Gagnrýni

Hvað kom fyrir Nesbø?

Vinsældir norska glæpasagnahöfundarins Jo Nesbø eru engin tilviljun. Lesendur hans hafa lengi gengið að því sem vísu að hann muni sjá þeim fyrir spennu í bókum þar sem er að finna hrollvekjandi morð, áhugaverðar persónur og óvæntar fléttur.

Gagnrýni

Þægi­leg af­þreying

Ólafur Jóhann Ólafsson (f. 1962) er höfundur sem árlega er auglýstur með sterkum lýsingarorðum, ósjaldan í efsta stigi.

Gagnrýni

Farið milli skauta og heima

Segja má að í þessari í nýjustu ljóðabók Gerðar Kristnýjar, sem nefnist Heimskaut, sé bæði farið milli skauta og heima því að efnistökin einskorðast hvorki við nútíð né fortíð, nánd eða firrð.

Gagnrýni

Djúpköfun ofan í myrkur sálarinnar

Sýningar á þýsku kvikmyndinni Der goldene Handschuh, eða Gyllti hanskinn, eru hafnar í Bíó Paradís undir þeim formerkjum að hér sé án efa komin "ógeðslegasta mynd sem þú munt sjá á árinu!“

Gagnrýni

Rödd samviskunnar

Bubbi Morthens (f. 1956) er listamaður með sterka rödd í margvíslegum skilningi. Maður með erindi. Rödd hans er krefjandi, áleitin, ástríðufull, hrjúf en hlý. Samviskurödd.

Gagnrýni

Rowling á glæpaslóðum

Metsöluhöfundurinn og skapari Harry Potter, J.K. Rowling, hefur skrifað fjórar sakamálasögur undir dulnefninu Robert Gal­braith og líklegt er að bækurnar verði fleiri. Aðalpersóna bókanna er einkaspæjarinn Cormoran Strike og aðstoðarkona hans, Robin Ellacott.

Gagnrýni

Lifi smekkleysan!

Valkyrjurnar eru mættar galvaskar, gallaðar og hlaðnar gervigimsteinum, ríðandi á hvítum uppblásnum einhyrningum inn í Tjarnarbíó til að segja áhorfendum söguna af kvenhetjunni Brynhildi

Gagnrýni

Realískur Jóker veldur uppnámi, deilum og usla

Joaquin Phoenix fer með hlutverk hins misheppnaða Flecks sem hann túlkar ekki síst með líkamanum og hreyfingum þannig að hann passar fullkomlega inn í þann drungalega raunveruleika sem hér er lagt upp með að skapa á hvíta tjaldinu.

Gagnrýni

Kattarkonsert, en engin mús

Í einni myndinni um Tomma og Jenna er sá fyrrnefndi í hlutverki píanóleikara. Hann er í kjólfötum og gengur inn á svið, virðulegur á svipinn. Síðan byrjar hann að spila.

Gagnrýni

Shakespeare endurmetinn

Kynjapólitík verksins er óþægileg, ekki einungis vegna vofu Harveys­ Weinstein. Konurnar eru vændiskonur, fóstrur, fjarverandi eða fórna sér fyrir hinn listræna málstað karlkyns snillingsins.

Gagnrýni

Hver vegur að heiman?

Átta ár eru liðin síðan leikstjórinn Elfar Aðalsteins sýndi stuttmyndina Sailcloth á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og stóð uppi sem sigurvegari þegar myndin var valin besta íslenska stuttmyndin á hátíðinni.

Gagnrýni

Ís með innyflum

Stórhættulega stafrófið er skemmtileg og spennandi saga af stelpunni Fjólu sem ákveður að safna dóti til að selja á tombólu.

Gagnrýni

Martröð á Jónsmessunótt

Hrollvekjuunnendur voru illa sviknir fyrr í sumar þegar í ljós kom að nýjasta mynd leikstjórans Ari Aster yrði ekki sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi.

Gagnrýni

Aflausn án innistæðu

Húh! Best í heimi er byggt á sönnum sögum úr lífi leikaranna með það að leiðarljósi að skoða samfélagið út frá mannlegum brestum. Leikhópurinn RaTaTam, sem skoðað hefur ýmsa afkima samfélagsins síðustu misseri, frumsýndi sína þriðju sýningu í Borgarleikhúsinu síðasta föstudag.

Gagnrýni

Í senn ofsafenginn og hástemmdur

Það fór illa fyrir Sergej Prokofíev. Verk eftir hann var á dagskránni á Sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið. Hann var óumdeilanlega eitt mesta tónskáld Sovétríkjanna, en fimm árum áður en hann lést féll hann úr náðinni hjá Stalín. Og það var ekkert grín.

Gagnrýni

Góðir Framsóknarmenn!

Grímur Hákonarson er einn áhugaverðasti kvikmyndaleikstjórinn sem sinnir list sinni af hugsjón á Íslandi. Hann hefur alltaf verið svolítið sér á parti og samkvæmur sjálfum sér í gegnum tíðina hefur hann mótað sín sterku höfundareinkenni.

Gagnrýni