Innherji
Staðfestir umdeildar breytingar sem hækka lífeyrisréttindi elstu hópa mest
Breytingar á samþykktum Gildis um áunnin lífeyrisréttindi, sem hækka mest hjá þeim elstir eru, hafa verið staðfestar af fjármála- og efnahagsráðuneytinu en þær byggja á nýjum forsendum um lengri lífaldur sem hefur aukið skuldbindingar sjóðsins. Þannig hækka áunnin réttindi 67 ára og eldri auk örorku- og makalífeyrisþega frá áramótum um 10,5 prósent borið saman við aðeins rúmlega eitt prósent hjá yngstu árgöngum. Tryggingastærðfræðingur hafði áður skorað á ráðuneytið að synja lífeyrissjóðum staðfestingu á því sem hann kallaði „fordæmalausum“ umreikningi lífeyrisréttinda sem bryti „gróflega á eignarétti yngri sjóðfélaga.“
Of mikil svartsýni?
Nouriel Roubini heldur því fram að alþjóðahagkerfið fljóti nú í átt að „efnahags-, fjármála- og skuldakreppu án fordæma í kjölfar hallareksturs, óhóflegrar lántöku og skuldsetningar síðastliðinna áratuga.“ Hefur hann rétt fyrir sér?
Algalíf skráð á markað eftir tvö ár
Líftæknifyrirtækið Algalíf stefnir á skráningu á markað 2025. Þá var Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri og einn eiganda ráðgjafafyrirtækisins Hamrar Capital Partners, kjörinn stjórnarformaður Algalífs.
Norðmenn flýja auðlegðarskatt
Norskt stóreignafólk færir nú lögheimili sitt frá Noregi í unnvörpum í kjölfar nýsamþykktra breytinga á skattalögum þar í landi. Samkvæmt lögunum verður lagður skattur á hreina eign umfram því sem nemur um 25 milljónum íslenskra króna.
Alvotech fær tíu milljarða fjármögnun til að greiða niður lán frá Alvogen
Alvotech hefur gengið frá tíu milljarða króna fjármögnun, jafnvirði um 59,7 milljón Bandaríkjadala, í formi víkjandi skuldabréfa með breytirétti í almenn hlutabréf í Alvotech.
Í vasa hvers?
Það er ekki rétt, sem virðist hafa verið gefið í skyn, að aukinn húsnæðisstuðningur renni nær beint og óskipt í vasa leigusala. Þó húsaleiga geti vissulega tekið hækkun á sama tíma og húsnæðisbætur hækka eru fjölmargir aðrir þætti sem hafa áhrif bæði til lækkunar á hækkunar. Myndin er ekki eins svarthvít og gefið er til kynna.
LIVE seldi í Origo til Alfa Framtaks en heldur eftir stórum hlut
Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi þriggja prósenta hlut í Origo til sjóðs á vegum Alfa Framtaks. Sá sjóður mun leggja fram yfirtökutilboð í upplýsingatæknifyrirtækið. Eftir söluna á lífeyrissjóðurinn tíu prósenta hlut í Origo.
Nýtt skipulag „auki líkur á rekstrarbata“ og metur Sýn 27% yfir markaðsgengi
Hagræðingaraðgerðir og breytingar á skipulagi Sýnar hafa mikil jákvæð áhrif á verðmat félagsins til hækkunar, að sögn hlutabréfagreinenda. Hann telur að nýtt skipulag, sem geri upplýsingagjöf skýrari og auðveldi kennitölusamanburð við önnur fjarskiptafyrirtæki, muni „skerpa fókus stjórnenda og auka líkur á rekstrarbata“ í náinni framtíð.
Umsamdar kauphækkanir sagðar meiri en góðu hófi gegnir
Stjórnendur sem Innherji ræddi við eru sammála um að ánægjulegt sé að lending hafi náðst í kjaraviðræðum. Hins vegar séu umfang kauphækkana í einhverjum tilfellum umfram þeirra væntingar og þær ekki til þess fallnar að auka verðstöðugleika. Forstjóri Húsasmiðjunnar segir að samningarnir muni kosta rekstur fyrirtækisins hundruð milljóna á næsta ári.
Eftir þungt ár er farið að rofa til varðandi verðbólguhorfur erlendis
Eftir þungt ár er farið að rofa til varðandi verðbólguhorfur erlendis. Bandaríski Seðlabankinn er því kominn nær endastöð þegar litið er til vaxtahækkana. Almennt eru betri verðbólguhorfur erlendis jákvæðar fyrir vöruverðbólgu á Íslandi en veiking krónunnar síðustu mánuði vinnur gegn þessari þróun að einhverju leyti, segir sjóðstjóri hjá Akta.
Verð á þotueldsneyti er nú lægra en fyrir innrás Rússlands í Úkraínu
Verð á þotueldsneyti, sem er helsti útgjaldaliður flugfélaga, er nú lægra en fyrir innrás Rússlands í Úkraínu. Af þeim sökum ættu flugfargjöld ekki að hækka mikið í desember, samkvæmt verðbólguspá fyrir desembermánuð. Í henni er gert ráð fyrir 15 prósent hærri flugfargjöldum.
Seðlabankar heimsins auka við gullbirgðir sínar
Um allan heim hafa seðlabankar aukið mjög við stöður sínar í gulli á undanförnum mánuðum. Stríðshugarfar og illvíg verðbólga eru sagðar helstu ástæðurnar. Sérfræðingar telja að gullverð gæti náð töluverðum hæðum á næsta ári.
Ætti að lækka fjármögnunarkostnað banka sem getur skipt „töluverðu máli“
Frumvarp um breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, sem mun greiða fyrir útgáfu og viðskiptum íslenskra banka með slík bréf þvert á landamæri innan Evrópu, ætti að leiða til þess að fjármögnunarkostnaður fjármálastofnana lækki á tímum þegar aðstæður á mörkuðum hafa versnað til muna, að sögn fjármálaráðherra, sem vill tryggja framgang málsins á sem skemmstum tíma. Samtök fjármálafyrirtækja segja mikilvægt að frumvarpið verði að lögum fyrir áramót ef bankarnir eiga að geta gefið út sértryggð skuldabréf sem teljast veðhæf hjá Evrópska seðlabankanum.
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja á meðal þeirra sem seldu í Origo til Alfa Framtaks
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja var á meðal þeirra sem seldu í Origo til sjóðs í rekstri Alfa Framtaks, rétt eins og lífeyrissjóðurinn Lífsverk. Lífeyrissjóðirnir Birta, Festa og Stapi voru ekki á meðal seljanda. Sjóðirnir þrír eiga samanlagt 21,4 prósenta hlut í Origo.
Seðlabankinn líti á niðurstöðu kjarasamninga með „jákvæðum augum“
Með undirritun kjarasamninga við stóran hluta alls almenns vinnumarkaðar, sem kveða á um launahækkanir sem eru í takti við flestar efnahagsspár, er „stór óvissuþáttur“ að baki, að mati hagfræðinga. Þeir segja að með samningunum sé búið að minnka óvissu um verðbólguhorfur sem gæti stutt við lækkun vaxta horft fram á við.
„Góðar líkur“ á að samningurinn skili launafólki auknum kaupmætti
Verði sá kjarasamningur sem hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna staðfestur mun það „vafalítið“ verða mörgum léttir, bæði launafólki og atvinnurekendum, að fá meiri vissu um fjárráð og rekstrarkostnað næsta árið, að sögn hagfræðings. Samningurinn sé nálægt grunnspá Seðlabankans um launaþróunina og gangi verðbólguspár eftir er útlit fyrir að hann muni skila launafólki almennt nokkurri kaupmáttaraukningu á komandi ári.
Fjárplógsstarfsemi leigusala eða rekstrarleg nauðsyn?
Þriðjungshækkun á mánaðarlegri leigu óvinnufærs einstaklings sem býr í einni íbúða Ölmu leigufélags var stærsti atburður liðinnar viku – það minnsta með tilliti til hversu mikið pláss hann fékk í fréttum. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn Ölmu frá sér hefðbundinn heimastíl um endurskoðun verkferla og annað í þeim dúr. Að öðru leyti náðu fjölmiðlar ekki tali af forsvarsmönnum eða eigendum Ölmu.
Sjóður Alfa Framtaks gerir yfirtökutilboð í Origo og skoðar afskráningu félagsins
Félag í eigu framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks hefur keypt tæplega 26 prósenta hlut í Origo og hefur ákveðið að gera tilboð í alla útistandandi hluti félagsins fyrir 101 krónu á hlut. Það er jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta Origo við lokun markaða á föstudag og verðmetur félagið á rúmlega 14 milljarða.
Vöxtur í fyrirtækjaútlánum í fjármálakerfinu minnkaði um helming
Eftir að umfang fyrirtækjaútlána í fjármálakerfinu hafði aukist umtalsvert á fyrri árshelmingi hægði nokkuð á vextinum á þriðja ársfjórðungi. Útlán til fyrirtækja bólgnuðu þá út um liðlega 44 milljarða króna sem er helmingi minni vöxtur en hafði mælst á öðrum ársfjórðungi.
Seðlabankinn er „full virkur í athugasemdum,“ segir framkvæmdastjóri Birtu
Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir að Seðlabankinn sé orðinn „full virkur í athugasemdum“ þegar hann er farinn að koma með ábendingar um sjóðirnir eigi mögulega fremur að kaupa sértryggð skuldabréf á bankanna heldur að standa í beinni útlánastarfsemi til íbúðakaupa. Þá rifjar hann upp að síðasta fjárfestingarráðgjöf Seðlabankans, þegar seðlabankastjóri vildi að lífeyrissjóðir kæmu meira að fjármögnun ríkissjóðs, hefði reynst sjóðunum dýrkeypt ef þeir hefðu farið eftir henni.
Stríð um Tævan?
Samskipti Kína og Bandaríkjanna eru á 50 ára lágpunkti um þessar mundir. Sumir kenna Donald Trump um þá stöðu. En í sögulegu tilliti var Trump meira eins og drengurinn sem hellti olíu á bál sem þegar logaði. Það voru kínverskir leiðtogar sem kveiktu eldinn með misnotkun á alþjóðahagkerfinu í gegnum kaupauðgistefnu, þjófnaði á vestrænum hugverkum og vígvæðingu eyjaklasa í Suður-Kínahafi.
Stormur á verðbréfamarkaði leiðir til að verðmat Sjóvar lækkaði um níu prósent
Hinn fullkomni stormur á verðbréfamarkaði var á þriðja ársfjórðungi. Hann bitnaði á rekstri tryggingafélaga. Arðgreiðsla næsta árs verður væntanlega ekki há sem hefur umtalsverð áhrif á verðmat tryggingarfélaga að þessu sinni. „Að auki hefur ávöxtunarkrafa til eigin fjár rokið upp,“ segir í hlutabréfagreiningu.
Ísland í þriðja sæti World Talent Ranking
Ísland skipar þriðja sæti í World Talent Ranking (WTR) 2022 úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss og færist upp um fjögur sæti frá fyrra ári. Úttektin metur að hvaða leyti ríki þróa, laða að og halda í hæft fólk til að viðhalda þeim mannauði sem stuðlar að langtímaverðmætasköpun. Sviss er í fyrsta sæti listans, sjötta árið í röð, af 63. ríkjum. Svíþjóð, Noregur og Danmörk raða sér í annað, fjórða og fimmta sæti úttektarinnar.
Aukin áhætta felist í að aðeins einn rekstraraðili annist millilandafjarskipti
Það að aðeins einn rekstraraðili – Farice – annast millilandafjarskipti um sæstreng eykur áhættu og dregur úr öryggi, að mati Viðskiptaráðs. Frá árinu 2016 hefur Vodafone óskað eftir því að fá að leggja sæstreng og auka þannig við fjarskiptaöryggi þjóðarinnar. Þeim erindum hefur ekki verið sinnt. Viðskiptaráð vonast til að liðkað verði fyrir umleitunum þeirra sem hafa áhuga á að fjölga sæstrengjum og styrkja þannig þjóðaröryggi.
PCC á Bakka gæti dregið úr framleiðslu á nýju ári
PCC hefur nú til skoðunar að slökkva á öðrum ljósbogaofnanna í kísilverinu við Bakka við Skjálfandaflóa. Að sögn Gests Péturssonar, forstjóra PCC á Bakka, gætu verðþróun kísilmálms á heimsmarkaði og almenn efnahagsóvissa kallað á þá ákvörðun að draga úr framleiðslu. Engar uppsagnir starfsfólks eru fyrirhugaðar.
Við þurfum kannski ekki þennan fund
Ég þekki engan sem vill sitja fleiri fundi. Ég held að við viljum öll færri fundi. Spyrjum nokkurra spurninga áður en við bókum fundinn og þá fækkar þeim vonandi. Með því bætum við lífið (og heiminn).
Nýtt tölvukerfi Nasdaq „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila“
Nýtt tölvukerfi Nasdaq fyrir verðbréfaskráningu og -uppgjör sem hefur verið innleitt hérlendis er nú rekið frá Lettlandi en hýst í Svíþjóð. Það er „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila.“ Mikið samstarf er þó milli seðlabanka Lettlands og Íslands og eru kröfurnar hinar sömu og gerðar voru þegar kerfið var rekið á Íslandi. Kerfi Verðbréfamiðstöðvar Íslands er hins vegar alfarið á Íslandi.
LSR segir að sögulega hafi sjóðfélagalán verið betri kostur en sértryggð bréf
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna LSR og Festu segja sjóðina ekki hafa tekið afstöðu um að fjárfesta frekar í fasteignalánum sjóðsfélaga fremur en sértryggðum skuldabréfum banka. „Sögulega séð hafa sjóðfélagalán oft verið ákjósanlegri kostur en sértryggð skuldabréf bankanna, þótt að undanförnu hafi dregið úr vaxtamuninum þannig að um þessar mundir eru kjörin nokkuð svipuð,“ segir Kristinn Jón Arnarson, samskiptastjóri LSR.
Birkir Jóhannsson tekur við sem forstjóri TM af Sigurði Viðarssyni
Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni sem var ráðinn aðstoðarforstjóri bankans á mánudag samhliða umfangsmiklum breytingum á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku. Sigurður var forstjóri TM samfellt frá árinu 2007.
Verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða ekki verið meiri frá upphafi faraldurs
Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru meiri en sem nam öllum upp- og umframgreiðslum þeirra í október í fyrsta sinn frá því á vormánuðum ársins 2020. Bankar og lífeyrissjóðir veittu samanlagt lítillega meira af verðtryggðum lánum með veði í íbúð heldur en óverðtryggðum í mánuðinum.