Innlent Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. Innlent 7.3.2024 12:01 Hádegisfréttir Bylgjunnar Kjarasamningar eru tilbúnir til undirritunar en ekki verður skrifað undir nema sveitarfélögin komi að borðinu. Innlent 7.3.2024 11:37 Einstakt tækifæri fyrir samfélagið og vonar að skrifað verði undir í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að sveitarfélögin komi í sameiningu að aðgerðapakka til að greiða fyrir undirritun kjarasamninga. Hún bindur vonir við að gengið verði frá síðustu lausu endum samninganna í dag. Innlent 7.3.2024 11:08 Innköllun á Prime orkudrykkjum MAST og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hafa ákveðið að innkalla sex drykkjartegundir af orkudrykknum Prime Energy í 330 millilítra dósum. Drykkurinn inniheldur L-þíanín sem ekki hefur fengið leyfi í öðrum matvælum en fæðubótaefnum í Evrópu. Innlent 7.3.2024 11:01 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. Innlent 7.3.2024 10:48 Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. Innlent 7.3.2024 10:37 Fara yfir öryggisbúnað og uppfæra hættumat Almannavarnanefnd Austurlands hefur ásamt sveitarfélögunum Múlaþingi og Fjarðabyggð hafið vinnu við að rýna verkferla varðandi skíðasvæðin í Stafdal og Oddsskarði. Snjóflóð féllu þar um síðustu helgi. Innlent 7.3.2024 10:24 Ökumaðurinn alvarlega slasaður en ekki í lífshættu Maðurinn sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi í nótt er alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalands, en er ekki talinn í lífshættu. Jepplingur sem hann keyrði fór út af veginum og lenti á girðingu. Innlent 7.3.2024 10:16 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. Innlent 7.3.2024 09:53 Heilsugæslan Garðabæ lokuð vegna bruna Heilsugæslan í Garðabæ verður lokuð í dag vegna eldsvoða í aðliggjandi húsnæði á Garðatorgi. Innlent 7.3.2024 09:53 Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki. Innlent 7.3.2024 08:26 Alvarlegt bílslys á Hafnarfjarðarvegi í nótt Alvarlegt umferðarslys varð á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ um þrjúleytið í nótt. Innlent 7.3.2024 07:13 Tilnefningar í biskupskjöri hefjast á ný Tilnefningar í biskupskjöri hefjast í dag en um er að ræða aðra umferð eftir að tæknileg vandamál urðu til þess að ekki var hægt að telja atkvæði eftir fyrstu atrennu. Innlent 7.3.2024 06:33 Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. Innlent 7.3.2024 05:45 Röskva kynnir framboðslistana Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, kynnti framboðslista sína vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands í kvöld. Kosningar fara fram síðar í mánuðinum. Innlent 6.3.2024 22:44 Dómari þarf ekki að víkja þrátt fyrir að hafa lýst persónulegri skoðun sinni Hlynur Jónsson, dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra, þarf ekki að víkja sæti í hoppukastalamálinu svokallaða. Landsréttur staðfesti í lok síðasta mánaðar úrskurð héraðsdóms, Hlyns sjálfs, þess efnis. Innlent 6.3.2024 21:42 Tveggja milljarða baðlón byggt í Laugarási í Bláskógabyggð Framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt baðlón fyrir ferðamenn í Laugarási í Bláskógabyggð en hópur fjárfesta kemur að verkefninu, sem hefur verið í undirbúningi síðustu tíu ár. Innlent 6.3.2024 21:00 Ný nafnskírteini renna út eins og heitar lummur Þjóðskrá hefur hafið útgáfu á tveimur nýjum nafnskírteinum sem gagnast geta sem ferðaskilríki eða eingöngu til að auðkenna sig. Ísland er fyrst ríkja til að gefa út skilríki sem þessi samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli. Innlent 6.3.2024 19:41 Telur fullt umferðaröryggi í hægri beygju á rauðu ljósi Áralöng umræða um hvort taka ætti upp þá reglu að beygja megi til hægri á rauðu ljósi hefur tekið sig upp aftur. Annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir fullt umferðaröryggi fólgið í reglunni. Innlent 6.3.2024 19:29 Markmiðin góð í fjölmiðlastefnu en segir fjárhæð styrkja of lága Í drögum að fyrstu opinberu fjölmiðlastefnu landsins er lagt upp með að hefðbundin auglýsingasala hjá RÚV verði óheimil og styrkir til einkarekinna fjölmiðla festir í sessi. Formaður Blaðamannafélags Íslands fagnar markmiðinu en segir fjárhæð styrkja of lága sé miðað við Norðurlöndin. Innlent 6.3.2024 19:17 Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 6.3.2024 19:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Meint fórnarlömb hlaupa á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleitir í gær og í skoðun er að frysta eignir grunuðu. Við förum ítarlega yfir málið í fréttatímanum. Innlent 6.3.2024 18:01 Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. Innlent 6.3.2024 17:58 Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. Innlent 6.3.2024 17:28 Tveir þrettán ára drengir lentu í snjóflóði Tveir þrettán ára drengir urðu fyrir snjóflóði á skíðasvæðinu í Stafdal í Seyðisfirði á laugardag. Annar þeirra missti meðvitund og lá grafinn í flóðinu í tuttugu mínútur, en hinn barst niður með flóðinu. Innlent 6.3.2024 17:20 Bessí tekur við af Blöndal Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi kennari við Verzlunarskóla Íslands og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörin formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna (SES) á fjölmennum aðalfundi félagsins, sem fram fór í Valhöll í dag. Innlent 6.3.2024 16:48 Höfðu haft grun um ólögmæta starfsemi í nokkur ár Nokkur ár eru síðan athygli lögreglu var vakin á meintu mansali og annarri ólögmætri starfsemi víetnamska athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Börn voru á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu. Innlent 6.3.2024 16:01 Hættir sem bæjarstjóri Vesturbyggðar Þórdís Sif Sigurðardóttir núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í tilkynningu á Facebook að hún ætli ekki að gefa kost á sér í starf bæjarstjóra í kosningum sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í sumar. Innlent 6.3.2024 15:03 Á leið í gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir öllum sex sem handtekin voru í gær. Fallist var á vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við mál Vy-þrifa og tengdra fyrirtækja. Innlent 6.3.2024 14:43 Sara Elísabet hættir sem sveitarstjóri Sara Elísabet Svandóttir mun láta af störfum sem sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps á föstudag. Samkomulag hefur náðst um starfslok. Innlent 6.3.2024 14:38 « ‹ 244 245 246 247 248 249 250 251 252 … 334 ›
Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. Innlent 7.3.2024 12:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Kjarasamningar eru tilbúnir til undirritunar en ekki verður skrifað undir nema sveitarfélögin komi að borðinu. Innlent 7.3.2024 11:37
Einstakt tækifæri fyrir samfélagið og vonar að skrifað verði undir í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að sveitarfélögin komi í sameiningu að aðgerðapakka til að greiða fyrir undirritun kjarasamninga. Hún bindur vonir við að gengið verði frá síðustu lausu endum samninganna í dag. Innlent 7.3.2024 11:08
Innköllun á Prime orkudrykkjum MAST og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hafa ákveðið að innkalla sex drykkjartegundir af orkudrykknum Prime Energy í 330 millilítra dósum. Drykkurinn inniheldur L-þíanín sem ekki hefur fengið leyfi í öðrum matvælum en fæðubótaefnum í Evrópu. Innlent 7.3.2024 11:01
Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. Innlent 7.3.2024 10:48
Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. Innlent 7.3.2024 10:37
Fara yfir öryggisbúnað og uppfæra hættumat Almannavarnanefnd Austurlands hefur ásamt sveitarfélögunum Múlaþingi og Fjarðabyggð hafið vinnu við að rýna verkferla varðandi skíðasvæðin í Stafdal og Oddsskarði. Snjóflóð féllu þar um síðustu helgi. Innlent 7.3.2024 10:24
Ökumaðurinn alvarlega slasaður en ekki í lífshættu Maðurinn sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi í nótt er alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalands, en er ekki talinn í lífshættu. Jepplingur sem hann keyrði fór út af veginum og lenti á girðingu. Innlent 7.3.2024 10:16
Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. Innlent 7.3.2024 09:53
Heilsugæslan Garðabæ lokuð vegna bruna Heilsugæslan í Garðabæ verður lokuð í dag vegna eldsvoða í aðliggjandi húsnæði á Garðatorgi. Innlent 7.3.2024 09:53
Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki. Innlent 7.3.2024 08:26
Alvarlegt bílslys á Hafnarfjarðarvegi í nótt Alvarlegt umferðarslys varð á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ um þrjúleytið í nótt. Innlent 7.3.2024 07:13
Tilnefningar í biskupskjöri hefjast á ný Tilnefningar í biskupskjöri hefjast í dag en um er að ræða aðra umferð eftir að tæknileg vandamál urðu til þess að ekki var hægt að telja atkvæði eftir fyrstu atrennu. Innlent 7.3.2024 06:33
Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. Innlent 7.3.2024 05:45
Röskva kynnir framboðslistana Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, kynnti framboðslista sína vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands í kvöld. Kosningar fara fram síðar í mánuðinum. Innlent 6.3.2024 22:44
Dómari þarf ekki að víkja þrátt fyrir að hafa lýst persónulegri skoðun sinni Hlynur Jónsson, dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra, þarf ekki að víkja sæti í hoppukastalamálinu svokallaða. Landsréttur staðfesti í lok síðasta mánaðar úrskurð héraðsdóms, Hlyns sjálfs, þess efnis. Innlent 6.3.2024 21:42
Tveggja milljarða baðlón byggt í Laugarási í Bláskógabyggð Framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt baðlón fyrir ferðamenn í Laugarási í Bláskógabyggð en hópur fjárfesta kemur að verkefninu, sem hefur verið í undirbúningi síðustu tíu ár. Innlent 6.3.2024 21:00
Ný nafnskírteini renna út eins og heitar lummur Þjóðskrá hefur hafið útgáfu á tveimur nýjum nafnskírteinum sem gagnast geta sem ferðaskilríki eða eingöngu til að auðkenna sig. Ísland er fyrst ríkja til að gefa út skilríki sem þessi samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli. Innlent 6.3.2024 19:41
Telur fullt umferðaröryggi í hægri beygju á rauðu ljósi Áralöng umræða um hvort taka ætti upp þá reglu að beygja megi til hægri á rauðu ljósi hefur tekið sig upp aftur. Annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir fullt umferðaröryggi fólgið í reglunni. Innlent 6.3.2024 19:29
Markmiðin góð í fjölmiðlastefnu en segir fjárhæð styrkja of lága Í drögum að fyrstu opinberu fjölmiðlastefnu landsins er lagt upp með að hefðbundin auglýsingasala hjá RÚV verði óheimil og styrkir til einkarekinna fjölmiðla festir í sessi. Formaður Blaðamannafélags Íslands fagnar markmiðinu en segir fjárhæð styrkja of lága sé miðað við Norðurlöndin. Innlent 6.3.2024 19:17
Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 6.3.2024 19:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Meint fórnarlömb hlaupa á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleitir í gær og í skoðun er að frysta eignir grunuðu. Við förum ítarlega yfir málið í fréttatímanum. Innlent 6.3.2024 18:01
Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. Innlent 6.3.2024 17:58
Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. Innlent 6.3.2024 17:28
Tveir þrettán ára drengir lentu í snjóflóði Tveir þrettán ára drengir urðu fyrir snjóflóði á skíðasvæðinu í Stafdal í Seyðisfirði á laugardag. Annar þeirra missti meðvitund og lá grafinn í flóðinu í tuttugu mínútur, en hinn barst niður með flóðinu. Innlent 6.3.2024 17:20
Bessí tekur við af Blöndal Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi kennari við Verzlunarskóla Íslands og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörin formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna (SES) á fjölmennum aðalfundi félagsins, sem fram fór í Valhöll í dag. Innlent 6.3.2024 16:48
Höfðu haft grun um ólögmæta starfsemi í nokkur ár Nokkur ár eru síðan athygli lögreglu var vakin á meintu mansali og annarri ólögmætri starfsemi víetnamska athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Börn voru á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu. Innlent 6.3.2024 16:01
Hættir sem bæjarstjóri Vesturbyggðar Þórdís Sif Sigurðardóttir núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í tilkynningu á Facebook að hún ætli ekki að gefa kost á sér í starf bæjarstjóra í kosningum sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í sumar. Innlent 6.3.2024 15:03
Á leið í gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir öllum sex sem handtekin voru í gær. Fallist var á vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við mál Vy-þrifa og tengdra fyrirtækja. Innlent 6.3.2024 14:43
Sara Elísabet hættir sem sveitarstjóri Sara Elísabet Svandóttir mun láta af störfum sem sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps á föstudag. Samkomulag hefur náðst um starfslok. Innlent 6.3.2024 14:38