Betri leikstjóri þýðir betri Suicide Squad Heiðar Sumarliðason skrifar 11. ágúst 2021 17:32 Nýjar hetjur, og gamlar, mæta til leiks. Kvikmyndin Suicide Squad kom út fyrir 5 árum síðan og er almennt talin mjög slöpp. Hún græddi hins vegar töluvert af peningum, því sáu DC og Warner Bros. að markaður er fyrir þessar andhetjur og hentu í framhaldsmynd. Hún er nú komin í kvikmyndahús og hefur fengið töluvert betri viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda en sú fyrri. Aðsóknin lætur hins vegar á sér standa og líklegast má kenna hinu nýja Delta-afbrigði kórónuveirunnar um. Ekki hjálpaði til að Warner sendu hana einnig á HBO-Max, þar sem hún er aðgengileg öllum áskrifendum HBO-Max að kostnaðarlausu. Því er hætta á að tekjumissirinn sé enn meiri en t.d. hjá Black Widow sem kom út samtímis í kvikmyndahúsum og á Disney+, en þar þurfti að greiða aukalega dágóða summu til að fá aðgang að henni. Burtséð frá öllum Delta-afbrigðum má þó allt eins vera að fyrri Suicide Squad myndin hafi skilið eftir óbragð hjá nægilega mörgum til þess að áhuginn á þeirri nýju sé minni, þó hún sé nú töluvert betri. Betri listamenn Vegna almennrar óánægju þorra áhorfenda með fyrri myndina tóku Warner og DC það heillaskref að nappa James Gunn frá erkióvinunum í Marvel og fengu hann til að endurræsa Suicide Squad-vélina. Gunn er höfundur og leikstjóri hinna vinsælu Guardians of the Galaxy-mynda og hann dreifir hér töfraryki sínu yfir þessa áður andvana seríu. Hann lífgar hana aldeilis við og gefur áhorfendum eitthvað fyrir verð aðgöngumiðans. Ólíkt fyrri myndinni er hér enginn Will Smith (sem er að mínu mati alltaf heillavænlegt), en Bretinn Idris Elba tekur við kyndlinum af honum og gerir það vel. Margot Robbie er þó á sínum stað sem Harley Quinn, þó svo að þátttaka persónu hennar sé í raun ekki ýkja merkileg og hefði auðveldlega verið hægt að skrifa persónuna út úr myndinni án þess að það hefði áhrif. Sérstaklega er löng hliðarsaga af ævintýrum hennar með forseta Corto Maltese, um miðja mynd, þreytandi. Ég var hreinlega farinn að líta á klukkuna á þeim tímapunkti. Sagan tekur þó sem betur fer við sér þegar þeim leiðindum lýkur og er framvindan almennt nægilega áhugaverð til að halda augum áhorfenda á tjaldinu. James Gunn er þekktur fyrir léttan og kómískan stíl og ekki vantar brandarana hér. U.þ.b. helmingur þeirra hitta í mark, á meðan hinn helmingurinn geigar allsvakalega. Þegar öllu er á botninn hvolft er The Suicide Squad samt hin fínasta viðbót í ofurhetjukvikmynda flóruna, þó hún verði seint talin stórvirki innan þeirrar kvikmyndategundar. Niðurstaða: The Suicide Squad er hin fínasta skemmtun og mikil framför frá skammarlega lélegri fyrri mynd. Hér að neðan er hægt að heyra ítarlegri umfjöllun um The Suicide Squad, en Heiðar Sumarliðason ræðir við kvikmyndagerðarmanninn Kristján Kristjánsson (Læknirinn í eldhúsinu) um myndina í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói. Stjörnubíó Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Hún er nú komin í kvikmyndahús og hefur fengið töluvert betri viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda en sú fyrri. Aðsóknin lætur hins vegar á sér standa og líklegast má kenna hinu nýja Delta-afbrigði kórónuveirunnar um. Ekki hjálpaði til að Warner sendu hana einnig á HBO-Max, þar sem hún er aðgengileg öllum áskrifendum HBO-Max að kostnaðarlausu. Því er hætta á að tekjumissirinn sé enn meiri en t.d. hjá Black Widow sem kom út samtímis í kvikmyndahúsum og á Disney+, en þar þurfti að greiða aukalega dágóða summu til að fá aðgang að henni. Burtséð frá öllum Delta-afbrigðum má þó allt eins vera að fyrri Suicide Squad myndin hafi skilið eftir óbragð hjá nægilega mörgum til þess að áhuginn á þeirri nýju sé minni, þó hún sé nú töluvert betri. Betri listamenn Vegna almennrar óánægju þorra áhorfenda með fyrri myndina tóku Warner og DC það heillaskref að nappa James Gunn frá erkióvinunum í Marvel og fengu hann til að endurræsa Suicide Squad-vélina. Gunn er höfundur og leikstjóri hinna vinsælu Guardians of the Galaxy-mynda og hann dreifir hér töfraryki sínu yfir þessa áður andvana seríu. Hann lífgar hana aldeilis við og gefur áhorfendum eitthvað fyrir verð aðgöngumiðans. Ólíkt fyrri myndinni er hér enginn Will Smith (sem er að mínu mati alltaf heillavænlegt), en Bretinn Idris Elba tekur við kyndlinum af honum og gerir það vel. Margot Robbie er þó á sínum stað sem Harley Quinn, þó svo að þátttaka persónu hennar sé í raun ekki ýkja merkileg og hefði auðveldlega verið hægt að skrifa persónuna út úr myndinni án þess að það hefði áhrif. Sérstaklega er löng hliðarsaga af ævintýrum hennar með forseta Corto Maltese, um miðja mynd, þreytandi. Ég var hreinlega farinn að líta á klukkuna á þeim tímapunkti. Sagan tekur þó sem betur fer við sér þegar þeim leiðindum lýkur og er framvindan almennt nægilega áhugaverð til að halda augum áhorfenda á tjaldinu. James Gunn er þekktur fyrir léttan og kómískan stíl og ekki vantar brandarana hér. U.þ.b. helmingur þeirra hitta í mark, á meðan hinn helmingurinn geigar allsvakalega. Þegar öllu er á botninn hvolft er The Suicide Squad samt hin fínasta viðbót í ofurhetjukvikmynda flóruna, þó hún verði seint talin stórvirki innan þeirrar kvikmyndategundar. Niðurstaða: The Suicide Squad er hin fínasta skemmtun og mikil framför frá skammarlega lélegri fyrri mynd. Hér að neðan er hægt að heyra ítarlegri umfjöllun um The Suicide Squad, en Heiðar Sumarliðason ræðir við kvikmyndagerðarmanninn Kristján Kristjánsson (Læknirinn í eldhúsinu) um myndina í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói.
Stjörnubíó Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira