Innlent

Lítið mál að fjölga löggum

Lögregla undirbýr meiri viðveru í miðborginni til þess að sporna við auknu ofbeldi og hnífaburði meðal ungmenna. Viðbragð lögreglu er hluti af aðgerðum stjórnvalda sem eiga að taka á ofbeldishrinu. 

Innlent

„Góði líttu þér nær!“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni VG, að líta sér nær þegar kæmi að aðgerðum í loftslagsmálum. Guðmundur hafði skömmu fyrr sagt í pontu að brýna þyrfti allt samfélagið til aðgerða.

Innlent

„Þetta er á­kall frá ung­mennunum sjálfum“

Formaður Samfés vonar að tilveruréttur félagsmiðstöðva og ungmennahúsa verði festur í sessi í framhaldi af boðuðum aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Hann segir ungt fólk sjálft kalla eftir því að hafa meiri og betri aðgang að félagsmiðstöðvum, starfsemi sem hafi sannað forvarnargildi sitt.

Innlent

Tæki­færi til að sammælast um breytingar á stjórnar­skránni

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd.

Innlent

„Fólk fer hrein­­lega grátandi frá mér“

Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum. Verið er að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu að sögn forstjóra og læknir segir fólk stundum bresta í grát þegar það heyrir verðið.

Innlent

„Það var mikil geðs­hræring á heimilinu“

Grunlaus fjölskylda í Grafarvoginum fékk óvænta gesti í heimsókn í vikunni þegar eitruð könguló og maki hennar bárust inn á heimilið með vínberjaklasa. Köngulærnar reyndust vera af sömu undirtegund og svarta ekkjan.

Innlent

Hilmar B. Jóns­son mat­reiðslu­meistari látinn

Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari er fallinn frá. Hilmar var einn þekktasti matreiðslumaður landsins og lifði ævintýralegu lífi; eldaði ofan í kónga, drottningar, þjóðhöfðingja, sendiherra, varaforseta, þingmenn og aðra hátt setta embættismenn víða um heim.

Innlent

Börnin bíða, bíða og bíða

Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum.

Innlent

Þær 25 að­gerðir sem fjár­magna á vegna of­beldis barna

Stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum og auka fjármagn til aðgerðanna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í gær. Alvarlegt ofbeldi sem hefur átt sér stað á síðustu misserum undirstrikar þörfina á samstilltu átaki til að bregðast við þróuninni af festu.

Innlent

Telja nafnið geta orðið nafn­bera til ama og segja nei

Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama.

Innlent

LHÍ stefnir á Skóla­vörðu­holtið í stað Tollhússins

Stefnt er á að öll starfsemi og allar deildir Listaháskóla Íslands (LHÍ) muni sameinast undir einu þaki í núverandi húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti árið 2029. Áður hafði verið lagt upp með að Listaháskólinn ætti framtíðarhúsnæði í Tollhúsinu. Óskin kemur frá LHÍ og ráðherra segir hugmyndina afar skynsamlega.

Innlent

Hvor hafði betur í kappræðunum?

Bæði Kamala Harris og Donald Trump eru hæst ánægð með frammistöðu sína í kappræðunum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nótt. Flestir virðast telja að Harris hafi sigrað. Farið verður yfir stöðuna eftir kappræðurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent

Hrókera í nefndum Al­þingis

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar.

Innlent

Ein­stæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gerir grein starfsmanns Sjálfstæðisflokksins, Kristófers Más Maronssonar á Vísi, að umfjöllunarefni í pistli á Facebook. Hann segir þar hverja rangfærsluna reka aðra en víst er að margir ráku upp stór augu þegar þeir virtu fyrir sér útreikninga Kristófers Más. Villa í reiknivél Tryggingastofnunar virðist leika lykilhlutverk.

Innlent

Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryn­dísi Klöru

Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru.

Innlent

Vill halda Borgar­spítalanum opnum þegar að nýi spítalinn opnar

Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala, vill að hætt verði við að loka spítalanum í Fossvogi þegar Nýi-Landspítalinn opnar við Hringbraut. Spítalinn verði aftur að Borgarspítala og aðgengilegur til dæmis heimilislæknum sem þurfi að vísa sjúklingum í bráða innlögn á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent