Gagnrýni

Stóri bróðir fylgist með
Citizenfour er heimildarmynd sem sýnir hvernig allir borgarar hins vestræna heims eru undir sífelldu rafrænu eftirliti stjórnvalda. Hún er vel gerð og allt í senn óhugnanlegt, fræðandi og nauðsynlegt áhorf.

Karlakór á hnefanum
Góður kór en einhæfur, auk þess sem hljóðið var ekki eins og best verður á kosið.

Undirheimar Undralands
Einstaka senur heppnast með ágætum og hönnunin er fyrsta flokks en tilraunin er ekki nægilega markviss.

Saga sem snertir við manni
Degi Kára tekst að skapa hjartnæma sögu sem virðist vera látlaus á yfirborðinu en þegar nánar er að gætt má sjá hvernig tekið er á málefnum á borð við hleypidóma, mörkin milli bernsku og fullorðinsára, vinskap og gæsku.

Hárbeitt og bráðfyndin samfélagsádeila
Framúrskarandi nýtt íslenskt leikverk í frumlegri uppsetningu Ólafs Egils.

Eins og sandpappír
Flott tónlist eftir Respighi, en Mozart var oftúlkaður og Hindemith var þreytandi þótt hann væri vel spilaður.

Átakalítil örlög Fjalla-Eyvindar og Höllu
Bjartir punktar í sviðsetningu og þrumandi endurkoma Sigurðar Sigurjónssonar ná ekki að draga sýninguna fram í ljósið.

The Dale Kofe
Það var glatt á hjalla á tónleikum Sætabrauðsdrengjanna á laugardagskvöldið. Enda fínir söngvarar og dagskráin full af gríni.

Átök kynslóðanna
Kaldhæðin, þétt og skemmtileg saga en skilur lítið eftir sig.

Fortíðin og fjölskylduharmur
Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama.

Aðeins of mikið af öllu
Klisjuhlaðin saga sem sniðin er nákvæmlega eftir formúlunni í Maður sem heitir Ove en nær því miður aldrei að snerta lesandann.

Konur stoppuðu ekki bara í sokka
Stórgóðir tónleikar þar sem varpað var ljósi á þátt kvenna í tónlist á fyrri hluta 18. aldar.

Steraflaut og stórbrotin sinfónía
Frábær einleikur Áshildar Haraldsdóttur í konsert Rodrigos og fyrsta sinfónía Sibeliusar var stórfengleg.

Sporbaugur sorgarinnar
Glæsileg sýning byggð á sterkum leikrænum grunni en höktir örlítið með ójöfnum leik.

Þegar lífið flækist fyrir draumunum
Vel spunnin og áhrifarík saga sem spilar á alla strengi tilfinningaskalans.

Komdu og láttu ögra þér örlítið
Virkilega spennandi tilraunaleikhús sem tekur listræna áhættu og uppskeran er eftir því.

Ekki hobbý, heldur fag
Í íslensku heimildarmyndinni Trend Beacons fylgjum við eftir tískuspámönnum sem spá fyrir um trendin eftir tvö ár.

Volgur Bakaraofn
Flott hugmynd með nokkrum bráðfyndnum senum en sýninguna skortir snerpu.

Þrekvirki í íslenskri sviðslist
Metnaðarfullt stórvirki. Leiklistarviðburður sem enginn má láta framhjá sér fara.

Tenórinn snýr aftur á fjalirnar
Algjörlega glimrandi söngstund með Guðmundi en verkið líður fyrir misjafnt handrit.

Við erum öll brjáluð hér
Hressileg og skemmtileg fjölskyldusýning uppfull af góðum leikhúslausnum, léttri tónlist og vönduð í allri framsetningu.

Sjókuldi á Snæfellsnesi
Magnaður efniviður og einstakt leikhúsrými sem vert er að gera sér ferð til að sjá en úrvinnslan ekki nægilega sterk.

Stórkostlegt ævintýri
Með mögnuðustu tónlistarspunum sem hér hafa heyrst.

Eins og McDonalds-hamborgari, næringarsnauður og innihaldslaus
Niðurstaða: Raunverulegt BDSM getur verið frábært krydd en þá þarftu líka að kunna til verka. Fantasían þarf ekki vera pólitískt rétt og það er allt í lagi að verða graður í bíói en þessi mynd er bara froða.

Glimrandi leikhúsvél
Lauflétt og stórskemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna.

Skrillex stóð vel undir væntingum
Hápunktur lokadags tónlistarhátíðarinnar Sónar á laugardaginn var fyrir mörgum þegar bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex tróð upp.

Hamfarir með augum barnsins
Magnaður efniviður og skýr grunnhugmynd en Eldbarnið er að mestu kraftlaust.

Óður til líkamans
Taugar er ögrandi og áhugaverð sýning sem ýtir við hugmyndum áhorfandans um hvaða hreyfiefni er boðlegt á sviði.

Úr örvæntingu yfir í andakt
Magnaðir tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur.

Fetti sig og bretti
Tinna Þorsteinsdóttir er dugleg að bera á borð tilraunakennda tónlist. Hún á lof skilið fyrir það. En hér heppnuðust tilraunirnar sjaldnast.