Innherji
![](https://www.visir.is/i/483142DB0B1E1D6353B89635DA343667F85220C578F7EBDECC7DB0626C5B1075_308x200.jpg)
„Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot
Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna.
![](https://www.visir.is/i/1E79C1B42DB98A6ADCAF654D2133EEBCD516C7E4CA038ECD3B8472D4CBF28FBA_308x200.jpg)
Vikan framundan: Níu skráð félög birta uppgjör vegna þriðja ársfjórðungs
Uppgjör skráðra félaga fyrir þriðja fjórðung yfirstandandi árs halda áfram að birtast þessa dagana. Alls munu níu skráð félög birta uppgjör í vikunni. Síminn heldur hluthafafund á miðvikudag þar sem fyrir liggur tillaga stjórnar félagsins um ráðstöfun söluhagnaðar Mílu.
![](https://www.visir.is/i/146BA48CF9FF86B8D373005523103090F0F3EAF8F0CD054429D9C1361DCE1382_308x200.jpg)
Verðlagning flestra félaga komin undir langtímameðaltal eftir miklar lækkanir
Hlutabréfaverð hérlendis og alþjóðlega hefur lækkað skarpt á einu ári. Sjóðstjóri segir að V/H hlutfall flestra félaga á Aðallista í Kauphöllinni sé komið undir langtímameðaltal, en flest fyrirtækin hafa lækkað talsvert á þennan mælikvarða sem gefur til kynna að þau séu ódýrari en fyrir einu ári, samkvæmt samantekt Innherja.
![](https://www.visir.is/i/493FE90486E749F2CC4D0E3600BEED69F4130930FA5D8EB66C66836F97CB2122_308x200.jpg)
VÍS hefur minnkað vægi skráðra hlutabréfa um nærri þriðjung
Tryggingafélagið VÍS hefur á síðustu misserum minnkað verulega um stöður sínar í skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni samtímis versnandi árferði á hlutabréfamörkuðum. Tvær stærstu fjárfestingareignir félagsins eru í dag eignarhlutir í óskráðum félögum.
![](https://www.visir.is/i/30143C642712F58F96809D618A26C3EEFC64A964328B5E3F0497374B078ACAF2_308x200.jpg)
Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“
Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði.
![](https://www.visir.is/i/2F6DF974C9C5822E201927F373D586B9198DA21506BD9E3601465B095609BE69_308x200.jpg)
Óvissa um uppgjör ÍL-sjóðs setur „allan skuldabréfamarkaðinn í uppnám“
Tillögur fjármálaráðherra um hvernig leysa megi upp ÍL-sjóð voru „nokkuð óvænt útspil“ en verði það gert á grundvelli svonefndrar einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs, þar sem tæknilega er hægt að greiða upp skuldabréf sjóðs á pari í dag frekar en yfir líftíma þeirra allt til ársins 2044, mun það þýða „umtalsvert“ tap fyrir þá sem halda á bréfunum, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Langsamlega stærstu eigendur skuldabréfanna eru lífeyrissjóðir.
![](https://www.visir.is/i/1CA5067660147BE2BC6446E2E77F693FB90E229CF6B99A033F8FA56831A642B4_308x200.jpg)
Lífeyrissjóðir þurfa að „taka á sig högg“ vegna slita á ÍL-sjóði
Fá sjónarhóli ríkisins er skiljanlegt að vilja leysa upp ÍL-sjóð og stöðva þá blæðingu úr ríkisfjármálunum vegna hans sem annars er fyrirsjáanleg næstu tvo áratugina. Lánardrottnar ÍL-sjóðs, að langstærstum hluta lífeyrissjóðir en einnig verðbréfasjóðir, fjármálafyrirtæki og einstaklingar, munu þurfa að taka á sig högg hvort sem gengið verður til samninga um uppgjör skuldanna eða sjóðnum slitið einhliða af ríkinu í kjölfar lagasetningar. Þetta segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
![](https://www.visir.is/i/AF913FF383FF6A92BF40DB588EAA7FF7BB81B3BB64F7A88BDB9477D8A6445074_308x200.jpg)
Farþegatekjur Icelandair 54 milljarðar og aldrei verið meiri á einum fjórðungi
Icelandair skilaði rekstrarhagnaði (EBIT) upp á 92,7 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 12,3 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um 11,2 milljarða frá sama tímabili í fyrra. Forstjóri flugfélagsins segir að með því að skila svo góðu uppgjöri á þessum tímapunkti á grundvelli sterkrar tekjumyndunar sýni „augljóslega að viðskiptalíkan félagsins sé að sanna gildi sitt.“
![](https://www.visir.is/i/F851D97F1DEF7A3DF21D32FD38CCA8188A5A65F9696FBC889D56FE14D930A589_308x200.jpg)
Ríkið sparar 150 milljarða með því að slíta gamla Íbúðalánasjóði
Til að reka ÍL-sjóð, sem áður hét Íbúðalánasjóður, út líftíma þyrfti ríkissjóður að leggja honum til 450 milljarða króna eftir tólf ár. Aftur á móti ef honum yrði slitið nú og eignir seldar til að greiða skuldir væri staðan neikvæð um 47 milljarða króna. Þetta er niðurstaða skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
![](https://www.visir.is/i/1874323CA8498FC3ADF0B38DF249B903E3493D808AADB04123AE65C4A293BB14_308x200.jpg)
Miklar verðhækkanir frá birgjum Haga setur „pressu á framlegð“
Forstjóri Haga sagði að það séu miklar og stöðugar verðhækkanir frá heildsölum og framleiðendum. „Enn sem komið er hefur ekkert borið á lækkunum frá birgjum,“ sagði hann. Það sé enda mikil verðbólga alþjóðlega.
![](https://www.visir.is/i/8E53D31964C21D8F0961D3EE8D6C7E733467ED71F9A92495C6ED368B0AEA12E2_308x200.jpg)
Ný stjórn Mílu tekur á sig mynd eftir kaup Ardian
Stjórnarmönnum í Mílu hefur fjölgað úr þremur í fimm eftir að eignarhaldið á félaginu færðist í hendur franska sjóðastýringarfélagsins Ardian en á meðal þeirra sem koma inn í stjórn innviðafyrirtækisins er fyrrverandi forstjóri stærsta farsímaturnafélags Ítalíu. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa yfir að ráða einum stjórnarmanni í krafti samtals tíu prósenta eignarhlutar í félaginu.
![](https://www.visir.is/i/3FB8A934A4AD663687E15997005DDD26A0FF307A79DFFE7CC9F3929C9D6DE9F4_308x200.jpg)
Óhaldbær rök sjálfbærnistjórans
Ómögulegt er að útvega orkuna sem til þarf svo hætta megi notkun jarðefnaeldsneytis hér á landi, eingöngu með bættri nýtingu starfandi virkjana á Íslandi. Að stilla áskoruninni upp með þessum hætti er ekki ein sviðsmynd af mörgum, líkt og sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar staðhæfir. Heldur er þetta hreinlega markmiðið sem stjórnvöld hafa sett sér.
![](https://www.visir.is/i/577249B8C2F090835C2717682A63EE78EAD71A7E8B5250F1821B530E3B771997_308x200.jpg)
Uppskerubrestur í Flórída ýtir verði á appelsínusafa í methæðir
Verð á appelsínusafa í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra vegna þess uppskerubrests sem er nú í kortunum. Fellibylurinn Ian sem gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði síðan er helsta ástæðan, að því er fjölmiðlar vestra greina frá. Nánast öll appelsínuframleiðsla Bandaríkjanna á uppruna sinn í sólskinsríkinu Flórída.
![](https://www.visir.is/i/410B5DAFB9A0E2DB43CC85C2E35A294524E032F82AB7344A091E37EF4C4CA033_308x200.jpg)
Forsætisráðuneytið hafnar því að frumvarp dragi úr erlendri fjárfestingu
Forsætisráðuneytið hafnar því að áform um lagasetningu sem innleiði rýni á erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis hafi skaðleg áhrif á erlenda fjárfestingu hérlendis. Ekki séu til erlendar rannsóknir sem sýni fram á það.
![](https://www.visir.is/i/F1C2923BCFAA78D5F478683493A553DFC26AA97C2F3357529C08FF9B828F09FB_308x200.jpg)
Sækir yfir tvo milljarða til íslenskra fjárfesta fyrir skráningu á markað
Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem hefur meðal annars uppi stórtæk áform um gullvinnslu á Grænlandi, hefur klárað hlutafjáraukningu frá breiðum hópi íslenskra fjárfesta og sjóða í lokuðu hlutafjárútboði sem hefur staðið yfir síðustu daga samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Í kjölfarið verður félagið skráð á markað á núverandi ársfjórðungi í Kauphöllinni hér á landi.
![](https://www.visir.is/i/B0891F00E1A04545E8B7646A41B8D5C28FE3880E3874AC08B67FC364F2009E22_308x200.jpg)
Óvenjumikil óvissa á olíumörkuðum
Til skemmri tíma gæti olíuverð risið vegna minna framboðs af hráolíu frá Rússlandi. Hins vegar eru horfur fram á næsta ár dekkri þar sem stærstu hagkerfi heims eru að öllum líkindum á leið inn í samdráttarskeið. Þetta kemur fram í nýlegri greiningu Oxford Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES).
![](https://www.visir.is/i/976CEB19155B536BC15030999C0B9A4E53139D618449AC795A758533E702F7A6_308x200.jpg)
Klæðlausar Kjarafréttir
Eigur íslenska lífeyrissjóðakerfisins, sem standa undir framtíðarlífeyrisgreiðslum, nema 208% af vergri landsframleiðslu á Íslandi samanborið við 61% í Finnlandi, 50% í Danmörku, 11% í Noregi og 4% í Svíþjóð árið 2021, samkvæmt OECD. Lífeyrissjóðakerfi Íslendinga er því sjálfbærara en annarra Norðurlanda og fyrir vikið útheimtir það ekki eins mikla aðkomu hins opinbera.
![](https://www.visir.is/i/A09DECA9CE29B63BEA534FA0F155BA94EC618ED9B86EB8B68F2DDB94CACAA47E_308x200.jpg)
Áformar að styrkja fjárhagsstöðuna eftir helmingslækkun á Marel
Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, vinnur nú að því með ráðgjöfum að styrkja eiginfjárstöðu sína frekar þar sem til greina kemur að fá inn nýtt hlutafé í félagið, samkvæmt heimildum Innherja. Stjórnarformaður fjárfestingafélagsins segir að verið sé að „skoða fjármögnun“ Eyris en telur að sama skapi að hlutabréfaverð Marels sé búið að lækka „óeðlilega“ mikið að undanförnu.
![](https://www.visir.is/i/DA050A5BE39BA83B2AF85F318414C2061C51A762E57269DCA59419E56A3804BB_308x200.jpg)
Verðmat Ölgerðarinnar hækkaði um níu prósent eftir firnasterkan ársfjórðung
Verðmat á Ölgerðinni hækkar um níu prósent meðal annars vegna þess að tekjuvöxtur var langt umfram væntingar á síðasta ársfjórðungi eftir firnasterkt uppgjör. Verðmat Jakobsson hljóðar nú upp á 13,7 krónur á hlut og er 26 prósent yfir markaðsgengi.
![](https://www.visir.is/i/985849C6F6D72039DF874DE80199E7515C3F86D5E325A1E1732F6431C0324657_308x200.jpg)
Skál í sýndar-kampavíni
Titill greinarinnar kann að hljóma furðulega, en staðreyndin er þó sú að í nánustu framtíð verður hægt að nálgast kampavín og aðrar vörur og þjónustu í sýndarveruleika. Kampavínsframleiðandinn Moët Hennessy er langt í frá eina fyrirtækið til að skrá vörumerki sín til notkunar í sýndarveruleika. Fjöldi heimsþekktra vörumerkja hafa á undanförnum misserum farið sömu leið, til dæmis Nike, Disney, Gucci, Louis Vuitton, KFC og Hyundai.
![](https://www.visir.is/i/76C52D968E160A8CE80067FCFAE02EDBE090787E0507495C15A7708DAEFCEAEB_308x200.jpg)
Innlausnir í hlutabréfasjóðum drifnar áfram af útflæði fjárfesta hjá Akta
Meirihluti stærstu hlutabréfasjóða landsins hafa horft upp á hreint útflæði fjármagns á árinu samhliða því að fjárfestar flýja áhættusamari eignir á tímum þegar óvissa og miklar verðlækkanir hafa einkennt hlutabréfamarkaði. Úttekt Innherja leiðir í ljós að innlausnir á fyrri árshelmingi voru einkum drifnar áfram af sölu hlutabréfafjárfesta hjá stærsta sjóðnum í stýringu Akta.
![](https://www.visir.is/i/F26AFE4A6C0DBF02B78A7A391188468EE0186659831DACE8CA17C432A0F45C1E_308x200.jpg)
Útsvarstekjur Reykjanesbæjar aukast um fimmtung milli ára
Útsvarsgreiðslur til íslenskra sveitarfélaga jukust um 11,7 prósent milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins, eða um samtals 22,6 milljarða króna, að því er kemur fram í gögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga um greitt útsvar. Af stærstu sveitarfélögum landsins varð langmesta aukningin hjá Reykjanesbæ.
![](https://www.visir.is/i/2FCEEBB5859B6968CAB37198A4670942D2FE3CBF7C2726B0A537DCE6E0F49082_308x200.jpg)
Reykjavík Sightseeing vinnur að kaupum á starfsemi Allrahanda
Móðurfélag Reykjavík Sightseeing vinnur að því að kaupa vörumerki, eignir og starfsemi rútufyrirtækisins Allrahanda sem meðal annars starfar undir merkjum Gray Line. Samkeppniseftirlitið á eftir að taka afstöðu til kaupanna.
![](https://www.visir.is/i/F3C6ABBAFF43E57D2DC3BED45EA9E624D125D93D55EC188A56F008159F572216_308x200.jpg)
Oculis fær tólf milljarða innspýtingu og setur stefnuna á Nasdaq
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur tryggt sér að lágmarki um 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 12 milljarða króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum á næsta ári. Stærsti fjárfestingarsjóður Evrópu á sviði lífvísinda leggur félaginu til meginþorra fjármagnsins.
![](https://www.visir.is/i/186E0DC271746F180EE3CD45FEAD18940DD8645A3ADDDCDE2FE90FF27717B45C_308x200.jpg)
Hvert fór allur seljanleikinn?
Það hefur alltaf verið skylda seðlabanka að vera lánveitandi til þrautavara. En að hafa opnar lánalínur á stórum skala árum saman er allt annað mál. Okkar niðurstöður benda til þess að mjög erfitt verði að snúa við þeirri magnbundnu íhlutun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Ekki síst vegna þess að minni efnahagsreikningur seðlabanka gerir hagkerfi viðkvæmari fyrir áföllum.
![](https://www.visir.is/i/EC1E32B869C97038910761920AF28E4A331E5F01AD059C07C691097C90A6AF94_308x200.jpg)
Vikan framundan: Mun fasteignaverð lækka annan mánuðinn í röð?
Þróun fasteignamarkaðar, uppgjör Icelandair og stjórnarkjör á hluthafafundi Sýnar er meðal þess sem markaðurinn mun fylgjast með í vikunni.
![](https://www.visir.is/i/82AFD15CBA430A4DEE8A61DCB6818CEB9B8320DC40A40E1BBF3AF96F1ECCC04F_308x200.jpg)
Íslenskar konur í hættu á að heltast úr lestinni
Ný skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Deloitte leiðir í ljós að Ísland virðist vera að standa í stað á undanförnum árum þegar kemur að hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum í viðskiptalífinu. Einn af meðeigendum Deloitte á Íslandi segir það hafa komið sér á óvart að sum lönd, sem við höfum hingað til talið okkur standa framar í þessum efnum, vera með jafnari kynjahlutföll en um 30 til 35 prósent stjórnarmanna í íslenskum félögum eru konur.
![](https://www.visir.is/i/624E49D8E6EE1FCDD616BAA10A1BB6FFDB46FD74CE9FB04FE688162DCF0AC46D_308x200.jpg)
Eignamarkaðir ættu að njóta þess að Ísland sé í öfundsverðri stöðu
Sjóðstjóri fjárfestingasjóðsins Algildi segist ekki vera „mjög bjartsýnn“ á erlenda eignamarkaði um þessar mundir. Staðan hérlendis sé mun betri. Ísland sé í öfundsverðri stöðu og því ætti eignamörkuðum hérlendis að vegna betur en margra annarra landa sem standi verr að vígi.
![](https://www.visir.is/i/B3FFB3E90DC1E0EF3C91D3882626663DFF6318894FA05F6361164150211477BB_308x200.jpg)
Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi
Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu.
![](https://www.visir.is/i/8F6F008DC567C04F5302DDD87DC625137ED7E5977B8F88199B0E4242335E843A_308x200.jpg)
Ísland er í öðru sæti í vísifjárfestingum miðað við höfðatölu
Ísland er í öðru sæti yfir þau lönd þar sem sprotafyrirtæki hafa fengið hvað mest fjármagn frá vísisjóðum á fyrri helmingi ársins miðað við höfðatölu. Stjórnendur vísisjóða segja í samtali við Innherja að velgegni íslenskra tæknifyrirtækja á undanförnum árum hafi mikið að segja um hve áhugsamir fjárfestar séu um eignaflokkinn.