Innlent Hefur sett saman um 100 módelbíla í Hveragerði Það allra skemmtilegasta sem fimmtugur málarameistari í Hveragerði gerir er að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Bronco, Land Rover og Scania vörubílar eru í mestu uppáhaldi hjá bílaáhugamanninum. Innlent 18.10.2024 21:06 Dæmi um að menntaðir kennarar nái ekki endum saman Kennari segir suma kollega sína ekki ná endum saman og þurfi að vera í nokkrum vinnum. Þá séu fjölmargir sem hrökklist úr starfi vegna álags. Innlent 18.10.2024 20:05 Óvænt og taktískt útspil Sigurðar Inga Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit gefa til kynna gríðarlega spennu en ekkert er fast í hendi, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Hún spáir því að VG eigi meira inni en kannanir gefi til kynna en Sjálfstæðismönnum gengur enn erfiðlega að afla fylgis til baka. Formaður Framsóknar setji þrýsting á kjósendur sem vilja ekki að hann falli af þingi að kjósa flokkinn. Innlent 18.10.2024 19:16 Páll Valur vill forystusæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Páll Valur Björnsson býður sig fram í forystusæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Páll sat á þingi fyrir Bjarta Framtíð árin 2013 - 2016, og var varaþingmaður Samfylkingarinnar 2017 - 2021. Innlent 18.10.2024 18:49 Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit og öll auglýsingapláss uppbókuð Fylgi Samfylkingarinnar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnum við í fyrstu skoðanakannanirnar sem gerðar voru eftir að tilkynnt var um stjórnarslit. Innlent 18.10.2024 18:09 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Voga Gunnar Axel Axelsson lét af störfum sem bæjarstjóri Voga í dag vegna veikinda, en hann hefur verið að glíma við langtímaafleiðingar af Covid 19. Innlent 18.10.2024 18:01 Vill leiða Viðreisn í Suðurkjördæmi Jasmina Vajzovic Crnac hefur gefið kost á sér í efsta sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Jasmina er stjórnmálafræðingur að mennt, og er eigandi IZO ráðgjafar sem veitir ráðgjöf og fræðslu þegar kemur að innflytjendum og flóttafólki. Innlent 18.10.2024 17:28 Eldur kviknaði í bílskúr Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til síðdegis vegna bílskúrs sem kviknaði í í Vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 18.10.2024 16:16 Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. Innlent 18.10.2024 15:41 Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og fráfarandi orkumálastjóri, hefur tilkynnt að hún sé gengin til liðs við Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, leggur sjálfan sig að veði og leggur til við kjörstjórn að Halla Hrund fái oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Innlent 18.10.2024 15:15 Ásmundur Einar skipar tvo skrifstofustjóra Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Hafþór Einarsson og Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur í tvö embætti skrifstofustjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Innlent 18.10.2024 15:02 Settur tímabundið sem sýslumaður á Austurlandi Dómsmálaráðherra hefur sett Svavar Pálsson, sýslumanninn á Norðurlandi eystra, tímabundið sem sýslumann á Austurlandi frá 1. nóvember 2024 til og með 31. október 2025. Innlent 18.10.2024 15:00 „Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ Innlent 18.10.2024 14:21 „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. Innlent 18.10.2024 13:37 Átti líka morgunspjall við ríkislögreglustjóra vegna Yazans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var annar tveggja fyrrverandi dómsmálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins sem höfðu samband við ríkislögreglustjóra morguninn sem embættið stóð í brottvísun tólf ára drengs frá Palestínu, Yazan Tamimi. Auk þess hafði Jón Gunnarsson samband auk félags- og vinnumarkaðsráðherra. Innlent 18.10.2024 13:36 Vill úr borgarstjórn á Alþingi Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu Pírata á Alþingi og býður sig fram í Reykjavík. Innlent 18.10.2024 12:52 Vandræðalegur starfsmaður rak Björn Leví burt frá vínbúðinni Björn Leví Gunnarsson þingmaður varð undrandi þar sem hann stóð í sakleysi sínu fyrir utan Vínbúðina og var að safna undirskriftum fyrir Pírata en var rekinn þaðan í burtu. Innlent 18.10.2024 12:02 Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. Innlent 18.10.2024 11:56 Ný könnun um fylgi flokkanna í hádegisfréttum Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar rýnum við í nýja könnun frá Maskínu. Innlent 18.10.2024 11:32 Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. Innlent 18.10.2024 11:32 Biluð rúta stoppaði umferð í göngunum Löng bílaröð myndaðist við Hvalfjarðargöngin á tíunda tímanum í morgun vegna bilaðrar rútu inni í göngunum. Opnað var fyrir umferð upp úr klukkan hálf ellefu. Innlent 18.10.2024 10:50 „Fólk hefur verið að ýta við mér“ Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist íhuga það alvarlega að skella sér í pólitíkina á ný ef félagar hans í Samfylkingunni vilja njóta liðsinnis hans. Innlent 18.10.2024 10:37 Fyrsti ríkisstjórnarfundur starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar Fyrsti ríkisstjórnarfundur starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar er hafinn. Starfsstjórnin var mynduð í kjölfar stjórnarslita en um er að ræða minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Innlent 18.10.2024 09:20 Hætta í bili að rukka fyrir stæðin í þremur götum nærri HÍ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta við gjaldskyldu fyrir notkun bílastæða í þremur götum nálægt Háskóla Íslands þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum. Innlent 18.10.2024 08:47 Sagðir hafa fundið um 1.500 skilaboð milli Þorsteins og Jóhannesar Héraðssaksóknara hefur tekist að endurheimta um það bil 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Innlent 18.10.2024 08:05 Fá að leita í innrituðum farangri farþega að þeim fjarstöddum Nýtt frumvarp fjármálaráðherra kveður á um að tollgæslu verði heimilt að leita í innrituðum farangri farþega og áhafnar að eigandanum fjarstöddum. Innlent 18.10.2024 06:46 „Nauðsynlegt að bregðast við“ en aðgerðum fækkar Fjármagn streymir úr landi í tengslum við efnaskiptaaðgerðir. Á sama tíma og heilbrigðisyfirvöld segja nauðsynlegt að takast á við offituvandann eru slíkar aðgerðir á íslenskri einkastofu ekki niðurgreiddar. Innlent 17.10.2024 23:00 „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. Innlent 17.10.2024 22:51 Mál umdeilda skákborðsins ætlar engan endi að taka Landsréttur hefur sent mál sem varðar eftirlíkingu af skákborði sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu þegar þeir tefldu í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 aftur í hérað. Innlent 17.10.2024 22:11 Stillt upp á alla lista Viðreisnar Uppstillingarnefndir stilla upp á alla lista Viðreisnar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var ákveðið í landshlutaráðum í gær og í kvöld. Spenna ríkir í baráttu um sæti á Reykjavíkurlistum flokksins. Innlent 17.10.2024 22:01 « ‹ 20 21 22 23 24 25 26 27 28 … 334 ›
Hefur sett saman um 100 módelbíla í Hveragerði Það allra skemmtilegasta sem fimmtugur málarameistari í Hveragerði gerir er að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Bronco, Land Rover og Scania vörubílar eru í mestu uppáhaldi hjá bílaáhugamanninum. Innlent 18.10.2024 21:06
Dæmi um að menntaðir kennarar nái ekki endum saman Kennari segir suma kollega sína ekki ná endum saman og þurfi að vera í nokkrum vinnum. Þá séu fjölmargir sem hrökklist úr starfi vegna álags. Innlent 18.10.2024 20:05
Óvænt og taktískt útspil Sigurðar Inga Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit gefa til kynna gríðarlega spennu en ekkert er fast í hendi, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Hún spáir því að VG eigi meira inni en kannanir gefi til kynna en Sjálfstæðismönnum gengur enn erfiðlega að afla fylgis til baka. Formaður Framsóknar setji þrýsting á kjósendur sem vilja ekki að hann falli af þingi að kjósa flokkinn. Innlent 18.10.2024 19:16
Páll Valur vill forystusæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Páll Valur Björnsson býður sig fram í forystusæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Páll sat á þingi fyrir Bjarta Framtíð árin 2013 - 2016, og var varaþingmaður Samfylkingarinnar 2017 - 2021. Innlent 18.10.2024 18:49
Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit og öll auglýsingapláss uppbókuð Fylgi Samfylkingarinnar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnum við í fyrstu skoðanakannanirnar sem gerðar voru eftir að tilkynnt var um stjórnarslit. Innlent 18.10.2024 18:09
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Voga Gunnar Axel Axelsson lét af störfum sem bæjarstjóri Voga í dag vegna veikinda, en hann hefur verið að glíma við langtímaafleiðingar af Covid 19. Innlent 18.10.2024 18:01
Vill leiða Viðreisn í Suðurkjördæmi Jasmina Vajzovic Crnac hefur gefið kost á sér í efsta sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Jasmina er stjórnmálafræðingur að mennt, og er eigandi IZO ráðgjafar sem veitir ráðgjöf og fræðslu þegar kemur að innflytjendum og flóttafólki. Innlent 18.10.2024 17:28
Eldur kviknaði í bílskúr Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til síðdegis vegna bílskúrs sem kviknaði í í Vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 18.10.2024 16:16
Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. Innlent 18.10.2024 15:41
Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og fráfarandi orkumálastjóri, hefur tilkynnt að hún sé gengin til liðs við Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, leggur sjálfan sig að veði og leggur til við kjörstjórn að Halla Hrund fái oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Innlent 18.10.2024 15:15
Ásmundur Einar skipar tvo skrifstofustjóra Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Hafþór Einarsson og Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur í tvö embætti skrifstofustjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Innlent 18.10.2024 15:02
Settur tímabundið sem sýslumaður á Austurlandi Dómsmálaráðherra hefur sett Svavar Pálsson, sýslumanninn á Norðurlandi eystra, tímabundið sem sýslumann á Austurlandi frá 1. nóvember 2024 til og með 31. október 2025. Innlent 18.10.2024 15:00
„Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ Innlent 18.10.2024 14:21
„Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. Innlent 18.10.2024 13:37
Átti líka morgunspjall við ríkislögreglustjóra vegna Yazans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var annar tveggja fyrrverandi dómsmálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins sem höfðu samband við ríkislögreglustjóra morguninn sem embættið stóð í brottvísun tólf ára drengs frá Palestínu, Yazan Tamimi. Auk þess hafði Jón Gunnarsson samband auk félags- og vinnumarkaðsráðherra. Innlent 18.10.2024 13:36
Vill úr borgarstjórn á Alþingi Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu Pírata á Alþingi og býður sig fram í Reykjavík. Innlent 18.10.2024 12:52
Vandræðalegur starfsmaður rak Björn Leví burt frá vínbúðinni Björn Leví Gunnarsson þingmaður varð undrandi þar sem hann stóð í sakleysi sínu fyrir utan Vínbúðina og var að safna undirskriftum fyrir Pírata en var rekinn þaðan í burtu. Innlent 18.10.2024 12:02
Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. Innlent 18.10.2024 11:56
Ný könnun um fylgi flokkanna í hádegisfréttum Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar rýnum við í nýja könnun frá Maskínu. Innlent 18.10.2024 11:32
Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. Innlent 18.10.2024 11:32
Biluð rúta stoppaði umferð í göngunum Löng bílaröð myndaðist við Hvalfjarðargöngin á tíunda tímanum í morgun vegna bilaðrar rútu inni í göngunum. Opnað var fyrir umferð upp úr klukkan hálf ellefu. Innlent 18.10.2024 10:50
„Fólk hefur verið að ýta við mér“ Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist íhuga það alvarlega að skella sér í pólitíkina á ný ef félagar hans í Samfylkingunni vilja njóta liðsinnis hans. Innlent 18.10.2024 10:37
Fyrsti ríkisstjórnarfundur starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar Fyrsti ríkisstjórnarfundur starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar er hafinn. Starfsstjórnin var mynduð í kjölfar stjórnarslita en um er að ræða minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Innlent 18.10.2024 09:20
Hætta í bili að rukka fyrir stæðin í þremur götum nærri HÍ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta við gjaldskyldu fyrir notkun bílastæða í þremur götum nálægt Háskóla Íslands þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum. Innlent 18.10.2024 08:47
Sagðir hafa fundið um 1.500 skilaboð milli Þorsteins og Jóhannesar Héraðssaksóknara hefur tekist að endurheimta um það bil 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Innlent 18.10.2024 08:05
Fá að leita í innrituðum farangri farþega að þeim fjarstöddum Nýtt frumvarp fjármálaráðherra kveður á um að tollgæslu verði heimilt að leita í innrituðum farangri farþega og áhafnar að eigandanum fjarstöddum. Innlent 18.10.2024 06:46
„Nauðsynlegt að bregðast við“ en aðgerðum fækkar Fjármagn streymir úr landi í tengslum við efnaskiptaaðgerðir. Á sama tíma og heilbrigðisyfirvöld segja nauðsynlegt að takast á við offituvandann eru slíkar aðgerðir á íslenskri einkastofu ekki niðurgreiddar. Innlent 17.10.2024 23:00
„Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. Innlent 17.10.2024 22:51
Mál umdeilda skákborðsins ætlar engan endi að taka Landsréttur hefur sent mál sem varðar eftirlíkingu af skákborði sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu þegar þeir tefldu í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 aftur í hérað. Innlent 17.10.2024 22:11
Stillt upp á alla lista Viðreisnar Uppstillingarnefndir stilla upp á alla lista Viðreisnar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var ákveðið í landshlutaráðum í gær og í kvöld. Spenna ríkir í baráttu um sæti á Reykjavíkurlistum flokksins. Innlent 17.10.2024 22:01