Innlent

Rýnir í leið Bjarna til að halda Guð­laugi frá for­mennsku

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar séu fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði.

Innlent

Fækka heim­sóknum á spítalann með appi í símanum

Íbúum á Suðurlandi hefur síðustu misseri staðið til boða að nýta nýja lausn til fjarheilbrigðisþjónustu. Margrét Björk Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, segir að eftir að tæknin var innleidd hafi vitjunum fækkað og starfsfólk getað nýtt tíma sinn betur. 

Innlent

Um 400 manns í Grinda­vík í dag

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim.

Innlent

Taka upp meðalhraðaeftirlit í Hval­fjarðar­göngum

Á fimmtudag verður tekið í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund. Samskonar meðalhraðaeftirlit er að finna í göngum á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og í Dýrafjarðargöngum. 

Innlent

Dauð hnísa á bökkum Ölfus­ár

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi ráku upp stór augu í dag þegar þeir komu auga á hræ af hnísu við bakka Ölfusár skammt frá Ölfusárbrú. Hræinu hefur verið komið til lögreglu.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Boðað hefur verið til fundar hjá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið.

Innlent

Vilja breið­fylkingu um flug til Húsa­víkur

Forsvarsmenn Framsýnar stéttarfélags Þingeyinga segja að komi ekki til kraftaverks verði áætlunarflugi Flugfélagsins Ernis frá Reykjavík til Húsavíkur hætt um næstu mánaðarmót. Stéttarfélagið kallar eftir tafarlausum viðbrögðum stjórnvalda.

Innlent

Fagna nýju frum­varpi um Þjóðaróperu

Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, fagnar þeim merka áfanga í sögu sönglistar á Íslandi að fram sé komið frumvarp um Þjóðaróperu. Félagið lýsir eindregnum stuðningi við áform Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarráðherra, í frumvarpinu.

Innlent

Næsta lægð nálgast landið

Næsta lægð nálgast landið í kvöld og nótt. Þá hvessir af austri með úrkomu, fyrst syðst á landinu. Í dag verður hinsvegar fremur hæg sunnanátt með skúrum og eða éljum en það léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig.

Innlent

„Ég skil að fólki sé mis­boðið“

Sú var tíðin að dæmdir kynferðisbrotamenn áttu auðsótta leið að uppreist æru hjá forseta Íslands. Á uppreisnarárinu 2017 ofbauð landsmönnum þessi möguleiki og áður en árið var úti hafði lögunum verið breytt. Ríkisstjórnin var sömuleiðis sprungin eftir að í ljós kom að faðir forsætisráðherra hafði mælt með uppreist æru fyrir mann sem braut kynferðislega á stjúpdóttur sinni yfir tólf ára tímabil.

Innlent

Myndi gista í Grinda­vík, en ekki með börn

Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 

Innlent

Ekki talið náið sam­band og sleppur með skil­orð

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Hann var ákærður fyrir brot í nánu sambandi gegn konunni en dómurinn féllst ekki á að samband þeirra hefði verið náið.

Innlent

„Löngu tíma­bært að taka þetta skref“

„Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin.

Innlent

Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði

Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur.

Innlent

„Við náttúru­lega hvorki pissum né kúkum“

Sviðsstjóri skipu­lags- og um­hverf­is­sviðs Grinda­vík­ur­bæj­ar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum.

Innlent