Innherji

Hvort er betra að kaupa vöxt eða virði?

Fjárfesting í virðisfyrirtækjum hefur í gegnum tíðina verið talin öruggari og áreiðanlegri leið til að ávaxta fjármagn fremur en fjárfesting í vaxtafyrirtækjum. Vaxtarfyrirtæki eru venjulega hlutabréf fyrirtækja sem búist er við að muni vaxa hratt í náinni framtíð en slíkt mat er alltaf óvissu háð. Framtíðin verður aldrei eins og búist er við.

Umræðan

Sunna kemur ný inn í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Sunna Jóhannsdóttir, sem er verkefnastjóri fjármála hjá Íslensku óperunni, hefur tekið sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV). Kemur hún inn í stjórnina í kjölfar þess að Guðrún Johnsen, doktor í hagfræði, hætti í stjórninni eftir ráðningu hennar sem ráðgjafi yfirstjórnar Danska seðlabankans.

Klinkið

Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast

Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir.

Innherji

Lækkandi vaxta­á­lag á evru­bréf bankanna ætti að „róa gjald­eyris­markaðinn“

Eftir að hafa lækkað nær stöðugt í verði frá áramótum hefur gengi krónunnar styrkst um 2,5 prósent gagnvart evrunni síðustu þrjá viðskiptadaga. Tilkynning Símans um sölu á skuldabréfi fyrir um 16 milljarða til félags í rekstri Ardian réð miklu um styrkingarspíralinn í gær, að sögn sérfræðinga á gjaldeyrismarkaði, en væntingar eru eins um að lækkandi vaxtaálag á erlendar útgáfur bankanna geti haft áhrif á gengi krónunnar til styrkingar.

Innherji

Verð­bólgu­kippur í boði hins opin­bera kú­vendir ekki horfunum

Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag.

Innherji

Ó­tíma­bært að fella dóm um jafn­launa­vottunina

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir of snemmt að fella dóm um það hvort lögfesting jafnlaunavottunarinnar hafi skilað tilætluðum árangri en hratt minnkandi launamunur kynjanna á síðustu árum gefi þó sterklega til kynna að svo sé.

Innherji

Fjár­festar seldu í hluta­bréfa­sjóðum fyrir um átta milljarða í fyrra

Erfitt árferði á hlutabréfamörkuðum á liðnu ári, sem einkenndist af miklum verðlækkunum samtímis hækkandi verðbólgu og vaxtahækkunum, varð þess valdandi að fjárfestar minnkuðu stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum fyrir samtals tæplega átta milljarða króna. Eru það talsverð umskipti frá árunum 2020 og 2021 þegar slíkir sjóðir bólgnuðu út samhliða innflæði og hækkandi gengi hlutabréfa.

Innherji

Icesave dómurinn: 10 ára afmæli

Íslensk lög um innstæðutryggingar eru ekki í samræmi við Evrópulöggjöfina og er þar í raun ekki kveðið á um neina lágmarksfjárhæð til tryggingar, einungis hámarksfjárhæð 100 þúsund evrur. Að mínu mati ætti Ísland í lengstu lög að reyna að koma sér hjá því að þurfa að undirgangast jafn gagnslausa og hættulega löggjöf og dæmin sanna.

Umræðan

Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar

Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara.

Klinkið

Umbreyting Evrópu

Í næsta mánuði mun grimmdarlegt innrásarstríð Rússa á hendur nágrönnum sínum í Úkraínu hafa staðið yfir í ár. Áætlun Vladimir Putin um skjótunna sérstaka hernaðaraðgerð – nokkurs konar leiftursókn – hefur ekki gengið eftir þökk sé hetjulegri mótstöðu Úkraínumanna, stuðningi Vesturlanda og vanhæfni Rússa.

Umræðan

Ís­lenskir stjórn­endur svart­sýnni á árangur í loft­lags­málum en þeir er­lendu

Stjórnendur 26 prósent fyrirtækja á Íslandi telja að atvinnulífið taki loftslagsbreytingar nógu alvarlega og einungis 5 prósent telja að stjórnvöld á heimsvísu séu að gera nóg. Til samanburðar álíta um 30 prósent stjórnenda á Norðurlöndum og á heimsvísu að bæði fyrirtæki og stjórnvöld séu að taka á vandanum. Yfirmaður sjálfbærniráðgjafar hjá Deloitte segir niðurstöðurnar staðfesta að íslensk stjórnvöld þurfi að bjóða upp á frekari „hvata til jákvæðra aðgerða“ fyrir atvinnulífið.

Innherji

„Light“ útgáfa af upplýsingaskyldu skráðra félaga í nýrri tillögu ESB

Ef tillaga framkvæmdastjórnar ESB verður samþykkt hvað varðar upplýsingaskyldu skráðra félaga liggur fyrir að innleiða þurfi breytinguna í íslenskan rétt. Slíkt myndi hafa í för með sér að skráð félög þyrftu ekki að lengur að birta innherjaupplýsingar opinberlega fyrr en þær verða endanlegar. Tillagan myndi því létta töluvert á kröfum til skráðra félaga á Íslandi og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu um að birta innherjaupplýsingar.

Umræðan

„Skyn­sam­legt“ að ÍL-sjóður fái að fjár­festa í hluta­bréfum og inn­viðum

Það kann að vera skynsamlegt að veita ÍL-sjóði, sem á í dag meira en 500 milljarðar króna í formi innlána og krafna á hendur hinu opinbera, heimild til að fjárfesta allt að 40 prósentum af eignasafni sínu í hlutabréfum og innviðauppbyggingu, að sögn greinanda. Þannig verður eignasafnið vel dreift, áhættufælið og ætti að gefa hærri ávöxtun en það gerir í dag. 

Innherji

Ís­lenskir fjár­festar komnir með um fimm­tíu milljarða hluta­bréfa­stöðu í Al­vot­ech

Íslenskir fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir, fjárfestingafélög og efnameiri einstaklingar, áttu í byrjun þessa árs hlutabréf í líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir að lágmarki um tuttugu milljarða króna miðað við núverandi gengi. Sú fjárhæð hefur núna tvöfaldast eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins en á meðal nýrra fjárfesta sem bættust þá í hluthafahópinn var lífeyrissjóðurinn Birta sem keypti fyrir tvo milljarða.

Innherji

Verð á ferskum þorski aldrei verið hærra í Noregi

Verð á ferskum þorski á norskum fiskmarkaði hefur aldrei verið hærra á þessum tíma árs, samkvæmt gögnum frá Norges Råfisklag, sölusamlagi í Noregi. Þorskverðið á íslenska markaðnum hefur hækkað um fimmtung á milli ára og útlit fyrir frekari verðhækkun.

Innherji

Stór­auknar vaxta­tekjur bankanna vega upp á móti minnkun annarra tekna

Útlit er fyrir að vaxtatekjur stóru viðskiptabankanna sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, hafi stóraukist milli ára á fjórða ársfjórðungi 2022 ef marka má afkomuspár greinenda. Aukning vaxtatekna gerir bönkunum kleift að viðhalda hárri arðsemi á sama tíma og aðrir tekjustofna láta undan.

Innherji

Ís­lenskir fjár­festar leggja Al­vot­ech til um tuttugu milljarða króna

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, hefur klárað lokað hlutafjárútboð sem var beint að innlendum fjárfestum fyrir jafnvirði um 19,6 milljarða króna, en tæplega þriðjungur þeirrar upphæðar kemur frá lífeyrissjóðum. Forstjóri Alvotech segir „mjög ólíklegt“ að bandaríska lyfjaeftirlitið muni koma með þannig athugasemdir í endurúttekt sinni á verksmiðju félagsins að einhverjar tafir verði á að það fái samþykkt markaðsleyfi vestanhafs 1. júlí næstkomandi fyrir sitt stærsta lyf.

Innherji

Alvotech leitar til innlendra fjárfesta eftir auknu hlutafé

Rúmum einum mánuði eftir að Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, kláraði útgáfu á breytanlegum skuldabréfum fyrir jafnvirði um tíu milljarða króna vinnur líftæknilyfjafyrirtækið núna að því að sækja sér umtalsverða fjárhæð í aukið hlutafé til að treysta fjárhaginn. Félagið hóf markaðsþreifingar við innlenda fjárfesta fyrr í dag, samkvæmt heimildum Innherja, en stefnt er að því að klára útboðið fyrir opnun markaða á mánudag.

Innherji

Mest af loðnu fyrir norðan

Rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, er nú við loðnuleit. Skipið lagði frá Hafnafirði í síðustu viku og hélt suður fyrir land. Fyrir um viku síðan lagði skipið lykkju á leið sína norðvestur af landinu og hélt síðan til vesturs. Forstjóri Síldarvinslunnar segir ástæðu til bjartýni.

Innherji

Afstöðu bankanna ekki haggað með rökum eða fortölum, segir formaður SFF

Samninganefnd Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SFF, furðar sig á því að bankarnir telji sig geta sloppið minna en 6 prósenta aukningu launakostnaðar á meðan aðrar atvinnugreinar hafa horft upp á meira en 10 prósenta hækkun vegna nýrra kjarasamninga. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna sem sjá ekki fram á að ná árangri í viðræðunum „með rökum eða fortölum“. 

Innherji

Tenging við rússneskan ólígarka tafði kaup Rapyd á Valitor

Yfirtaka fjártæknifélagsins Rapyd á Valitor tafðist í meðförum fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands eftir að í ljós kom að einn stærsti eigandi Rapyd væri tengdur rússneskum ólígarka og samkvæmt heimildum Innherja var gerð krafa um að tengslin yrðu rofin. Einn af stofnendum Target Global lét af störfum undir lok síðasta árs. 

Innherji

Lífeyrissjóðirnir keyptu gjaldeyri fyrir meira en tólf milljarða í desember

Íslensku lífeyrissjóðirnir juku verulega við gjaldeyriskaup sín undir árslok 2022 og keyptu að jafnaði erlendan gjaldeyri fyrir um 11,4 milljarða í hverjum mánuði á síðustu fjórum mánuðum ársins. Niðurstaðan var að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna jukust um tæplega 100 prósent frá fyrra ári en gengi krónunnar lækkað talsvert á síðari árshelmingi 2022. Útlit er fyrir enn meiri kaup lífeyrissjóðanna á gjaldeyri á þessu ári.

Innherji

Mikil­vægt að al­menningur fái að­gang að rauna­tíma­gögnum líkt og stærri fjár­festar

„Við teljum að það skipti almenna fjárfesta miklu máli, rétt eins og á við um stofnanafjárfesta, að vera með aðgang að réttum markaðsupplýsingum í rauntíma og geta þannig tekið ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa á jafnræðisgrunni með öllum öðrum fjárfestum í Kauphöllinni,“ segir Hannes Árdal, framkvæmdastjóri og einn eigenda ACRO verðbréfa.

Innherji

Ardian opið fyrir frekari fjárfestingu á Íslandi

Franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian, sem gekk nýverið frá kaupunum á Mílu, er opið fyrir því að fjárfesta í fleiri innviðum hér á landi ef slík tækifæri bjóðast, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Nýr innviðasjóður Ardian var kynntur fyrir innlendum lífeyrissjóðum undir lok síðasta árs.

Innherji