, meðal annars á hinum Norðurlöndunum, samhliða kólnandi markaði og hækkandi fasteignalánavöxtum. Veruleg hækkun íbúðaverðs á Íslandi umfram ákvarðandi efnahagslega þætti á síðustu mánuðum bendir til „mikils ójafnvægis“ á fasteignamarkaði, að mati Seðlabankans.

Innherji

Flýja hlutabréf vegna óvissu og lækkana á erlendum mörkuðum

Þótt efnahagshorfurnar hér á landi séu um margt betri en í okkar helstu viðskiptalöndum þá hafa verðlækkanir á íslenska hlutabréfamarkaðinum í mörgum tilfellum verið meiri en þekkist erlendis og er Úrvalsvísitalan niður um 15 prósent frá því um miðjan september. Áframhaldandi sala erlendra sjóða, aukin skortsala og hrina veðkalla gagnvart skuldsettum fjárfestum skýrir meðal annars þróunina að undanförnu, að sögn viðmælenda Innherja.

Innherji

Tvö dótturfélög Orkuveitunnar ætla að sækja 50 milljarða í nýtt hlutafé

Tvö dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, Ljósleiðarinn og Carbfix, áforma að sækja sér samanlagt um 50 milljarða króna í nýtt hlutafé á næsta ári til að standa undir þeim miklu fjárfestingum sem eru boðaðar. Áætlanir gera ráð fyrir að sú hlutafjáraukning verði að minnsta kosti að hluta til með aðkomu annarra fjárfesta en OR.

Innherji

Stöðutaka með krónunni tvöfaldast á árinu og nemur um 200 milljörðum

Áhugi fyrirtækja og fjárfesta til að verja sig fyrir gengisstyrkingu krónunnar hefur aukist verulega frá því að heimildir voru rýmkaðar á síðasta ári til eiga í afleiðuviðskiptum með gjaldmiðilinn. Umfang stöðutöku með krónunni hefur nær tvöfaldast frá áramótum sem þýðir að væntingar um innflæði gjaldeyris horft fram á við er þegar búið að hafa mikil áhrif á gengið.

Innherji