Golf

Tilrþif Tiger Woods skiluðu honum á toppinn

Tiger Woods átti tvö sérstaklega minnisstæð tilþrif í dag þegar hann sveif á topp listans á Tour Championship-mótinu í Atlanta. Eftir að hafa byrjað annan hring rólega, með þremur pörum , náði hann fugli á þeirri fjórðu, en þá fór vélin í gang.

Golf

Tiger vann í Illinois

Hinn eini sanni Tiger Woods sigraði á PGA-stórmótinu í golfi sem lauk á Lemmont í Illinois í kvöld. Woods vann með tveggja högga mun en hann lék lokahringinn á 63 höggum eða átta undir pari og lauk keppni á 22 höggum undir pari.

Golf

Nína og Haraldur stigameistarar

Sjötta og síðasta stigamótið í Kaupþingsmótaröðinni í golfi fór fram í dag. Nína Björk Geirsdóttir úr GKj og Haraldur Hilmar Heimisson úr GR eru stigameistarar 2007. Fyrir mótið var Nína orðin stigameistari en Örn Ævar Hjartarson var efstur í karlaflokki.

Golf

Tiger fær 6,5 milljarða frá Gatorade

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er jafnan einn tekjuhæsti íþróttamaður heims og í dag var greint frá því að hann hefði undirritað auglýsingasamning við drykkjarvörufraleiðandann Gatorade fyrir litlar 100 milljónir dollara. Samningurinn er sagður til fimm ára og felur meðal annars í sér að framleiddur verður sérstakur drykkur í nafni kylfingsins.

Golf

Byrd í forystu á BMW mótinu

Jonathan Byrd hefur forystu eftir fyrsta hringinn á BMW meistaramótinu á PGA mótaröðinni eftir frábæran fyrsta hring þar sem hann lék á 64 höggum - 7 höggum undir pari. Englendingurinn Justin Rose og Kólumbíumaðurinn Camilo Villegas eru höggi á eftir honum og þar á eftir kemur Tiger Woods sem spilaði á 67 höggum.

Golf

Birgir Leifur á fjórum yfir pari í dag

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á Omega Masters mótinu sem fram fer í Sviss. Birgir var á einu höggi yfir pari eftir fyrstu níu holurnar, en lauk keppni á 75 höggum eða fjórum yfir nú eftir hádegið. Hann fékk þrjá fugla, fimm skolla og einn skramba á hringnum í dag og er í kring um 78. sætið.

Golf

Mickelson sigraði á Deutsche Bank mótinu

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson landaði í gærkvöld sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni þegar hann lauk keppni á 16 höggum undir pari, tveimur höggum betur en Tiger Woods, Brett Wetterich og Arron Oberholser. Mickelson vann þarna sinn 32 sigur á PGA mótaröðinni og tryggði sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum.

Golf

Birgir úti í kuldanum eins og er

Birgir Leifur Hafþórsson mátti sætta sig við að fá skolla á síðustu holunni sinni í dag og því bendir allt til þess að hann muni ekki komast í gegnum niðurskurðinn en fleiri kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik. Birgir kom í hús í dag á einu höggi yfir pari eða samtals á 74 höggum en hann lék á parinu í gær eða á 73 höggum.

Golf

Birgir: Ætla mér að vera undir parinu

Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á parinu í dag á Johnny Walker mótinu í Skotlandi. Hann hefur einu sinni áður leikið Gleneagles völlinn sem hannaður var af Jack Nicklaus en það var fyrir sex árum sem Birgir lék völlinn síðast. Birgir sagði í samtali við Kylfing.is að aðstæður hefðu verið fínar í morgun, nánast enginn vindur og þægilegar vallaraðstæður.

Golf

Úrtökumót fyrir evrópsku mótaröðina

Nokkrir af okkar bestu kylfingum hafa verið að reyna fyrir sér í atvinnumennsku og margir hafa reynt að komast inn á evrópsku mótaröðina og hafa einungis tveir einstaklingar komist þar inn með fullan þátttökurétt en það var Birgir Leifur Hafþórsson og Ólöf María Jónsdóttir. Hvað þarf til að taka þátt í þessum mótum og hvernig er hægt að komast inn á evrópsku mótaröðina.

Golf

Goosen í 86. sæti á FedEx listanum - 70 efstu áfram eftir þessa viku

Þrjár vikur eru eftir af FedEx bikarnum og Retief Goosen þarf að spila vel þessa vikuna til að vera meðal keppenda í næstu viku. Hann er sem stendur í 86. sæti og þarf að bæta sig um a.m.k. 16 sæti til að verða með í Boston. Hann er í 17. sæti á heimslistanum og er sá eini sem er í 20 efstu sætunum sem er ekki á meðal þeirra 70 efstu.

Golf

Ottó og Þórdís Íslandsmeistarar

Ottó Sigurðsson úr GKG og Þórdís Geirsdóttir úr GK eru Íslandsmeistarar í holukeppni 2007. Ottó vann Arnór Inga Finnbjörnsson í úrslitaleiknum í karlaflokki en Þórdís bar sigurorð af Rögnu Björk Ólafsdóttur.

Golf

Birgir komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson mátti í dag sætta sig við að komast ekki í gegnum nðurskurðinn á KLM mótinu í Hollandi. Birgir byrjaði annan hringinn í dag af miklum krafti og var á fjórum höggum undir pari að loknum fimm fyrstu holunum.

Golf

Komst ekki áfram í Svíþjóð

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á skandínavíska meistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Birgir Leifur lék á alls sjö höggum yfir pari á fyrstu tveimur hringjunum og var nokkuð langt frá því að komast áfram.

Golf

Birgir Leifur lauk leik á fimm yfir pari

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á fyrsta keppnisdegi á Scandinavian Masters á fimm höggum yfir pari. Birgir lék fyrri níu holurnar á 36 höggum en þær síðari á 39 höggum. Hann fékk þrjá skolla, einn tvöfaldan skolla og 14 pör í dag.

Golf

Birgir á þremur yfir pari eftir níu holur

Eftir að hafa fengið tvo skolla á fyrstu fjórum holunum á Scandinavian Masters í Svíþjóð bætti Birgir Leifur Hafþórsson við sig snúningi og fékk fjögur pör í röð. Birgir er því kominn á þrjú högg yfir par þar sem hann fékk skolla á 9. holu sem er par 3 hola.

Golf

Alvaro Quiros högglengstur - Birgir Leifur 50

Ýmis tölfræði er haldin yfir leikmenn á atvinnmannamótaröðunum og eitt að því er högglengd. Á Evrópumótaröðinnni er Alvaro Quiros með lengstu teighöggin að meðaltali eða 310,8 yarda. Fjórir kylfingar eru með yfir 300 yarda að meðaltali en það eru fyrir utan Quiros eru Daniel Vancsik með 301 yards, Emanuele Canonica með 300,5 yarda og Henrik Stenson með 300,4 yarda. Birgir Leifur Hafþórsson er númer 50 á þessum lista yfir högglengstu menn með 287,8 yarda að meðaltali.

Golf

Forsetabikarinn - Liðin valin

Liðstjórar beggja liðana í Forsetabikarnum tilkynntu hverja þeir völdu sem síðustu tvo leikmennina til að spila um bikarinn. Jack Niklaus sem er liðstjóri Bandaríkjanna valdi Hunter Mahan og Lucas Glover sem ellefta og tólfta mann í liðið.

Golf

Woods vann 13. titilinn

Tiger Woods sýndi enn eina ferðina og sannaði að aðrir kylfingar komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana þegar hann bar sigur úr býtum á bandaríska PGA-meistaramótinu á Southern Hill-golfvellinum í Oklahoma. Woods vann þar með sinn 13. stórmótstitil. Woods, sem hafði þriggja högga forystu fyrir lokahringinn, lék hringina fjóra á 272 höggum, tveimur höggum minna en Woody Austin og þremur minna en Suður Afríkubúinn Ernie Els.

Golf

Frábær spilamennska hjá Woods

Tiger Woods hefur tveggja högga forystu á Scott Verplank frá Bandaríkjunum eftir tvo hringi á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fer á Southern Hills Country Club-vellinum í Oklahoma. Woods hefur leikið hringina tvo á sex höggum undir pari en hann fór á kostum í gær og spilaði þá á 63 höggum eða sjö höggum undir pari sem er vallarmet.

Golf

Greame Storm með tveggja högga forystu á PGA mótinu

Graeme Storm, er efstur eftir fyrsta dag á PGA meistaramótinu eftir að hafa spilað á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og engan skolla á hinn erfiða Southern Hills völlinn en aðeins 12 kylfingar náðu að spila undir pari á fyrsta hring.

Golf

Reynir fyrir sér í atvinnumennsku

Örn Ævar Hjartarson mun í haust taka þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Mörg þúsund kylfingar sækja um á ári hverju en aðeins um þrjátíu komast inn á mótaröðina.

Golf

Birgir Leifur í 20. sæti yfir hittnar flatir á evrópsku mótaröðinni

Birgir Leifur Hafþórsson hefur verið að slá boltann nokkuð vel á evrópsku mótaröðinni og sést það vel þegar skoðuð er tölfræðisíða mótaraðarinnar. Hann er í 20. sæti á listanum yfir þá sem hafa hitt flestar flatir að meðaltali í réttum höggafjölda með 13,1 flöt hitta að meðaltali.

Golf

750 þúsund krónur söfnuðust í einvíginu á Nesinu

750 þúsund krónur söfnuðust til samtakanna „einstök börn“ þegar hið árlega góðgerðarmót í golfi, einvígið á Nesinu fór fram í dag. Venju samkvæmt er 10 sterkum kylfingum boðið til leiks og er leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Einn kylfingur dettur út á hverri holu þar til tveir berjast um sigurinn.

Golf

Tiger Woods sigraði örugglega í Ohio í gær

Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum.

Golf

Birgir Leifur í 69. sæti í Rússlandi

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 4 höggum yfir pari á lokahring á opna rússnesku mótinu í golfi og er í 70. sæti. Birgir Leifur fékk 4 skolla, einn skramba, 2 fugla og paraði 11 holur á lokahringnum.

Golf

Birgir Leifur spilaði á 74 höggum í dag

Birgir Leifur Hafþórsson spilaði fyrsta hringinn sinn á Opna rússneska mótinu á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er jafn í 73. sæti níu höggum á eftir efsta manni Svíanum Nilsson sem spilaði á 65 höggum í dag.

Golf

Leik frestað í Rússlandi vegna eldinga

Leik hefur verið frestað á Opna Rússneska meistaramótinu vegna eldinga. Birgir Leifur er meðal keppenda á mótinu og er hann á einu höggi yfir pari eftir 11 holur. Hann er búinn að fá fjóra fugla á hringnum, þrjá skolla og einn skramba.

Golf