Fréttamynd

Lækkar verð­mat sitt á Eik en er samt tals­vert yfir til­boðs­verði Langa­sjávar

Dekkri rekstraráætlun og lakari sjóðstaða þýðir að verðmatsgengi á Eik hefur verið lækkað nokkuð frá fyrra mati, samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu, en þrátt fyrir það er fasteignafélagið metið á tugprósenta hærra verði borið saman við gildandi yfirtökutilboð Langasjávar í alla útistandandi hluti. Hlutabréfaverð Eikar hækkaði skarpt í Kauphöllinni í dag og er núna um tíu prósentum yfir tilboðsverði fjárfestingafélagsins.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Markaðurinn klofinn hvers megi vænta nú þegar ­vextirnir eru á „snúnings­punkti“

Flest hefur fallið með peningastefnunefnd frá síðustu ákvörðun með lækkandi verðbólgu og verðbólguvæntingum, sem hefur um leið þýtt enn hærra raunvaxtastig, og nefndin mun því velja á milli þessa að milda tóninn í yfirlýsingu sinni eða ráðast í sína fyrstu vaxtalækkun frá tímum faraldursins – sem gæti jafnvel orðið meiri en 25 punktar. Markaðsaðilar eru klofnir í afstöðu sinni til ákvörðunar nefndarinnar í vikunni, samkvæmt könnun Innherja, en þeir sem vænta óbreyttra vaxta telja að bankinn vilji sjá skýrari merki áður en hann breytir um kúrs en aðrir segja að aðhaldsstigið sé nú þegar mun meira en þurfi til að ná verðbólgu niður í markmið.

Innherji
Fréttamynd

Væntan­legur sam­runi við Sam­kaup mun breyta dag­vöru­markaðinum mikið

Boðaður samruni Heimkaupa, sem opnaði nýlega verslunina Prís, og Orkunnar við Samkaup mun breyta miklu fyrir dagvörumarkaðinn en hann ætti að hafa í för með sér verulega stærðarhagkvæmni í innkaupum og betri nýtingu á rekstrarfjármunum, að sögn hlutabréfagreinanda. Verðmatsgengi fjárfestingafélagsins SKEL er nokkuð yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu, og áætlað er að velta Prís á þeim ríflega fjórum mánuðum sem hún verður starfrækt á þessu ári muni nema um þremur milljörðum.

Innherji
Fréttamynd

Fram­taks­sjóður Stefnis fjár­festir í Örnu og eignast kjöl­festu­hlut

Framtakssjóðurinn SÍA IV í rekstri Stefnis hefur ákveðið að leggja mjólkurvinnslunni Örnu til nýtt hlutafé og jafnframt kaupa eignarhluti af tilteknum hluthöfum félagsins. Fjárfesting sjóðsins á að tryggja uppbyggingu og vöxt Örn en fyrirtækið, sem var með fremur lítil eigið fé um síðustu áramót, velti nærri tveimur milljörðum króna á liðnu ári.

Innherji
Fréttamynd

Eftir hækkun Moo­dy´s er láns­hæfi Ís­lands einum flokki neðar en Bret­lands

Náist samkomulag við lífeyrissjóðina um úrvinnslu skulda ÍL-sjóðs og salan á Íslandsbanka klárast ætti það að leiða til meiri lækkunar á skuldahlutfalli ríkissjóðs en núverandi áætlun Moody´s gerir ráð fyrir, en lánshæfismatsfyrirtækið hefur hækkað einkunn Íslands í A1, einum flokki neðar en hjá löndum á borð við Bretland og Írland. Vaxtabyrði íslenska ríkisins í hlutfalli af tekjum er umtalsvert meiri í samanburði við önnur ríki með sama lánshæfismat en Moody´s telur að það muni lækka nokkuð á komandi árum.

Innherji
Fréttamynd

Skagi þarf frekari ytri vöxt til að ná tekju­mark­miðum af fjár­mála­starf­semi

Með kaupum Skaga á Íslenskum verðbréfum eykst stöðugleiki í þjónustutekjum af fjármálastarfsemi en eigi tekjumarkmið til næstu tveggja ára að nást þarf markaðshlutdeild félagsins að aukast „verulega,“ að mati hlutabréfagreinanda. Samkvæmt nýrri greiningu lækkar verðmatsgengi Skaga nokkuð frá fyrra mati, einkum vegna útlits um minni hagnað á árinu en áður var talið, en afkoman ætti að batna mikið þegar það kemst á „eðlilegt“ árferði á fjármálamörkuðum.

Innherji
Fréttamynd

Vaxta­lækkanir er­lendis „opna gluggann“ fyrir Seðla­bankann að fylgja á eftir

Með hjaðnandi verðbólgu og vaxtalækkunum erlendra seðlabanka að undanförnu er að „opnast gluggi“ fyrir Seðlabanka Íslands að fylgja í kjölfarið, að mati sérfræðings á skuldabréfamarkaði, en fjárfestar hér innanlands brugðust vel við stórri vaxtalækkun vestanhafs og ávöxtunarkrafa styttri ríkisbréfa féll nokkuð í morgun auk sem hlutabréfaverð hækkaði. Ólíkt stöðunni beggja vegna Atlantshafsins er verðbólgan hér á landi hins vegar enn fyrir utan vikmörk Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Hluta­bréfa­sjóðir í varnar­bar­áttu á árinu og á­vöxtunin oftast undir vísi­tölum

Stærstu innlendu hlutabréfasjóðirnir hafa háð samfellda varnarbaráttu í að verða þrjú ár þar sem þeir hafa skroppið saman um liðlega fjörutíu prósent samhliða innlausnum fjárfesta og verðlækkunum á markaði. Ávöxtun flestra sjóða það sem af er þessu ári er undir helstu viðmiðunarvísitölum, einkum hjá þeim sem hafa veðjað stórt á Alvotech, en ólíkt keppinautum sínum reyndist vera umtalsvert innflæði í flaggskipssjóð Kviku eignastýringar á fyrri árshelmingi.

Innherji
Fréttamynd

„Merki­lega sterkar“ korta­veltu­tölur drifnar á­fram af aukinni neyslu er­lendis

Heildarvelta innlendra greiðslukorta jókst talsvert í liðnum mánuði, drifin áfram af meiri neyslu Íslendinga á ferðalögum erlendis, og voru tölurnar „merkilega sterkar,“ að sögn hagfræðings í Greiningu Arion banka. Þróunin í kortaveltunni getur gefið vísbendingar um þróttinn í einkaneyslu landsmanna, sem peningastefnunefnd mun horfa til þegar tilkynnt verður um næstu vaxtaákvörðun eftir tvær vikur, en sú fylgni hefur hins vegar veikst nokkuð á árinu.

Innherji
Fréttamynd

Krafa ríkis­skulda­bréfa hækkar vegna ó­vissu um stjórnar­sam­starfið

Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkaði nokkuð á markaði í morgun sem má einkum rekja til pólitískrar óvissu, að sögn skuldabréfasérfræðings, og vísar þar til þess hvort ríkisstjórnarsamstarfið muni halda vegna ágreinings stjórnarflokkanna um brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Hækkunin á markaðsvöxtum núna kemur í kjölfar töluverðra kröfulækkana að undanförnu og væntingar voru um að sú þróun héldi áfram samtímis vaxtalækkunum erlendis.

Innherji
Fréttamynd

Vænta þess að verð­bólgan verði orðin ná­lægt fimm prósentum í árs­lok

Útlit er fyrir að árstaktur verðbólgunnar muni lækka nokkuð í septembermánuði, ef marka má meðalspá banka og greinenda, og hún verði komin nálægt fimm prósentum í árslok og hafi þá ekki verið lægri í þrjú ár. Þrátt fyrir að verðbólgan sé að hjaðna er talið afar ósennilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans hefji vaxtalækkunarferlið þegar hún kemur saman eftir um tvær vikur.

Innherji
Fréttamynd

Stefnir að sölu eigna og aukinni skuld­setningu til að bæta arð­semi Eikar

Fjárfestingafélagið Langisjór, sem fer með yfir 30 prósenta hlut í Eik og hefur gert öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, telur að arðsemi þess fjármagns sem hluthafar hafa bundið í rekstri fasteignafélagsins sé of lágt og vilja „straumlínulaga“ eignasafnið með sölu eigna og nýta þá fjármuni til arðgreiðslna. Þá boða forsvarsmenn Langasjávar, sem eru meðal annars eigendur að Ölmu leigufélagi, að kannaðir verði kostir þess að Eik útvíkki starfsemi sína með því að sinna uppbyggingu og útleigu íbúðarhúsnæðis til almennings.

Innherji
Fréttamynd

Þurfa að gæta sín mjög vel þegar eignar­hald þverast yfir sam­keppnismarkaði

Umræða um kaupréttarkerfi skráðra félaga er „óþroskuð“ hjá fjárfestum og stjórnum, meðal annars vegna skorts á upplýsingum og rökræðu, segir framkvæmdastjóri eins af stærri lífeyrissjóðum landsins í ítarlegu viðtali við Innherja, og gagnrýnir jafnframt þau vinnubrögð þegar breytingartillögur eru gerðar með skömmum fyrirvara á hlutahafafundum. Hann geldur varhug við að lífeyrissjóðum sé beitt sem „hreyfiafli“ þegar ekki liggja fyrir neinar meginreglur um hvernig slíku samstarfi ætti að vera háttað og telur þess í stað mikilvægt að sjóðirnir fari gætilega þegar eignarhald þeirra í fyrirtækjum þverast yfir samkeppnismarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Blanda af reiðu­fé og hluta­bréfum í JBT „hentar Eyri Invest vel“

Það er mat stjórnar Eyris Invest, langsamlega stærsti eigandi Marels, að væntanlegur samruni við bandaríska fyrirtækið JBT sé „afar jákvætt skref“ fyrir Marel og að blönduð greiðsla í formi hlutabréfa og reiðufjár henti fjárfestingafélaginu vel, meðal annars með hliðsjón af skuldsetningu þess. Stjórnendateymi sprotafjárfestinga Eyris, sem hafa verið færðar talsvert niður í virði vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum, forgangsraðar núna verkefnum og mun halda áfram að styðja við völd félög í eignasafninu.

Innherji
Fréttamynd

Sjaldan rætt um það hvort ríkis­út­gjöldin skili til­ætluðum árangri

Það eru vonbrigði að fjármálaráðherra ætli að reka ríkissjóð áfram með yfir 40 milljarða halla á tímum þenslu og sex prósent verðbólgu. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segist vona að hallinn fari upp fyrir núllið í þinglegri meðferð og aðstoðarframkvæmdastjóri SA óttast að ef illa gangi að ná í jafnvægi í ríkisrekstrinum muni stjórnmálamenn freistast til að hækka skatta í stað þess að ráðast í naflaskoðun á eigin rekstri.

Innherji
Fréttamynd

Töf á að flug­fé­lög­ njót­i al­menn­i­leg­a lækk­an­a á elds­neyt­is­verð­i

Verð á flugvélaeldsneyti hefur lækkað umtalsvert á fáeinum mánuðum. Greinendur segja að verði olíuverð áfram á svipuðum slóðum ætti það að hafa umtalsverð áhrif á afkomu og verðmat flugfélaga í Kauphöllinni. Flugfélögin Icelandair og Play hafa gert framvirka samninga um kaup á olíu sem hefur í för með sér að lækkunin skilar sér ekki að fullu í reksturinn strax.

Innherji
Fréttamynd

Yfir­maður einka­banka­þjónustu Arion hættir eftir sam­einingu sviða bankans

Forstöðumaður einkabankaþjónustu Arion til margra ára hefur látið af störfum samhliða því að sviðið sameinast við Premíu, þjónustuleið sem er ætluð viðskiptavinum í umfangsmiklum viðskiptum við bankann. Samstæða Arion er með leiðandi stöðu á eignastýringarmarkaði á Íslandi og mun stækka enn frekar með boðuðum kaupum á Arngrimsson Advisors.

Innherji
Fréttamynd

Ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira og minnka um­svif sín á láns­fjár­markaði

Þótt boðaður sé minni útgjaldavöxtur en áður í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár dugar það ekki til að slá á þenslu, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði, og ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira til að ná fram nauðsynlegri kólnun í hagkerfinu og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði. Útlit er fyrir mikla útgáfuþörf ríkissjóðs á árinu 2025, sem gæti orðið nálægt 200 milljörðum, og hún kann að reynast þung með tilheyrandi hækkun á markaðsvöxtum ef ekki tekst að laða erlenda fjárfesta inn á skuldabréfamarkaðinn.

Innherji
Fréttamynd

Skatt­frjáls­ir sparn­að­ar­reikn­ing­ar hafa heppn­ast vel í Bret­land­i

Eitt af því sem tekist hefur „framúrskarandi vel“ í Bretlandi er skattaleg umgjörð fyrir almenna fjárfesta, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem hvetur meðal annars til þátttöku þeirra á hlutabréfamarkaði. Þeim bjóðist að nýta sér skattfrjálsa sparnaðarreikninga sem eru þá viðbót við bundinn sparnað lífeyrissjóðakerfisins og taka tillit til þess að fólk hafi önnur markmið með sparnaði en að eiga aðeins til elliáranna.

Innherji
Fréttamynd

Ekki „blúss­and­i gang­ur“ á raf­vör­u­mark­að­i eins og gögn RSV gefi til kynn­a

Forstjóri Ormsson segir að gögn Rannsóknarseturs verslunarinnar, sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfi meðal annars til við mat á umfangi einkaneyslu þegar stýrivextir eru ákveðnir, séu röng. Þau gögn leiði í ljós að það sé „blússandi gangur“ í hagkerfinu en því sé hins vegar ekki fyrir að fara á rafvörumarkaði. Horfur séu á að tekjur Ormsson verði á pari milli ára, mögulega einhver aukning, en forstjóri félagsins segist óttast að Seðlabankinn sé að taka ákvarðanir út frá röngum gögnum.

Innherji
Fréttamynd

Af­koma Eyris rétti út kútnum eftir að yfir­töku­til­boð barst í Marel

Eftir að hafa tapað samtals nærri hundrað milljörðum samhliða miklu verðfalli á hlutabréfaverði Marels á árunum 2022 og 2023 varð viðsnúningur í afkomu Eyris Invest á fyrri árshelmingi sem skilaði sér í lítilsháttar hagnaði þrátt fyrir að vaxtakostnaður hafi aukist nokkuð milli ára. Virði eignarhlutar Eyris í fjölmörgum fjárfestingafélögum í nýsköpun hélst nánast óbreytt en áður hafði það verið fært niður um marga milljarða.

Innherji
Fréttamynd

Vonast til að stutt sé í vaxta­lækkanir og þær verði „nokkuð hraðar“

Skýr merki eru um að hátt vaxtastig sé farið að þrengja mjög að lántökum, einkum fyrirtækjum, og gangi verðbólgan niður næstu mánuði er útlit fyrir að raunvextirnir muni hækka verulega, segir bankastjóri Íslandsbanka. Hann brýnir peningastefnunefnd Seðlabankans til að vera framsýna í ákvörðunum sínum og telur að aðstæður séu að skapast til að hefja vaxtalækkunarferlið.

Innherji